Veðrið - 01.04.1958, Page 28
2. mynd sýnir háloftaspákort fyrir 6 km hœð. Á því sjást vindátt og vindhraði
(linurnar með örvunum), flugleið (beina linu) og hita- og kuldaskil við yfirborðið
en skýjafar samfara þessum skilum sést á 3. mynd.
Að síðustu kemur flugstjórinn á veðurstofuna og fær lýsingu á veðrinu á
flugleiðinni, vindum á leiðinni og veðri á áfangastað. Sérstaklega er tekið fram,
ef búast má við ísingu, kviku, þrumuveðri eða öðrum slíkum veðurfyrirbærum,
sem ber að varast.
Síðan stíga farþegar og áhöfn um borð og flugið hefst, en veðurfræðingurinn
býr sig undir að taka á móti næstu áhöfn, um leið og hann hefur vakandi auga
á öllum þeim upplýsingum, sem honum berast, því að stundum getur eitthvað
komið í ljós, sem ekki var gert ráð fyrir i flugspánni, og þá verður að senda
skeyti til flugstjórans um þetta atriði. Þessari fluggæzlu lýkur fyrst, þegar flug-
vélin er komin út úr fluggæzlusvæði viðkomandi veðurstofu, en þá tekur annar
veðurfræðingur á annari veðurstofu við fluggæzlunni, og henni lýkur, þegar
flugvélin er lent á áfangastað.
26