Veðrið - 01.04.1958, Side 26

Veðrið - 01.04.1958, Side 26
BORGÞÓR H. JÓNSSON veðurfrceðingur: Flugveðurspár Á fáum sviðum er alþjóðasamvinna jafn ágæt og á sviði veðurþjónustu og þá sérstaklega á sviði flugveðurþjónustunnar. Ríki austurs og vesturs skiptast á veður- athugunum, veðurspám o. s. frv., án þess að hið svonefnda kalda strið hafi haft nokkur áhrif þar á. Nærtækt dæmi um slíka samvinnu er það, að íslenzka Veð- urstofan sendir brezkum sjófaröndum veðurspár á ensku fyrir djúpmiðin við fsland þrátt fyrir löndunarbann Breta. Rússar og Bandaríkjamenn skiptast á upplýsingum um veður. Veðurathugunarskipum, sem kostuð eru af alþjóðafé, er haldið úti o. s. frv. Strax eftir síðari heimsstyrjöldina hófst mikil útþensla í farþegaflugi, eins og flestir vita, en þessi útþensla hefði ekki verið möguleg án alþjóðasamvinnu um flugveðurþjónustu. Það er því ekki úr vegi að lýsa hér stuttlega í hverju þessi þjónusta felst, og bezta dæmið um hana eru flugveðurspárnar, sem gerðar eru fyrir hverja einustu flugvél, sem flýgur landa á milli. Bretar og Bandaríkjamenn voru og eru enn helztu forystuþjóðirnar í flug- málunum, en afleiðing þessa varð sú, að enskan er orðin nokkurs konar alþjóða- mál í þessum viðskiptum og flugveðurspárnar eru gerðar á ensku að svo miklu leyti sem alþjóðleg tákn ná ekki að útskýra, hvað við er átt. Enskar einingar, svo sem ensk míla og fet eru notaðar sem lengdareiningar, linútar eru notaðir sem hraðaeining, en Celsíusstig fyrir hitaeiningar. Þarna hefur skapazt leiðin- 24

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.