Veðrið - 01.04.1958, Qupperneq 31
fells. Bregður þá svo björtu leiftri yfir bílinn, að {jað yfirtekur bílljósin, en
stóð stutt yfir. Ekkert hljóð heyrði hann, sem tæki yfir hljóðið í bílnum.
Helgi á Fagurhólsmýri var að segja, að ég skyldi skrifa Jóni Eyþórssyni veð-
urfræðingi um þetta. Ekki hefur enn orðið af þessu fyrir mér . . .“
Þorbergur Þórðarson.
Þökk fyrir brófið. Hér mun Steinþór hafa séð vígahnött, því að litlar líkur
voru fyrir þrumuveðri þetta kvöld. Um vígahnetti, loftsteina og urðarmána er
nokkuð ritað í 1. árg. þessa tímarits. — J. Ey.
------------------------------------------------------------------------------
VÍSITÖLUBRÉF
— tryggasta innstæða sem völ er á —
Með útgáfu vísitölutryggða skuldabréfa var í fyrsta sinn
stuðlað að því að kaupendur skuldabréfs yrðu tryggðir gegn
áhættu verðbólgunnar.
Grunnverðmæti hvers 10.000,00 kr. bréfs úr 1. flokki 1955
hefur hækkað um 1.104,00 kr. Auk þess eru bréfin skattfrjáls
og undanþegin framtalsskyldu á samt hátt og sparifé. Hve-
nær sem vísitölubréf verða dregin út á næstu 15 árum fá eig-
endur þeirra endurgreidda sömu upphæð í raunverulegum
verðmætum samkvæmt útreiknaðri vísitölu l'ramfærslukostn-
aðar og þeir láta af hendi er bréfin eru keypt. Vfsitölubréfin
eru til sölu í Reykjavík hjá Landsbankanum, Útvegsbankan-
um og Búnaðarbankanum og verðbréfasalar taka á móti
áskriftum svo og útibú bankanna úti á landi.
SEÐLABANKINN
_________________)
V.
29