Veðrið - 01.04.1969, Page 4
unandi, heldur situr stofnunin einnig í húsnæði, sem aðrar ríkisstofnanir eiga
og þurfa nú sjálfar nauðsynlega á að halda. Loks er svo fyrirsjáanlegt vegna
tækniþróunar, breytinga á alþjóðlegri veðurþjónustu og nýrra en mikilvægra
verkefna, að húsnæðisþörf Veðurstofunnar mun aukast mikið á næstu árum og
málefni hennar komast í algert öngþveiti, ef ekki verður tafarlaust hafizt handa
um byggingarframkvæmdir.
Hafís og liólnandi veðurfar.
Eftir hlýviðrisskeiðið, sem hófst um eða upp úr 1920, hefur þess nú gætt nokkuð
hin síðustu ár, að veðrátta færi fremur kólnandi á íslandi og hafsvæðinu norður
al’ landinu. Rétt er þó að hafa í huga, að sveiflur eru hér yfirleitt miklar á hita-
fari og því ekki um jafna eða skyndilega kólnun að ræða. Einna fyrst mun
kólnunin hafa komið fram í sumarhitanum norðanlands, en allt frá 1950 hafa
flest sumur þar verið kaldari en í meðallagi, ef miðað er við meðaltal áranna
1931 — 1960, svo sem venja er nú að gera.
í kjölfar kólnandi veðráttu hefur hafísinn svo siglt að ströndum landsins og
gert sig þar miklu heimakomnari en um langt árabil. Má segja, að kaflaskipti
yrðu haflsárið 1964—1965, en þá var mikill liafís við ísland, og varð hans vart
einlivers staðar við strendur landsins í nokkuð á fimmta mánuð, Lítill sem
enginn hafís var að vísu á næsta ári, en talsverður hafís var aftur árið 1966—
1967, þótt betur rættist þá úr en á horfðist. Um þverbak keyrði hins vegar isa-
árið 1967—1968, cn þá var meiri hafís hér við land en nokkurt annað ár allt
frá 1888 eða um 80 ára skeið. Hafísinn lagðist þá þélt upp að ströndum Norður-
og Austurlands, og hafísrani barst jafnvel vestur með suðurströndinni allt vestur
undir Núpsvötn. Á hafíssvæðunum urðu miklar truflanir á siglingum og fisk-
veiðum, og siglingaleiðir lokuðust algerlega langtímum saman. Alls varð ein-
hvers liafíss vart við landið í nærri 180 daga, og þar af samfleytt að kalla frá 3.
marz til 25. júlí. Á yfirstandandi hafísári, 1968—1969, liefur svo enn verið tals-
vert mikill ís við landið, og er sýnilegt, að það er nú þegar orðið þriðja mesta
hafísár hér við land frá því að hlýviðrisskeiðið hófst um 1920.
Hér er að sjálfsögðu um mjög alvarlega þróun að ræða, ekki eingöngu vegna
þess tjóns, sem hafísinn getur valdið beinlínis í sambandi við samgöngur og fisk-
veiðar, heldur einnig vegna þeirra miklu og óheppilegu áhrifa, sem ísinn hefur
á loft- og sjávarhita. Hafísinn er nefnilega ekki aðeins afleiðing af helkulda
heimskautanna, heldur veldur hann og sjálfur miklum kulda á yfirráðasvæðum
sínum og í næsta nágrenni þeirra.
Hafísráðsl.ef?ia.
í tilefni af Jtessari ískyggilegu Jnóun var að frumkvæði prófessors Trausta Ein-
arssonar boðað til hafísráðstefnu í Reykjavlk dagana 27. janúar til 7. febrúar
1969. Að ráðstefnunni stóðu fjórir aðilar: Jarðfræðafélag íslands, Jöklarann-
sóknafélag íslands, Sjórannsóknadeild Hafrannsóknastofnunarinnar og Veður-
stofa íslands. Var Jtað mál manna, að ráðstefnan tækist með ágætum, en á
4 — VEÐRIÐ