Veðrið - 01.04.1958, Síða 11

Veðrið - 01.04.1958, Síða 11
ÓLAFUR EINAR ÓLAFSSON veöurfrœðingur: Um loftmassa Sá sem virðir fyrir sér veðurkort i fyrsta sinni varpar einatt fram spurningunni: „Hvað þýða svo þessar rauðu og bláu lín- ur?" Og þar með er skriðan komin af stað, því að óhjákvæmilega hlyti hver spurning- in að reka aðra, ef spyrjandinn fengi ráð- rúm til að inna frekar eftir þessum mislitu línum, sem bugðast um kortið þvert og endilangt. Oft lætur spyrjandinn sér nægja, að minnzt sé á veðraskil, einkum ef at- hygli hans er beint að græna og gula litn- um, sem táknar úrkomu og þokusvæði. En úrkoma og þoka eru fyrirbrigði, sem flest- um finnst ólíkt áþreifanlegri hugtök en sk.il, loftmassar og jafnvel lægðir, sem veð- urfræðingurinn sýslar með. Sambandið á milli lægða, skila og loftmassa, er flókið og yfirgripsmikið efni, og skal hér ekki farið út í þá sálma, cn geta má þess, að norskir vísindamenn unnu merkilegt brautryðjendastarf á þeim vettvangi fyrir um það bil 40 árum. Og í dag vinna veðurfræðingar þeir, sem veðurkort draga, eftir fyrirsögn þeirra i öllum meginatriðum. En svo við snúum okkur aftur að veðurkortinu, j)á tákna mislitu strikin skilin á milli hinna ýmsu loftmassa. En loftmassa köllum við loft, sem hefur sömu eða svipaða eiginleika yfir víðáttumiklu svæði. Eiginleikar þessir eru fyrst og fremst hiti og raki ásamt skyldum veðurfyrirbærum svo sem úrkomu, skýja- magni, skyggni o. s. frv. Þegar gera skal veðurspár, er nauðsynlegt að vita helztu deili á loftmössum þeim, sem berast inn yfir spásvæðið, og fylgjast með skilum þeim sem milli þeirra eru, en þeim fylgir jafnan j)að, sem í daglegu tali er kallað „vont‘‘ veður. Loft, sem í lengri eða skemmri tíma leikur um snævi joakin heimskautalönd, sólskinin suðurhöf eða skrælnaðar eyðimerkur, fær smátt og smátt þá eigin- leika, sem yfirborð jarðarinnar segir til um. Einnig hefur það mikið að segja um mótun loftmassa, hvernig hreyfingu loftsins er háttað yfir svæðum þess- um. í víðáttumiklum háþrýstisvæðum, þar sem hægir vindar blása, myndast einatt greinilegustu loftmassarnir. Loftmössum eru valin ýmis nöfn eftir land- fræðilegum uppruna, svo sem lieimskautaloft eða hitabeltisloft og svo eftir eðli yfirborðsins, sem þeir leika um, hafloft eða meginlandsloft. Þegar loftmassinn tekur á rás burt frá heimkynnum sínum, skilgreinum við 9

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.