Veðrið - 01.04.1958, Qupperneq 19

Veðrið - 01.04.1958, Qupperneq 19
SVAR. Þ. 24. febrúar 1958 var veðri svo liáttað hér á landi, að liæð var yfir land- inu, stillt veður og bjart. Loftið umhverfis landið og yfir því var ekki kalt, hit- inn um frostmark við suðurströndina, frá Dalatanga að Reykjavík, og í Grímsey var frostið eitt sig. En hvar sem þessi lofthjúpur snerti fannbreiðuna yfir land- inu, kólnaði hann verulega, og því meir sem loftið var kyrrara. Ekki verður þessi kólnun þó mikil á hæðum og ásum. Þar getur loftið ekki staðnæmzt, því að það þyngist við kólnunina og sígur niður hliðarnar, en í stað þess kemur mildara loft ofan að. En í öllum lægðum og slökkum myndast tjarnir og lón af þessu kalda lofti. Þaðan steypist það svo vegna þungans niður eftir öllum daladrögum, sem út frá kvosinni liggja. Verður straumurinn þá því hraðari sem afrennslið er þrengra og hallinn meiri. Því stærra sem „lónið" er, því meira kólnar líka loftið í því og herðir það einnig á dalgolunni. Það er ekki ósennilegt, að dalgolan í Gilsárgiii sé sterkari en í öðrum afdöl- um frá Jökuldal. Valda því þrengslin milli Skjöldólfsstaðahnúks og Arnórsstaða- múla, en einnig tiltölulega stórt „kaldalón" fyrir innan, allt frá Viðidal að Gils- árbotnum. Halli landsins er líka mikill í þessum þrengslum. Þó eru allar líkur til, að dalgolan í Jökulsárhlíð sé saman komin úr mörgum dölum og eigi sér mikið aðrennslissvið, enda bendir Bragi á Surtsstöðum á það, að hún fari vax- andi eftir því sem ferill hennar lengist. Þegar kemur út i Hróarstungu, víkkar farvegur dalgolunnar og hallinn er nú lítill. En móti því kemur, að nú nálgast hún óðum hlýja og létta sjávar- loftið, og 24. febrúar var hitamunurinn um 10—15 stig. Hún steypist því í sjó- inn og ryður frá sér milda loftinu. Skemmsta undankomuleið þess er upp á við, stundum ekki nema fáir metrar eða tugir metra, og ]>aðan breiðist það til allra átta, einnig inn yfir landið. Dalgolan er sterkust á morgnana, og hún er andstæða hafgolunnar, sem leit- ar af köldu hafi inn yfir sólliitað land á sumardegi. Einna þekktust er dalgolan á strönd Istríu og Dalmatíu við Adríahaf. Hún er þar kölluð bóra (boreas = norðanvindur). Getur liún náð 9—11 vindstigum og er þá sannarlega ekki gola lengur. Ekki er vægari dalgolan við norðausturströnd Svartahafs. Þarna hagar svo til, að fjallgarður við ströndina, 500—600 m hár, skilur kalda hásléttu frá hlýju hafi, og út um fjallaskörðin brýzt kalda loftið og fossar niður hlíð- arnar. Að vísu hlýnar það við fallið, um 1 stig á 100 m hæðarmun, en móti því kemur hinn mikli kuldi á hásléttunni, sem oft er 15 stigum meiri en við ströndina. í veðurlagi eins og því, sem var 24. febr. s. 1. gætir dalgolunnar nokkuð í öll- um héruðum íslands. Þá var t. d. SV-átt í Jökuldal, norðlæg átt á Kirkjubæjar- klaustri, austlæg í Síðumúla, en suðlæg á Nautabúi í Skagafirði, alls staðar streymdi loftið í áttina til sjávar. En þar sem sérstakar aðstæður eru, nær dal- golan óvenjulegum styrkleika. Væri gaman að heyra frá þeim lesendum Veðurs, sem geta sagt frá slíkum dalgoluslóðum. Pdll Dergþórsson. 17

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.