Fréttablaðið - 30.11.2009, Síða 42
26 30. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
Enska úrvalsdeildin
Aston Villa - Tottenham 1-1
1-0 Gabriel Agbonlahor (9.), 1-1 Michael Dawson
(76.).
Fulham - Bolton 1-1
0-1 Ivan Klasnic (34.), 1-1 Damien Duff (74.).
Manchester City - Hull 1-1
1-0 Shaun Wright-Phillips (45.), 1-1 Jimmy
Bullard (81.).
Portsmouth - Manchester United 1-4
0-1 Wayne Rooney (24.), 1-1 Kevin Boateng (31.),
1-2 Wayne Rooney (47.), 1-3 Wayne Rooney
(53.), 1-4 Ryan Giggs (86.).
West Ham - Burnley 5-3
1-0 Jack Collison (17.), 2-0 Junior Stanislas (33.),
3-0 Carlton Cole (42.), 4-0 Guillermo Franco
(50.), 5-0 Luis Jimenez (63.), 5-1 Steven
Fletcher (67.), 5-2 Steven Fletcher (73.), 5-3 Chris
Eagles (94.).
Wigan - Sunderland 1-0
1-0 Hugo Rodallega (75.)
Arsenal - Chelsea 0-3
0-1 Didier Drogba (40.), 0-2 Thomas Vermaelen,
sjálfsmark (45.), 0-3 Didier Drogba (85.).
Everton - Liverpool 0-2
0-1 Javier Mascherano (11.), 0-2 Dirk Kuyt (79.).
Wolves - Birmingham 0-1
0-1 Lee Bowyer (2.)
STAÐAN
Chelsea 14 12 0 2 36-8 36
Man. United 14 10 1 3 30-13 31
Tottenham 14 8 2 4 33-19 26
Arsenal 13 8 1 4 36-18 25
Liverpool 14 7 2 5 31-20 23
Aston Villa 14 6 5 3 22-14 23
Man. City 13 5 7 1 24-17 22
Sunderland 14 6 2 6 21-20 20
Stoke City 14 5 5 4 13-15 20
Fulham 14 5 4 5 18-16 19
Birmingham 14 5 3 6 12-14 18
Burnley 14 5 2 7 19-31 17
Blackburn 14 5 2 7 16-28 17
Wigan 14 5 2 7 15-31 17
Hull City 15 4 4 7 17-31 16
Everton 14 4 3 7 17-25 15
West Ham 14 3 5 6 24-26 14
Bolton 13 3 3 7 16-27 12
Wolves 14 2 4 8 12-27 10
Portsmouth 14 2 1 11 11-23 7
Spænska úrvalsdeildin
Barcelona - Real Madrid 1-0
1-0 Zlatan Ibrahimovic (56.)
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Chelsea er í góðum málum
á toppi ensku úrvalsdeildarinnar
eftir 3-0 útivallarsigur á Arsenal í
Lundúnaslag í gær. Fyrr um dag-
inn vann Liverpool sigur á Evert-
on, 2-0, í öðrum borgarslag og er
nú komið upp í fimmta sæti deild-
arinnar.
Sigur Chelsea í gær var glæsi-
legur. Liðið skoraði tvö mörk undir
lok fyrri hálfleiks og innsiglaði svo
sigurinn með marki í lok leiksins.
Didier Drogba skoraði tvö mark-
anna en þar að auki varð varna-
maðurinn Thomas Vermaelen fyrir
því óláni að skora sjálfsmark.
Það var fátt um færi þar
til mörkin komu en þau
komu með skömmu milli-
bili og bæði eftir fyrirgjöf
Ashley Cole. Fyrst stýrði
Drogba boltanum upp í
markhornið og svo gerði
Vermaelen það nákvæm-
lega sama örfáum mín-
útum síðar.
Arsenal náði
reyndar að koma
k net t i num í
netið í seinni
há lf leik en
markið var
dæmt af þar
sem Eduardo
þótti brjóta
á Petr Cech,
markverði
Chelsea.
Drog-
ba skoraði
svo glæsi-
legt mark
bei nt ú r
aukaspyrnu
undir lok
leiksins en
hann hefur alls skorað tíu mörk í
níu leikjum gegn Arsenal.
Þrátt fyrir góða stöðu liðsins
sagði John Terry, fyrirliði Chel-
sea, að leikmenn þyrftu að halda
ró sinni.
„Við höfum verið í þessari stöðu
áður,“ sagði Terry. „Við þurfum
fyrst og fremst að halda einbeit-
ingunni en það er frábært að sjá
hversu duglegir við erum að berj-
ast hverjir fyrir aðra. Við erum
að spila virkilega vel, erum með
mikið sjálfstraust og góðan lið-
sanda. Við þurfum að halda áfram
á þessari braut.“
Arsene Wenger fannst sínir
menn óheppnir að hafa verið
2-0 undir í hálfleik eftir
ágæta frammistöðu. En
hann skildi ekki ákvörðun
dómarans að dæma markið
sem Andrei Arshavin skor-
aði ógilt.
