Veðrið - 01.04.1969, Page 7
ÓLAFUR EINAR ÓLAFSSON veðurfrecðingiir:
Þrumuveður
Á sólríkum sumardegi ber driihvita skýjahnoðra iyrir sól öðru hverju unr há-
degisljiiið. Brátt fara þeir að teygja upp kollinn, við sjáum jafnvel, hvernig
þeir bylta sér og velta, hærra og hærra, og um nónbilið líkist toppurinn einna
helzt blómkálshöfði, og mi kemur engum á óvart, þótt innan skamms geri helli-
dembu. Og ef við erum svo heppin að lenda ekki í miðri skúrinni, heldur
getum virt fyrir okkur skýið úr fjarlægð, sjáum við, hvar fíngerðir klósigar teygja
sig út til hliðanna og toppurinn tekur á sig steðjalöngun. En hitaskúrinni er
misjafnlega vel tekið, eftir því hvort um er að ræða ferðalang i rykmekki ís-
lenzkra þjóðvega eða bónda með töðuvöllinn þakinn hálfþurru lieyi.
Oftast ber ekkert frekar til tíðinda, skúrin stendur sjaldnast lengur en 5—10
mínútur, og við njótum á ný hins marglofaða íslenzka himinbláma.
Þetta fyrirbæri er það, sem í veðurspám er kallað síðdegisskúrir, fjallaskúrir
eða hitaskúrir.
En síðdegisskúrirnar eru ekki alltaf svo hógværar, að draga sig hljóðalaust í
hlé eltir fáeinar mínútur.
Þriðjudaginn 9. júlí 1960 tilkynntu 17 veðurathugunarstöðvar á Suðvestur-
landi skúraveður samfara þrumum og eldingum, og þann dag splundraði elding
ílaggstönginni á Þingvöllum. Og skemmst er að minnast þriðjudagsins 9. júlí
1968, en þá bárust fregnir af þrumuskúrum víðs vegar að úr uppsveitum Árness-
og Rangárvallasýslna.
Veðurspáin að morgni J). 9. liljóðaði stutt og laggott: „Hægviðri, skúrir síð-
degis.“
Framan af degi var vindur hægur um land allt, en um kl. 15.00 var hafgolan
orðin að kalda við sunnanverðan Faxaflóa. Á Eyrarbakka var SV-kaldi og 12
stiga liiti á hádegi, en í uppsveitunum var hitinn farinn að nálgast 20 stig og
logn var á. Þannig er gangur málanna á góðviðrisdegi suðvestanlands, „hita-
lægð“ fyrir austan fjall, skúraleiðingar síðdegis, og þegar þrumur og eldingar
fylgja, segja nienn: „Það gerir hitinn," og þar með er málið leyst, a. m. k. ef
spyrjandinn er þriggja ára snáði, sem vill fá skýringu á þessum látum í veðrinu.
En ef við flettum veðurkortunum fyrir júlímánuð 1968, kemur í ljós, að dagana
5. og 14. liefur verið enn hlýrra í veðri á þessurn slóðum (víða yfir 20 stig) og
hitalægðin á sínum stað, en nú bregður svo við, að varla kemur dropi úr lofti.
Sá grunur lilýtur því að vakna hjá athugulum náttúruskoðara, að það sé ekki
hitinn einn, sem ræður, livernig þróunin verður, þótt aðstæður virðist svipaðar
hverju sinni. Og ef við viljum reyna að komast að því, hvað olli þessum mis-
munandi viðbrögðum náttúrunnar Jressa umræddu daga, 5., 9. og 14. júlí, verð-
um við að fylgjast með Jjeim breytingum, sem áttu sér stað á lofti því, sem
var næst jörðu, t. d. á Rangárvöllum, hvern þessara daga. Einnig höfum við til
VEÐRIÐ -- 7