Veðrið - 01.04.1969, Blaðsíða 8
hliðsjónar háloftaathugun, sent gerð var kl. 12 á hádegi þessa daga. Hún gefur
okkur hugmynd um, hvernig háttaði til með hita og raka, þegar ofar dró í
andrúmsloftinu. Og eins og svo oft á sér stað í veðurfræðinni, gerum við við-
fangsefnið einfaldara, tökum til athugunar afdrif loftbólu, sem lónar yfir heit-
um sandinum. Þegar sólin hefur liitað upp sandinn og þar með ioftið, sem er
í snertingu við hann, tekur loftbólan að stíga. Eftir því sent ofar dregur kemur
hún undir minni þrýsting og þenst út við það. En við það að þenjast út kólnar
hún um 1 stig við hverja 100 m, sem hún hækkar. Brátt rekur að því að liún
hel'ur kólnað svo mikið, að rakinn, sem 1 lienni er, þéttist, og dropar fara að
myndast. Við mettunina leysist varmi úr læðingi, og kólnar loftbólan nú ekki
eins ört eða um l/2° á hverja 100 m.
Þegar hingað er komið, er það mikið undir loftinu umhverfis komið, hvað um
loftbóluna verður.
Þann 5. var ástand loftsins þannig, að þegar bólan var komin í 1500 m hæð,
var vatnseimur hennar ekki larinn að þéttast, en þá rakst hún á loltlag, sent
var mun hlýrra en hún sjálf og auk þess mjög þurrt. Hún komst því ekki
lengra af sjálfsdáðum, og þar sem rakinn hafði ekki náð að þéttast, mynduðust
engir dropar og þar af leiðandi engin ský.
Athugum svo sunnudaginn 14. júlí. Þann dag var loftbólan 20 stiga heit,
þegar hún fór að stíga, og í 1000 m hæð fóru dropar að myndast, og var þá
hitinn kontinn niður í 10 stig. En nú var loftið umhverfis 6 stig, svo að góð-
viðrisbólstrinn, sem bólan okkar lagði til efnið í, gat haldið áfram að teygja
sig hærra og hærra, og hitamunurinn milli hans og loftsins umhverfis varð
heldur meiri, eftir því sem olar dró, unz komið var í 3.5 km hæð. Þá hætti
loftið umhverfis að kólna eins ört, og í 4 km hæð var loftbólan og loítið um-
hverfis búin að ná sama hitastigi, sem í þessu tilfelli var 4 stiga frost. En nú er
för bólunnar lokið, jafnvægi er náð og myndarlegur bólstri myndaður, sem
skilaði nokkrum dropum til jarðar, dropum, sem voru orðnir svo stórir, að
þeir héldust ekki svífandi af eigin rammleik, og svo kann að vera, að þeir hafi
rekizt á stöku ísnálar, sem mynduðust fyrir ofan frostmarkið. Víst er um það,
að smáskúrir gerði ofarlega á Rangárvöllum þennan dag.
Loks skulum við athuga, hvað gerðist 9. júlí s.l.
Nú er Ioftbólan mettuð í 800 m hæð og er þá 2 stigum hlýrri en loftið um-
hverfis, sem kólnar um 1° á hverja 100 m, sem ofar dregur, en bólan okkar
kólnar aðeins um 0.5t við hverja 100 m, sem hún hækkar. Þar sem nægur raki
er fyrir liendi, heldur skýjabólstrinn áfram að teygja sig hærra og hærra, allar
götur upp í 9 krn hæð, en þá er hann orðinn að skuggalegum skúraflóka, sem
formyrkvar loftið. Lengra vex hann ekki upp á við, því að nú er loftið um-
hverfis hætt að kólna og veðrahvörfin taka við. En þessi skúraflóki er ekki eins
hógvær og aðrir hans líkar, sem myndast í lofti á heitum sumardegi. Hann
sendir hellidembur til jarðar, og þar að auki á hann j>að til að hreyta úr sér
hagléljum og innbyrðis logar allt í neistaflugi með braki og brestum.
Gangur málanna í „skikkanlegu" skúraskýi er sá, að loftið stígur upp, rakinn
þéttist, dropar myndast, og jiegar ]>cir eru orðnir svo stórir, að uppstreymið
8 — VEÐRIÐ