Veðrið - 01.04.1969, Síða 5
lienni fluttu 23 íslenzkir sérfræðingar 30 erindi um ýmsar liliðar hafísmála.
Ætlunin er, að erindin verði gefin út í bókarformi síðar á þessu ári, og er því
ástæðulaust að geta þeirra hér. En hins má geta, að til orða hefur komið, að
alþjóðleg hafísráðsteliia yrði haldin á íslandi að rúmu ári liðnu, og yrði það
vafalaust til að auka fróðleik og þekkingu um hafísmál.
Veðurfarsbreytingar af mannavöldum.
í framhaldi af því, sem sagt var hér að framan um vaxandi ltafís og kólnandi
veðurfar, er ekki úr vegi að greina í stuttu máli frá hugmyndum P. M. Borisov
og fleiri sovétskra vísindamanna um, hvernig á skömmum tíma mætti eyða hafís
að mestu af norðurhöfum og gerbréyta til hins hetra veðráttu í norðlægum lönd-
um. Er í frásögninni hér á eftir stuðst við enska þýðingu á grein eftir Borisov:
Can we control Ihe arclic climate? En þýðinguna gerði E. R. Hope, og var hún
gefin út í Kanada í maí 1968.
í sem skemmstu máli er hugmynd Borisovs í því fólgin, að byggður verði
risavaxinn stíflugarður yfir Beringssund, sem aðskilur Asíu og Norður-Ameríku,
og afkastamiklar dælur notaðar til að dæla svellköldu en seltulitlu yfirborðs-
vatni ísliafsins suður í Kyrrahaf. Hlýr Atlantshafssjór myndi þá streyma inn í
íshafið og að hyggju Borisovs hita yfirborð þess svo, að ís hyrli af því og veðrátta
nálægra landa tæki stiikkbreytingu til hins betra.
Beringssund er unt 74 km breitt og 59 metra djúpt, þar sem það er dýpst.
Virðist augljóst og ekkert vafamál, að á öld geiml'erða og kjarnorku er l'ram-
kvæmanlegt að byggja þarna nægjanlega traustan stíflugarð og dæla suður yfir
garðinn því óhemju mikla vatnsmagni, sem um er að ræða. Gerir Borisov ráð
fyrir, að stíflugarðurinn verði úr strengjasteypu og áli, og hlutar í hann verði
smíðaðir í flotkví á heppilegum stað við strönd Kyrrahafsins, en síðan dregnir
á sinn endanlega stað. Yfirborð stíflunnar yrði í fyrstu, eða á meðan hætta væri
á hafís, haft skáhallandi til norðurs til þess að forðast skemmdir af völdum íss-
ins. í stað þess að þrýsta skaðlega á stífluna myndu jakar skríða auðveldlega
yfir liana og byltast yfir í Kyrrahaf, þar sem þeir myndu fljótlega bráðna.
Vatnsmagn það, sem dæla þarf yfir stífluna, er að áliti Borisovs 145.000 rúm-
kílómetrar á ári, en með meira magni má þó fá fram meiri veðurfarsbreytingu,
og láta mætti reynsluna skera úr um, hvað heppilegast þætti. Hér er um svo
gífurlegt vatnsmagn að ræða, að erfitt kann að vera að átt sig á því. En hafa
má til viðmiðunar, að ísland er rúmlega 100.000 ferkílómetrar að flatarmáli,
og meðalúrkoma á landinu er um 1500 nnn eða 1,5 metrar á ári. Úrkoman, sem
fellur á íslandi á ári hverju, er því um 150 rúmkílómetrar, og lætur nærri að
dæla þurfi 1000 sinnum meira vatnsmagni en allar ár og lækir landsins skila
til sjávar á ári hverju.
En hvaða árangurs væri þá að vænta, ef ráðizt væri í þetta risavaxna fyrir-
tæki?
Þegar á fyrsta ári má gera ráð fyrir, að hagkvæmra áhrifa fari að gæta,
en að þremur árunt liðnum telur Borisov, að hafísinn og hið kalda en seltu-
VHBRIÐ
5