Veðrið - 01.04.1958, Page 15

Veðrið - 01.04.1958, Page 15
TAFLA II. Meðalhiti sólarhringsins í hitabeltislofti og heiraskautslofti í júlí 1955. Hitab.loft Heimsk.loft Hiti C Raki % Hiti C Raki % Keflavíkurflugvöllur .. 11.5 98 9.0 82 Reykjavíkurflugv 13.0 91 10.0 79 Vestmannaeyjar 11.0 100 9.0 84 Kirkjubæjarklaustur .. 12.0 98 11.0 72 Hólar í Hornafirði . .. 12.0 95 10.5 86 Sauðárkrókur 18.0 11.0 Akureyri 18.0 60 12.0 60 Raufarhöín 18.0 65 11.0 75 í hitabeltisloftinu er meðalhiti sólarhringsins við suður og suðvesturströndina 11—12° C, en á norðurlandi er meðalhitinn 18° C, þ. e .mismunurinn er 6—7° C. í heimskautsloftinu er mismunurinn á meðalhita sunnan lands og norðan mun minni, aðeins 1—3° C. Nú er það vel þekkt lögmál, að loft, sem stigur yfir hálendi, verður fyrir inn- rænum (adiabatiskum) hitabreytingum. Það kemur okkur þvi ekki á óvart, þótt hlýrra sé norðan fjalla en sunnan í sunnan og suðvestanátt. En það er annað, sem við tökum strax eftir, þegar við berum saman mismun á lofthita í heim- skautslofti og hitabeltislofti við suðurströndina og svo aftur, þegar norður yfir kemur. Við suðurströndina er mismunur á meðalhita sólarliringsins í hitabeltis- lofti og heimskautslofti aðeins 2—3° C, en á norðurlandi er þessi mismunur orð- inn 5—6° C. Þennan litla hitamismun sunnan lands má skýra m .a. með mis- munandi skýja- og sólfari f þessum loftmössum. í hitabeltislofti er þokusamt og skýjað sunnan lands og sólfar lítið sem ekkert. Dægursveifla hitans er því lítil. í heimskautslofti nýtur hins vegar sólar meira eða minna, og meðalhiti sólar- hringsins liækkar eftir því. Hér kemur til greina snar þáttur í eðli loftmassanna, en það er jafnvægið. Þegar loft hefur tilhneigingu til að stíga upp á við, segjum við að jafnvægi þess sé óstöðugt, en hafi það hins vegar litla tilhneigingu til uppstreymis, er jafn- vægi þess stöðugt. Jafnvægi loftsins fer eftir því, hve ör kólnunin er upp á við, þ. e. hversu mikið hitafallið er. Því örari sem kólnunin er, því óstöðugra er jafnvægið, og því minna sem hitafallið er, þeim mun stöðugra er jafnvægið. Það er því ljóst, að loft, sem hlýnar á neðra borði, verður einatt í óstöðugra jafnvægi en það, sem kólnar á neðra borði. Við skulum nú athuga í stórum dráttum, hvernig hitinn breytist í þessum tveim loftmössum við það að fara yfir hálendið og áætlum meðalhæð liálendisins 1000 m. Heimskautsloftið er einatt í óráðnu eða hverfulu jafnvægi hér við suður og suðvesturströndina, einkum þó um nónbilið, ef sólar nýtur að ráði. Þetta loft berst því tiltölulega auðveldlega upp yfir fjöllin. Segjum nú svo, að lofthitinn (meðalhiti sólarhringsins) sé 9° C við SV-ströndina. Þegar þetta loft stígur, kóln- 13

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.