Veðrið - 01.04.1958, Qupperneq 20

Veðrið - 01.04.1958, Qupperneq 20
GEIR ÓLAFSSON deildarstjóri: Loftskeytasamband Veðurstofu íslands Árið 1925 byrjaði fyrsti loftskeytamaðurinn að vinna á Veðurstofunni við móttöku erlendra veðurfregna og önnur störf, en ári síðar bættist annar við. Frá 1939 til 1945 voru engin veðurskeyti send út af hernaðarástæðum, en í stríðslok hófst útsending aftur með svipuðum hætti og áður. En brátt jókst þetta svo, að um sumarið 1946 voru loftskeytamenn veðurstofunnar orðnir 8. Hélzt sú tala óbreytt til 1952, að veðurstofan á Kefla- víkurflugvelli tók til starfa og loftskeyta- mönnum var íjölgað upp í 15, þannig að 3 menn voru á verði í einu. Nokkru síðar er hinni ýmsu starfsemi Veðurstofunnar var skipt í deildir, var stofnuð Loftskeytadeild Veðurstofunnar, sem annast skyldi móttöku erlendra veð- urfregna fyrir veðurstofurnar í Reykja- vík og á Keflavíkurflugvelli. Er deildin til húsa í Flugturninum á Reykjavíkurflug- velli, á sama stað og Veðurdeild. Alþjóða- flugmálastofnunin greiðir i/6 hluta aí kostnaðinum. Helztu söfnunarstöðvar, sem erlend veð- urskeyti eru tekin frá, eru: Angmagssalik, London, París, Frankfurt og New York. Allar þessar stöðvar senda almenn veður- skeyti á 3 klst. fresti og háloftaveðurskeyti á 6 og 12 klst. fresti. Meðalmóttaka á sólarhring er um 25000 orð. Eru loftskeytin tekin eftir heyrn og skrifuð niður, ýmist á fjarritvélar, sem skrifa samtímis á vinnustað og á veðurstofunni á Kefla- víkurflugvelli, eða tekin á vélar, sem gata pappírsræmu, sem svo er látin renna um fjarritvélasendi, sem skrifar á báðum veðurstofunum í einu, enda eru skeytin notuð samtímis á veðurstofununt í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Sparar þessi móttökuaðferð mikla vinnu. Skeytin eru svo færð inn á veðurkort eða unnið úr þeim á annan hátt. Fæst þannig þétt net veðurathugana frá Norður-Ameríku, Norður-Atlantshafi og Evrópu. Síðan 1956 hefur móttaka veðurfregna frá Ame- ríku verið sjálfvirk fjarritvélamóttaka, sem farið hefur fram í Gufunesi, en skrifast á fjarritvél Loftskeytadeildarinnar á Reykjavíkurflugvelli, en frá deildinni eru skeytin send til veðurstofunnar á Keflavíkurflugvelli. Þegar þessi móttaka bregzt, sem oft kemur fyrir, er hún tekin með loftskeytum í Loftskeytadeild, frá franskri endurvarpsstöð. 11 loftskeytamenn vinna nú við Loftskeytadeildina, ýmist 2 eða 3 á verði í einu. Að unnt er að komast af með færri menn nú en áður, er vegna breyttra at- Geir Ólafsson. 18

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.