Fréttablaðið - 30.11.2009, Qupperneq 39
MÁNUDAGUR 30. nóvember 2009 23
Ljóta andarunga-saga hinnar 48
ára Susan Boyle heldur áfram.
Fyrsta plata Britain’s Got Talent-
stjörnunnar fer beint á topp sölu-
listans í Bretlandi. Fyrsta sólar-
hringinn seldust 134.000 eintök
af plötunni, I dreamed a dream,
en 400.000 eintök eru talin munu
seljast fyrstu vikuna. Susan
tekur alla keppinauta rækilega
í nefið. Ný plata strákabandsins
JLS, sem kom út á sama tíma og
er helsti keppinautur Susan, seld-
ist ekki nema í 29.000 eintökum.
Susan beint
á toppinn
VINSÆL Susan Boyle virðist hafa sitthvað
til brunns að bera.
Dómur féll í máli móður leikkon-
unnar Tori Spelling gegn þjón-
ustustúlku sinni. Forsaga málsins
er sú að þjónustustúlkan sagði
Candy Spelling sérstaklega nísk-
an vinnuveitanda og að verslun-
arkeðjan Wal-Mart hafi meira að
segja fundað með Spelling til að
fá ráðleggingar um hvernig megi
spara útgjöld enn frekar. Spell-
ing var ósátt við ummælin og
fór í mál við stúlkuna en endaði
þó með því að semja við hana og
greiða henni fjárhæð, sem Spell-
ing þótti augljóslega ekki sérlega
há ef dæma má þessi orð hennar:
„Hún fékk ekki háa fjárhæð, en
kannski er þetta mikil summa í
þernupeningum.“
Nísk kona
NÍSK Candy Spelling giftist framleið-
andanum Aron Spelling og hefur
aldrei unnið handtak, hún er þó með
eindæmum nísk.
Kjartan Halldórsson í Sægreifanum á Geirsgötu
hefur vakið heimsathygli með humarsúpunni sinni.
Í dag kynnir hann til sögunnar nýja súpu, sem hann
kallar Sæagra.
„Þetta er orkurík hamingjusúpa. Í henni eru
sæbjúgu og ýmislegt annað sem ég gef ekki upp
hvað er,“ segir Kjartan. Hann segir Austurlandabúa
óða í sæbjúgu og að vissu leyti sé fyrirbærið van-
nýtt á Íslandi. Sæbjúga telst til skrápdýra, það er að
segja, það er hvorki fiskur né gróður. Sæbjúgu eru
talin heilnæm, meðal annars góð fyrir húð, augu
og þvagfærakerfi. Síðast en ekki síst eru sæbjúgun
sögð hafa jákvæð áhrif á kynorku og þaðan kemur
nafn súpunnar, Sæagra.
„Dauðir fuglar lifna ekki við þótt þeir fái sér
súpu, en ef eitthvað er í gangi á annað borð þá getur
sumt farið af stað,“ segir Kjartan og dregur augað
í pung.
Hin heimsfræga humarsúpa Sægreifans hefur
selst í óhemju magni í gegnum tíðina og verður að
sjálfsögðu áfram á boðstólum. Sæagrað er bara við-
bót. „Hún verður nokkrum hundraðköllum ódýr-
ari en humarsúpan og ég á fastlega von á að hróð-
ur hennar berist jafn víða. Enda er hún svakalega
bragðgóð,“ segir Kjartan. - drg
Sæagra á boðstólum Sægreifans
SUMT AÐ FARA AF STAÐ? Kjartan mataður af Sæagra.
Til stendur að færa hinn væntan-
lega tölvuleik Dark Void yfir á hvíta
tjaldið. Indverski framleiðandinn
Reliance BIG Entertainment og
Plan B, sem er í eigu Brads Pitt,
hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn
að leiknum. Hugsanlega mun Pitt
fara með aðalhlutverkið. Dark Void
er þriðju persónu skotleikur sem
fjallar um flugmanninn Will sem
brotlendir flutningavél í Bermúda-þrí-
hyrningnum. Þar hverfur hann inn
í aðra veröld þar sem hópur manna
þarf að berjast við brjálaðar geimver-
ur. Tölvuleikurinn er væntanlegur í
janúar.
Kvikmyndar
tölvuleik
BRAD PITT Kvik-
myndafyrirtæki Pitt
ætlar að færa tölvu-
leikinn Dark Void yfir
á hvíta tjaldið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Jólako
rt og
jólafr
ímerk
i
Ætting
jar vil
ja sjá
myndi
r.
Nú ge
tur þú
hann
að þín
eigin
jólako
rt og j
ólafrím
erki á
www.
postu
r.is