Veðrið - 01.04.1958, Síða 13

Veðrið - 01.04.1958, Síða 13
lögum. Loftmassi sá, sem ég hef rakið aftur til svæðanna S og SA af Nýfundna- landi, hefur farið langa leið samsíða jafnhitalínum sjávarins, áður en hingað kemur, en sá, sem kemur syðri brautina (IV), fer þvi nær þvert á jafnhitalín- urnar. Má því geta sér til um áhrif sjávarliitans á þessa loftmassa (kólnunina) á svipaðan hátt og áður við köldu massana (upphitunina). Nú er þvi svo farið, að kalda loftið, sem sækir fram úr norðvestri hefur oftast, þegar hingað kemur, náð að þrýsta sér undir hlýja massann. Þessa hlýja loftmassa, sem kemur braut III, verður því sjaldan vart við jörð hér norðurfrá og þá einungis stuttan tíma í hvert sinn. Hins vegar kom það tiltölulega oft fyrir sumarið 1955, að hitabeltisloft, sem kom eftir braut IV, lá yfir landinu lengri eða skemmri tíma. Við skulum nú athuga dálítið nánar andstæðurnar: Hitabeltisloft (IV) og heimskautsloft (I). Þess ber að geta, að tölur þær, sem hér eru skráðar má ekki lita á sem nein meðaltöl fyrir loftmassa þessa á sumrin, heldur er hér um að ræða tölur, sem voru einkennandi fyrir hita og raka í þessum loftmössum sumarið 1955 (júli og ágúst). HITINN. Mynd II. sýnir meðalhitann i hitabeltis- og heimskautalofti yfir Keflavík 11

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.