Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 30

Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 30
Frásögn úr bréfi Herra Jón Eyþórsson veðurfræðingur! Steinþór bróðir minn mælist til að ég hripi upp handa yður eftirfarandi frá- sögn úr bréfi frá honum til mín, dagsettu 28. janúar 1958: „ . . . En þann 7. desember sá ég fleiri teikn á himni. Skal þessari sýn nú lýst eins og ég skráði hana í dagbók mína þetta kvöld. Laugard. 7. desember. Austangjóstur, heiður x hálofti, en annars skýjakampar, frost 2 til 3 stig. Torfi og nafni minn komu heim í kvöld úr skólanum. Ég fór upp í rafstöð í kvöld kl. 10 mínútur fyrir 6. Ég liorfði niður fyrir mig og gaf umhverfinu engan gaum. Þegar ég var yfir af efsta staurnum í ljósalín- unni, um 50 m frá rafstöðinni, verður allt í einu albjart í kringum mig. Þetta gat líkzt því, að ég stæði í glampa af bílljósi. Varð mér þá litið í austurátt, þang- að sem ég átti von á Torfa syni mínum á bíl sínum austan úr skólanum. Eng- inn bíll var að koma. Lít ég þá til lofts og sé glóandi hnött uppi í hálofti renna inn í skýjaþykkni í nær beina stefnu á há Öræfajökul. Þetta var með svo mik- illi skyndi, að ég gat ekki verulega fest auga á, hvað þessi eldhnöttur var stór. Hann rann inn í skýjaþykknið áður en ég gat áttað mig á því. Þó sá ég, að þetta var allt miklu meira en venjulegt stjörnuhrap, bæði að stærð og birtunni, sem lagði frá því. Ef ég hefði strax horft til lofts, þegar birti í kringum mig, hefði ég séð þetta betur. Þá hefur það verið í heiðríkju, en var að renna út úr henni í þykknið, þegar ég leit upp. Ég hélt áfram í rafstöðina og hagræddi vatninu fyrir ljósin. Þegar ég var kom- inn um 65 metra heimleiðis, kvað við hár brestur x lofti, kvað hátt við hér í klettunum, einkum í Kvennaskála- og Fosstorfutindi, sem tóku hátt undir hljóð- ið. Þetta gat líkzt hörðu reiðarslagi, en var þó sneggra. Engan glampa sá ég þá, og ekki varð vart við þrumuveður hér þetta kvöld, enda loft ekki líkt fyrir það. Þessi druna virtist mér alveg í sömu átt og stefnu, sem eldhnötturinn fór. Hvort hér hefur verið nokkuð samband á nxilli, vil ég ekki getum að leiða. Lík- lega hafa liðið 5 til 6 mínútur frá því ég sá eldhnöttinn og þangað til hljóðið heyrðist. Ég spurði lieimafólk mitt, þegar ég kom heim, hvort það hefði nokkuð séð eða heyrt. Kvað nei við. í sama mund og þetta bar fyrir mig er Torfi sonur minn og Steinþór sonur hans staddir á milli Kálfafells og Leitis (í bíl). Bregður þá birtu yfir bílinn, sem yfirgnæfir birtuna af ljósunum. Vegur er þarna nokkuð varasamur og varð Torfi því að hafa alla gát á stjórn bílsins og gat því ekki gefið því frekar gæt- ur, sem fyrir bar. En Steinþór leit út. Sá hann glóandi eldhnött hverfa niður fyrir vesturfjöllin, í sömu stefnu og ég sá hann. Annars urðu þeir ekki varir. Á sama tíma, eftir klukku, og það gerðist, sem frá hefur verið sagt, var Sigur- geir Jónsson á Fagurhólsmýri í Öræfum staddur á bíl milli Svínafells og Sand- 28

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.