Fréttablaðið - 30.11.2009, Page 18

Fréttablaðið - 30.11.2009, Page 18
„Vikings er bardaga- og herk- ænskuspil sem er innblásið af ævintýralegum blæ Íslendinga- saga, töfrablæ galdrarúna og yfir- náttúrulegra vætta,“ segir Sölvi Sturluson Snæfeld, annar höfunda Víkingaspilsins, en hinn er Svav- ar Björgvinsson. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Íslendinga- sögunum og sögum um víkingana en Svavar er hins meiri kunnáttu- maður í spilagerð. Við splæstum þekkingu hvor annars og til varð á þremur mánuðum, Vikings-spil- ið. Þetta var svona dæmigerð- ur íslenskur drifkraftur en spil- ið er alíslenskt, bæði hönnunin og hugvitið og svo er það prentað hjá Odda,“ segir hann.“ Aðalmarkmið spilsins er að verða landshöfðingi yfir Íslandi en til þess þarf að berjast um yfirráð yfir sýslum, ná höfnum eða berjast um höfuðból andstæð- inganna með berserkinn í fremst- an í flokki. „Spilið er fyrir tvo til fjóra leikmenn, tíu ára og eldri. Það eru takmörk fyrir því hversu margir menn geta verið á hverju landsvæði svo hver hernaðarleið- angur þarf að vera úthugsaður. Menn fá skatt af sýslum sínum sem nota má til þess að kaupa nýja víkinga, berserki eða greiða fyrir skipsferðir. Skipareitirnir flýta nefnilega fyrir ferðum í kring- um landið,“ segir Sölvi. Líf vík- inga er ekki alltaf dans á rósum enda logar Ísland í átökum í spil- inu og enginn veit hvað næsta ten- ingakast ber í skauti sér. Stundum mega leikmenn draga rúnakort, sem er nokkurs konar örlagakort. „Örlögin geta leikið víkingana grátt, rétt eins og í venjulega líf- inu en stundum færa þau lukku. Það eru dæmi um að örlögin sendi berserk í útlegð en þau geta líka hjálpað honum eins og með skips- ferðir,“ Víkingaspilið, sem er í skemmtiegri öskju, kemur bæði út á íslensku og ensku. „Það eru fjölmargir útlendingar sem hafa áhuga á íslenskri sögu og vík- ingum. Þetta er skemmtileg leið til þess að lifa sig inn í víkinga- heima.“ - uhj Ísland logar í átökum víkinga Víkingaspilið er fyrir alla þá sem hafa gaman af spilum þar sem beita þarf kænsku en ekki síður að biðja örlagadísirnar um slatta af heppni. Íslandskortið lítur út eins og fyrir nokkr- um öldum og rúnaspjöldin í sama stíl. Sölvi og Svavar eru ekki enn búnir að fá nóg af því að spila víkingaspilið. Elísabet Englandsdrottning, Karl Bretaprins og konan hans Camilla, Angela Merk- el, kanslari Þýskalands, Pútín Rússlandsforseti, Barack Obama og Nicholas Sarkozy eru meðal þeirra sem gætu svamlað um í teboll- um Íslendinga. Það eina sem þarf að gera er að fara á vefsíðuna www.donkey-prod- ucts.com og þá opnast nýr heimur furðu- legra hluta sem vekja kátínu. Tepokarnir af bresku konungsfjölskyldunni, stjórnmála- leiðtogum heimsins og strippurum tækju sig vafalaust vel út í hvaða tebolla sem er. - sg Tepokar með karakter FYRIRTÆKIÐ DONKEY PRODUCTS HEFUR Á BOÐSTÓLUM FURÐULEG- USTU NYTJAHLUTI. MEÐAL ANNARS TEPOKA MEÐ ANDLITUM FRÆGRA STJÓRNMÁLAMANNA. