Veðrið - 01.04.1958, Síða 9

Veðrið - 01.04.1958, Síða 9
veðurfregnir af Norður-Atlantshafi, og þar sem þá var vonlaust að koma á sambandi við skip á rúmsjó, höfðu þeir mjög mikinn áhuga fyrir sæsímalagn- ingu til Azoreyja og íslands. Um þetta efni segir svo i formála bókarinnar „Um vinda" sem Þjóðvinafélagið gaf út árið 1882: „Á bók þessari má sjá meðal annars vel og greinilega, þótt hún stutt sé, hvernig á því stendur, að vcðurfræðingar víðsvegar um heim, og þá einkum á norðurlöndum, eru svo mjög áfram um, að málþráður verði lagður til íslands; og er vonandi, að þess verði nú eigi langt að bíða héðan af.“ Biðin varð þó rúm tuttugu ár, sem kunnugt er. Loftskeytin voru komin til sögunnar, þegar síminn komst loks til lands- ins, og var þá kleift að fá veðurfregnir frá skipum á höfum úti og afskekkt- um stöðum, þar sem ekki var hægt að koma við síma. Hafði það að sjálfsögðu mjög mikla þýðingu bæði fyrir veðurspár og veðurfræðina sem vísindagrein, en ekki minnkaði gildi veðurskeytanna frá íslandi neitt fyrir því. Þau voru send með ritsímanum til útlanda allt fram undir síðustu heimsstyrjöld. Með vaxandi flugsamgöngum fjölgaði veðurathugunum frá flugvélum með hverju ári, og þær þurftu einnig að fá upplýsingar um veður, meðan þær voru á lofti. Loftskeytin voru sjálfsögð til þessara viðskipta. En auk þessa notuðu veðurstofur loftskeytin í ríkum mæli til að senda veðurskeyti sín á milli, og er svo enn víðast hvar. Hvert land útvarpar sínum veðurskeytum. Veðurstof- ur í Englandi og víðar safna þeim og endurvarpa frá aflmiklum loftskeyta- stöðvum, sem heyrast um mikinn hluta heims. Á sama hátt er farið með veður- skeyti frá skipum. Hver, sem viðtæki hefur, getur notfært sér þessar útvarps- sendingar, og þannig fær Veðurstofán flestar fréttir sínar. Þar eru að jafnaði þrír loftskeytamenn á verði dag og nótt til að sjá um móttöku veðurskeyta erlendis frá. í Norður-Ameríku er ritsími mest notaður við söfnun og dreifingu veður- skeytanna. Notað er sérstakt ritsímakerfi, sem nær um Bandaríkin og þétt- býlustu hluta Kanada. Kerfinu er stjórnað frá nokkrum miðstöðvum, og er að mestu sjáifvirkt. Veðurathugunarmennirnir skrifa atliuganir sínar á gataræmu, og koma henni fyrir í senditækjum, sem eru á hverri stöð. Síðan þurfa þeir ekki að hugsa meir um athugunina. Stjórnarmiðstöðvarnar setja síðan sendi- tækin af stað, hvert af öðru, og „kalla“ athuganirnar til sín, velja þær athug- anir, sem eiga að fara til annarra miðstöðva, og senda þær áleiðis þangað. Allt þetta gera þær án aðstoðar frá mannshöndinni. Á ákvörðunarstað er svo tekið á móti skeytunum á fjarritvélar. Skeytunum, sem senda á til Evrópu, er safnað f New York, og þaðan er þeim bæði útvarpað til almennra nota, og send um Azoreyjar til Parísar. Veðurstofan þar sér um dreifingu þeirra um Evrópu. Á síðustu árum hefur einnig verið starfrækt ritsímakerfi i Evrópu til að flytja veðurfregnir landa á milli. Hefur kerfi þetta sífellt orðið víðtækara, þótt enn sé það ekki jafn stórt og ameríska kerfið. Flugferðir skipta nú hundruðum daglega f Evrópu, og tugir flugvéla fara yfir Atlantshaf á hverjum sólarhring. Flugleiðirnar lengjast stöðugt. Borið hefur við, að farþegaflugvél hafi farið í einum áfanga milli Parísar og San Francisco. 7

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.