Veðrið - 01.04.1958, Qupperneq 10

Veðrið - 01.04.1958, Qupperneq 10
Þessi þróun flugmálanna hefur að sjálfsögðu aukið annríki veðurfræðinga að mun, og kröfur þær, sem gera verður um dreifingu veðurfregna. Flugvélar á langleiðum þurfa að fá veðurspár á leiðarenda áður en lagt er af stað. Sé um að ræða flug frá Vestur-Evrópu til vesturstrandar Ameríku, þurfa veðurfregnir af Kyrrahafi að berast hindrunarlaust til Evrópu. Á stuttum flugleiðum þarf ekki að leggja eins mikla áherzlu á veðurspár, en því þýðingarmeira er, að koma veðurathugunum frá lendingarstöðum til flugvélanna. Vandamál þetta er sérstaklega aðkallandi í Evrópu, þar sem samræma þarf sjónarmið margra ríkja, en flugleiðir eru mjög margar og fjölfarnar. Nýlega var haldinn fund- ur Evrópuríkja í Genf, til að ráða fram úr þessum vandamálum. Þar kom í ljós, að ritsímakerfið í Evrópu, sem notað hefur verið fyrir veðurþjónustuna hingað til, annar ekki lengur hlutverki sínu. Sama máli gegndi um endurvarpsstöðv- arnar fyrir veðurfregnir, þær geta ekki heldur útvarpað jafn miklu af veður- fregnum, og æskilegt væri að þær gerðu. Auka þurfti mjög útvarp veðurfregna til flugvéla. Til að ráða bót á þessu á meðal annars að koma á fót allmörgum útvarpsstöðvum, sem stöðugt þylja veðurfregnir til flugvéla af segulbandi, líkt og sjálfsvari Veðurstofunnar til símanotenda í Reykjavík. Ritsímakerfið skyldi aukið og endurskipulagt að amerískri fyrirmynd, og endurvarpsstöðvarnar skyldu hætta að nota Morse-merki, eins og jrær hafa gert til þessa, en útvarpa í staðinn merkjum fyrir fjarritvélar. Áætlað er, að með þessari síðastnefndu breytingu megi að minnsta kosti þrefalda afköst stöðvanna. Að vísu hefur þessi breyting nokkurn kostnaðarauka í bili fyrir þær þjóðir, sem taka Jrurfa á móti skeytunum, því þær þurfa að kaupa vélar og tæki til að vinna störf, sem loft- skeytamenn hafa séð um hingað til. Breyting þessi hefur einnig tafizt nokkuð hingað til af þessum sökum. En nú mun ekki verða komizt lijá henni iengur. Sjálfvirknin ryður sér braut á þessu sviði sem öðrum. Þess má geta, að Banda- ríkjamenn hafa fyrir nokkrum árum breytt útvarpi veðurfregna sinna á þann hátt, sem að ofan er lýst, og tekið hefur verið á móti veðurskeytum þaðan á fjarritvél liér um nokkurt skeið. Myndsendingar veðurkorta með síma og útvarpi fara nú í vöxt, og þykja líklegar til að flýta fyrir dreifingu veðurfregna. Strax og veðurstofur jsær, er sjá um útvarp þetta, hafa gengið frá veðurkortum sínum, er útvarpað mynd- um af þeim, og þeir, sem viðeigandi tæki hafa, geta tekið á móti nryndum þess- um. Eru það bæði aðrar veðurstofur og skip á hafi úti. Hér hafa verið gerðar tilraunir með móttöku á veðurskortum með þessum hætti, og gefizt sæmilrga. Mest hefur verið tekið á móti kortum frá Montreal í Kanada. Ná þau nokkuð vestur á Kyrrahaf. Þessi kort hafa þegar komið að góðum notum hér, er þurft liefur að gera flugspá til Kaliforníu. Aðrar stöðvar senda veðurkort yfir allt norðurhvel jarðar. Ég hef nú lýst lauslega hvernig veðurskeyti eru send landa og álfa á milli. Þótt fjarskiptakerfin séu enn ekki svo fullkomin, að þau geti alltaf látið veður- fræðingum í té öll fáanleg veðurskeyti á tilsettum tíma, hafa framfarirnar þó verið svo örar, að vonir standa til, að ekki líði á mjög löngu áður en þessi aldargamla ósk rætist. 8

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.