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Elísabet Englandsdrottn- ing lætur fara vel um sig í bollanum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, svamlar í ávaxtatei. Sarkozy, stripp- ari og Elísabet II. Góður félags- skapur við tedrykkjuna. SLÉTTIR DÚKAR geymast vel og taka ekki í sig brot, ef þeir eru hengdir á slá á tvöföldu herðatré. Auð- veldlega má hengja tvo til þrjá dúka á hvert herðatré. Eileen Gray (1878-1976) var heimsþekktur írskur húsgagna- hönnuður og arkitekt. Hún hafði töluverð áhrif á hús- gagnahönnun á tuttugustu öld. Meðal þekktra verka eru E1027 sófaborðið og Bibendum stóllinn. www.wikipedia.org Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 30. nóvember Miðvikudagur 2. desember Fimmtudagur 3. desember Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Við klæðum okkur eftir veðri og göng- um rösklega út frá Rauðakrosshúsinu. Tími: 13.00 -14.00. Þunglyndi – Margrét Arnljótsdóttir sálfræðingur fjallar um einkenni, orsakir og viðbrögð við þunglyndi. Tími: 13.30-15.00. Skiptifatamarkaður - Úti- og spariföt barna - Tími: 13.30 -17.00. Baujan sjálfstyrking - Fullt! Tími: 15.00 -16.30. Reiði og sátt - Fjallað um fyrirgefningu og sátt við sjálfa sig og aðra. Tími: 15.00-16.30. Föndur, skrapp-myndaalbúm og jólakort - Nýr tími! Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 12.00-14.00. Uppeldi sem virkar - Agi og viðurlög - Hvaða refs- ingar og verðlaun eru viðeigandi? Tími: 12.30-13.30. Saumasmiðjan - Ertu stopp í saumaskapnum? Getur þú ekki klárað flíkina? Fáðu leiðbeiningar og komdu með saumavél ef þú getur. Tími: 13.00-15.00. Umburðarlyndi - Opnar umræður - Viltu tjá þig? Heyra hvað öðrum finnst? Tími: 14.00-15.00. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Hátíðarís - Ætlar þú að bjóða upp á gamla góða ísinn um jólin eða viltu prófa eitthvað nýtt? Góð ráð, nýjar hugmyndir og smökkun í lokin. Tími: 12.30 -13.30. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri! Tími: 12.30 -13.30. Íslenskuspilið – Viltu læra meiri íslensku? Komdu og spilaðu með! Allir velkomnir. Tími: 13.00-15.00. Spurningakeppni – Er þú ein/n af þeim sem veist alltaf svarið þegar aðrir eru að keppa? Komdu og sannaðu hvað þú kannt. Tími: 14.00-15.00. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 4. desember Facebook - Lærðu á samskiptavefinn. Tími: 12.00-14.00. Psychosocial support - Improve your ability to cope with crisis and trauma. Tími: 12.30-14.00. Prjónahópur - Vertu með! Tími: 13.00-15.00. Kínversk rittákn og matur- Grunnþættir kínverskra tákna og tilurð þeirra tengdum mat. Tími: 14.00-15.00. Skákklúbbur - Komdu og tefldu! Tími: 15.30-17.00. Allir velkomnir! Skokkhópur - Við skokkum saman og förum svo í heita pottinn í Laugardalslaug. Tími: 13.00-16.00. Tölvuaðstoð - Fyrir alla. Tími: 13.30-15.30. Brids - Lærðu að spila Brids hjá fyrrum heimsmeistara. Tími: 14.00-16.00. Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina: Leyndar- dómur Býflugnanna eftir Sue Monk Kidd. Tími: 14.00-15.00. Spænska í daglegu lífi - Lærðu nýtilegar setningar fyrir almenna tjáningu á spænsku. Tími: 15.00-16.30. Þriðjudagur 1. desember Rauðakrosshúsið CCP á Íslandi - Forsvarsmaður starfsmannadeildar kynnir fyrirtækið, vörur og framatækifæri bæði í Reykja- vík og í útlöndum. Tími: 12.00-13.40. Áhugasviðsgreining - Taktu áhugasviðskönnun og fáðu einkaráðgjöf í framhaldinu. Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00-15.00.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.