Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 8
HLYNUR SIGTRYGGSSON deildarstjóri:
Ferill veðurskeytisins
Skönmiu fyrir miðnætti fer vitavörðurinn á Galtarvita út til að gera veður-
athugun. Úti er illviðri. Vestanstormurinn veltir einum brotsjónum af öðr-
um upp i Keflavíkina, liaglél er nýgengið yfir, og stormurinn slítur leifar
þess úr klettabeltum Galtar og Öskubaks. Til hafs má sjá óveðursklakka, er gefa
til kynna, að ekki sé langt að bíða næsta éls.
En þótt vitavörðurinn sé skáld og gæti því lýst veðrinu á lirífandi hátt,
gerir hann það þó ekki í þetta skipti. Veðurskeytið, sem hann skrifar, er stutt
og gagnort, en mjög óskáldlegt, — sex fimm stafa tölur. Hann kveikir síðan á
talstöðinni, tekur hljóðnemann og kallar á loftskeytastöðina á Isnfirði. Veður-
skeytið frá Galtarvita er að hefja för sína út í heiminn, langa leið en fljót-
farna. Fáum mínútum síðar er það komið til veðurstofunnar í Reykjavík. Þar
slást veðurskeyti frá átta öðrum athugunarstöðvum í fylgd með því, og tuttugu
mínútum eftir miðnætti er þeim útvarpað frá sendistöðinni á Rjúpnahæð,
skammt innan við Reykjavík. Samstundis er tekið á móti þeim á Englandi,
Norðurlöndum og ef til vill víðar. Frá Bretlandi er þeim endurvarpað frá
loftskeytastöðvum í Dunstable og Rugby og dreift um ritsímanet Vestur-Evrópu.
Skömmu síðar eru þau á leið yfir Atlantshaf. Nálægt tveimur tímum eftir að
veðurskeytið fór frá Galtarvita, er búið að senda það til tuga veðurstofa um
mikinn hluta heims, um alla Norður-Ameríku og austur til Rússlands.
Ekki mega menn ætla, að dreifing íslenzku veðurskeytanna sé einsdæmi.
Samtímis skiptast veðurstofur um allan heim á veðurfregnum frá þúsundum
stöðva. Ekki er búið að vinna úr veðurskeytunum frá miðnætti, þegar næstu
veðurskeyti eru send, klukkan þrjú, sem að vísu fara ekki nærri eins víða og mið-
næturskeytin. • En klukkan sex um inorguninn er sagan frá miðnætti endur-
tekin, og siðan alltaf á sex tíma fresti. Ótalin eru háloftaathugunarskeytin og
ýmsar aðrar upplýsingar, sem veðurfræðingar senda sín á milli.
Fjarskiptakerfið, sem annast allar þessar skeytasendingar, er að sjálfsögðu
mikið að vöxtum og varð ekki til á einum degi. Hér á eftir verður því og sögu
þess lýst að nokkru, einkum þó því, er íslendinga varðar mestu.
Veðurspár hófust í Frakklandi árið 1855 og skömmu síðar í fleiri löndum.
Nákvæmni þeirra hefur frá fyrstu tið verið mjög háð fjarskiptatækninni, og
er það augljóst, ef menn atliuga, að hverja veðurspá verður að byggja á veður-
athugunum, sem gerðar eru skömmu áður en hún er gefin út. Séu veðurathugan-
irnar einnar til þriggja stunda gamlar, er þær berast veðurfræðingum, eru
þær að jafnaði mikilsverðar, en úr því að þær verða sex tíma gamlar, fer gildi
þeirra hraðminnkandi. Veðurbreytingar, sem þær hefðu annars gefið til kynna,
geta þá skollið á fyrirvaralaust. Veðurfræðingar hafa þvf alltaf gert strangar
kröfur til fjarskiptatækninnar, og þessar kröfur jukust stöðugt, jafnhliða kröfum
almennings um bættar veðurspár. Ritsíminn var að sjálfsögðu notaður frá
fyrstu tið. En veðurfræðingar f Vestur-Evrópu sáu fljótlega, að þá vantaði sáran
6