Veðrið - 01.04.1969, Síða 6

Veðrið - 01.04.1969, Síða 6
litla og því létta yfirborðsvatn íshafsins verði að mestu iiorfið og í staðinn kom- inn tiltölulega hlýr Atlantshafssjór. Uppgufun, skýjafar og úrkoma mun þá auk- ast, og orka sú, sem þarf til að dæla sjónum, mun að miklu leyti skila sér í betri nýtingu raforkuvera á norðlægum slóðum. Siglingar um Norður-íshafið verða auðveldar. En mikilvægust verða þó áhrifin á hitastigið. Á norðurskautssvæðinu og mesta kuldasvæði Síbiríu gera Borisov og félagar hans ráð fyrir, að meðal- hitinn í janúarmánuði hækki urn hvorki meira né minna en 30—35° C. Við ísland vrði hinn kaldi Austur-Grænlandsstraumur úr sögunni og meðallofthitinn á landinu í janúar yrði líklega 4 til 9 stig á Celsíus eða svipað og nú er surns staðar við norðanvert Miðjarðarhaf og á sunnanverðu írlandi. Freðmýrarnar i Síbiríu ættu að hverfa og breytast í víðáttumikil kvikfjárræktarlönd, og jafnvel í Sahara telur Borisov, að búast mætli við aukinni úrkomu, sem gæti breytt stórum hluta eyðimerkurinnar í víðfeðmar graslendur. En fylgja jjessari áætlun þá engir ókostir eða áhætta? Jú, ekki verður því neitað, þótt Borisov telji þar ekki um alvarlega ásteytingarsteina að ræða. Fyrst er þá rétt að geta þess, að ekki verður hjá því kornizt, að hinn kaldi íshafssjór valdi kælingu við strendur nyrzta hluta Kyrrahafs, þegar honum verður dælt þangað. Hér er þó að áliti Borisovs um tímabundna erfiðleika að ræða, sem ná hámarki sínu á tveimur árum, og verða þó ekki verri en verstu kuldaköst undanfarinna þrjátíu ára. Að þeiiii loknum ætti upphitun íshafsins að segja til sín og ástandið að batna hratt. Þess er og að gæta, að eingöngu yrði dælt að sumarlagi og kælingin kæmi því á bezta árstíma, og hún myndi fyrst og fremst bitna á þeim tveimur þjóðum, sem breiðust hafa bökin og ásamt Kanadamönn- um eiga mest að vinna við þessar aðgerðir, það er Sovétmönnum og Bandaríkja- mönnum. í öðru lagi er rétt að nefna, að því hefur verið haldið fram, að framkvæmdir scm þessar gætu valdið miklum vandræðum vegna bráðnunar jökla Grænlands og Suðurskautslandsins og yfirborðshækkunar sjávar, sem af myndi leiða. Borisov telur þó frumútreikninga sýna, að jafnvel 12—14° C hækkun á yfirborðshita Norður-íshafsins og stranda Síbiríu og Alaska myndi ekki valda neinum óstöðug- leika í hinni gífurlegu ísbreiðu Suðurskautslandsins, og bráðnun jökla Græn- lands myndi ekki leiða til örari hækkunar sjávar en í mesta lagi tveggja milli- metra á ári eða sem svarar 10 cni á næstu 50 árum, og ætti því ekki að vera um alvarlegt vandamál að ræða. í þriðja lagi má drepa á, að eyðing sífrerans úr jarðlögum Síbiríu getur sums staðar valdið talsverðum erfiðleikunt og gert nauðsynlegt að styrkja sérstaklega undirstöður ýmissa mannvirkja. Að lokum er rétt að taka það fram, að það er álit hinna sovétsku visinda- manna, að umfangsmiklar rannsóknir og samvinna fjölmargra sérfræðinga á alþjóða vettvangi sé nauðsynleg forsenda jjess, að unnt sé að taka ákvörðun um svo örlagaríkar framkvæmdir, sem ekki myndu aðeins, ef skoðanir jjeirra reynast réttar, breyta veðurfari, heldur einnig hafa í för með sér stórkostlega byltingu í gróðurfari, dýralífi og jafnvel atvinnuháttum norðlægra lancla. Flosi Hrajn Sigurðsson. 6 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.