Veðrið - 01.04.1958, Síða 5
Annáll ársins 1957
(Frá veðurfarsdeild Veðurstofu íslands).
Janúar. Tíðarfar var hagstætt fyrri hlutann, en mjög umhleypingasamt og
stormar tíðir seinni hlutann. Einkum varð mikið tjón á Norður- og Vestur-
landi vegna vestanveðra um miðjan mánuðinn. Gæftir voru lengst af stirðar.
Hiti var 2°—3° yfir meðallagi og var hlýjast að tiltölu um norðanvert landið.
Úrkoma var nokkuð meiri en í meðalári.
í febrúar og marz var lengst af óhagstæð tíð, þó voru gæftir yfirleitt góðar.
Snjóþungt var og haglítið lengst af, en í marzlok brá til þíðviðris. I febrúar
var hiti víðast l0—U/2° undir meðallagi, en marz var tiltölulega mildari, hiti
um meðallag eða lítið eitt yfir því. Úrkoma var mjög breytileg eftir lands-
hlutum.
Tíðarfar í april var hagstætt og yfirleitt orðið snjólaust í byggð í lok mánað-
arins, enda var hlýtt í veðri, liiti 2°—3° yfir meðallagi. Úrkoma var yfirleitt
nokkuð meiri en í meðalári. Víða tók að votta fyrir gróðri um miðjan mánuð.
Gæftir voru góðar.
Mai. Tíðarfar var fremur óhagstætt gróðri framan af, en eftir þ. 20. hlýn-
aði og gróðri fór vel fram. Um sunnanvert landið varð mánaðarhitinn ná-
lægt meðallagi, en um norðanvert landið um það bil 1° hlýrra en f meðalári.
Úrkoma var meiri en í meðalári, og sums staðar sunnanlands mældist meira en
tvöföld meðalúrkoma. Gæftir voru yfirleitt góðar.
í júni var veðurfar hæglátt og hagstæð tið á Suður- og Vesturlandi en þurrt
fyrir gróður á Norður- og Austurlandi. Hiti var yfirleitt nálægt meðallagi, nema
á Vestfjörðum, þar sem hlýrra var. Úrkoma var helmingur þess, sem venja er
um norðanvert landið, en nálægt meðallagi um sunnanvert landið.
Júli. Tiðarfar var mjög hagstætt til heyskapar. Úrkoma var lítil, víða um
helmingur af meðalúrkomu. Hiti var allbreytilegur eftir landshlutum. Á Suður-
og Vesturlandi var yfirleitt heldur hlýrra en í meðalári, en norðan lands og
austan var kaldara.
Ágúst. Tíðarfar var hagstætt. Öllum gróðri fór mjög vel fram, en þurrk-
ar voru fremur daufir. Úrkoma var nálægt því, sem venja er, en hiti víðast
l°—l/2° yfir meðallagi.
í september og október var meðalliiti yfirleitt nálægt meðallagi. Úrkoma
var viðast lítil í september og minni að tiltölu um sunnanvert landið eða um
l/g af meðalúrkomu. í október mældist hins vegar viðast meiri úrkoma en venja
er til. í september var tíðarfar talið hagstætt, nema um norðaustanvert landið,
en í október var allumhleypingasamt. Um þ. 20. kólnaði og snjóaði viða.
í nóvember var tiðarfar hagstætt nema fyrstu vikuna. Hiti var l]/2°—2y2° yfir
meðallagi, en úrkoma nálægt því, sem venja er til.
Desember. Tíðarfar var fremur hagstætt. Fyrstu vikuna voru hlýindi, en
3