„Það skilur enginn hvað
dómarinn var að hugsa. Ég
hef séð upptöku af þessu fimm
sinnum og það kemur enginn
við Cech. Hann missir bolt-
ann og við
skorum.
En þá
dæmir
dómar-
inn markið
ógilt.“
Sigur Liverpool í
gær var afar mikilvægur
og þó svo að liðið hafi ekki sýnt
allar sínu bestu hliðar skipti
öllu máli að ná í stigin þrjú.
Liverpool féll í vikunni úr
leik í Meistaradeild Evrópu þrátt
fyrir sigur gegn ungverska liðinu
Debrecen. Rafael Benitez, stjóri
Liverpool, sagði sigurinn í gær því
afar mikilvægan.
„Við unnum Debrecen í vikunni
og við vissum að við þurftum að
halda áfram að vinna leiki,“ sagði
Benitez. „Grannaslagir sem þess-
ir eru ávallt mjög erfiðir og sigur í
þessum leik gæti gefið tóninn fyrir
síðari hluta tímabilsins. Við erum
nú ofar í stigatöflunni, allir eru
ánægðir og við ætlum því að reyna
að halda okkur á þessari braut.“
Manchester United vann á laug-
ardaginn 4-1 sigur á Portsmouth
á útivelli þar sem Wayne Rooney
skoraði þrennu. Ryan Giggs skor-
aði fjórða markið en hann hélt svo
upp á 36 ára afmælið sitt í gær.
„Til hamingju með afmælið,“
sagði Alex Ferguson, stjóri Unit-
ed, eftir leikinn. „Hann hefur nú
haldið upp á 36 afmæli en bíddu
bara þar til hann verður 67 ára.
En ætli hann verði ekki hættur að
spila þá,“ bætti Ferguson við.
„En hann er einstakur leikmað-
ur og sjaldgæft að sjá menn eins
og hann. Hann getur spilað í tvö
ár til viðbótar.“
eirikur@frettabladid.is
Chelsea virðist algerlega óstöðvandi
Chelsea hélt fimm stiga forystu sinni á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri á Arsenal á útivelli.
Liðið er ellefu stigum á undan Arsenal og hefur nú unnið öll hin þrjú „stórlið“ deildarinnar á tímabilinu.
MASCHERANO
Fagnar hér fyrra marki Liverpool
í gær.
NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Varamaðurinn Zlatan
Ibrahimovic var hetja Barce-
lona í gær er hann tryggði sínum
mönnum 1-0 sigur á erkifjendun-
um í Real Madrid. Markið skoraði
hann á 56. mínútu, aðeins fimm
mínútum eftir að hann kom inn
á sem varamaður fyrir Thierry
Henry.
Markið var glæsilegt. Dani
Alves átti fyrirgjöfina frá hægri
kantinum og Zlatan þrumaði
knettinum viðstöðulaust í netið á
fjarstöng.
Cristiano Ronaldo var í byrjun-
arliði Real Madrid eftir að hafa
verið lengi frá vegna meiðsla en
hann fékk gott færi um miðjan
fyrri hálfleikinn. Victor Valdes,
markvörður Barcelona, sá hins
vegar við honum.
Leikurinn var nokkuð opinn og
skemmtilegur en þrátt fyrir það
markalaus í fyrri hálfleik.
Aðeins sjö mínútum eftir mark
Ibrahimovic urðu heimamenn
fyrir áfalli. Sergio Busquets hand-
lék knöttinn og fékk þar með sína
aðra áminningu í leiknum.
Real Madrid náði þó ekki að
færa sér liðsmuninn í nyt. Ron-
aldo fékk annað gott færi er hann
skallaði boltann yfir eftir fyrir-
gjöf Barcelona en það reyndist
hans síðasta snerting í leiknum.
Bæði lið fengu ágæt færi á loka-
kafla leiksins en Lionel Messi,
leikmaður Barcelona, fékk þó
besta færið í blálok leiksins. Hann
var kominn einn gegn Iker Cas-
illas markverði en lét verja frá
sér af stuttu færi.
Lassana Diarra, leikmaður
Real, fékk svo að líta rauða spjald-
ið eftir að hann fékk sitt annað
gula spjald í uppbótartíma.
Með sigrinum endurheimti Bar-
celona toppsæti deildarinnar og
er nú með tveggja stiga forystu á
Real Madrid. - esá
Barca hafði betur í „El Clasico“ á heimavelli í gær:
Zlatan sá um Real
DROGBA HAFÐI BETUR Didier Drogba skoraði tvö mörk í gær. Hér er hann í baráttu
við landa sinn frá Frakklandi, William Gallas. NORDIC PHOTOS/AFP
HETJAN Zlatan Ibrahimovic er sjálfsagt kominn í guðatölu stuðningsmanna Barcelona
eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Real Madrid í gær. NORDIC PHOTOS/AFP