Veðrið - 01.04.1969, Qupperneq 9
ber þá ckki, er ekki annað fyrir liendi en i'alla til jarðar. Þetta er raunar nokk-
uð einföld mynd af því, sent á sér stað. En livað er það svo, sem gerir þrumu-
skýið frábrugðið venjulegu skúraskýi? Margt af því, sem gerist í þrumuskýi, er
mönnum ekki fullljóst ennþá, og ýrnsar kenningar í umferð varðandi það elni.
A árunum 1946—47 gerðu Bandaríkjamenn stórátak í því að rannsaka þrumu-
skýin, eðli þeirra og orsakir. Enda valda þrumuveður milljónatjóni þar i landi
á ári hverju, og talið er, að einn maður farist á degi hverjum til jafnaðar af
völdum þrumuveðurs. Fjölmargar veðurathugunarstöðvar, radarstöðvar og sérstak-
lega útbúnar flugvélar rannsökuðu skýin í allt að því minnstu smáatriðum.
Ef við skyggnumst inn í þrumuský, fer ekki á milli mála að uppstreymið er
lífæð þess, og hér er ekki um neina gjólu að ræða, — lóðrétt fárviðri, ef svo má
að orði komast, — hraðinn hefur mælzt 30 m/sek. Straumur þessi er ekki sér-
lega stór um sig — mætti jafnvel líkja honum við myndarlegan reykháf. Hlýtt
og rakt loft streymir upp, eimurinn þéttist, regndropar myndast og síðan ís-
krystallar, sem stækka ört og taka að falla, en uppstreymið þrífur þá mcð sér
upp og niður, hvað eftir annað. Þeir stækka ört í sambýlinu við undirkælda
regndropa í rakamettuðu loftinu. Loks taka þeir að falla lyrir alvöru, gjarnan
í útjaðri skýsins, og kæla um leið loftið umhverfis, sem einnig fer að síga
niður á við (undan sínum eigin þunga). Og nú kastar Þór hamri sinum til
jarðar, elding leiftrar og Þórdrunúr þjóta um loftið, og innan stundar skellur á
hellidemba eða haglél, og napur fallvindurinn er jafnvel hressandi eftir logn-
molluna, sem á undan fór. En þrumurnar deyja smám saman út, Þór lieldur
áfram ferð sinni um himinhvolfið, vagnskröltið verður sem þungar drunur í
fjarska — eða svo sögðu forfeður vorir, og létu sér nægja þá skýringu á orsökum
þrumuveðursins.
Það var fyrst Benjamín Franklín, sem uppi var á árunum 1706—1790, sem
kom með skýringu á fyrirbærinu, sem nær stóð raunveruleikanum en sú, sem
goðsögnin geymir. Hann komst að raun um, að eldingin er raffræðilegt fyrir-
bæri, og færði sönnur á tilveru rafsviðs í andrúmsloftinu og að eldingin er í
rauninni ekki annað en risastór neisti, sem leitast við að jafna út spennumis-
mun, sem á sér stað hverju sinni. Á heiðríkum degi umlykur jörðina rafsvið,
þar sem spennan er að jafnaði nokkur hundruð volt pr. metra. Þetta getum
við sannfært okkur eftirminnilega um með því að láta belg svífa upp í loftið
með málmþræði, sem ekki er jarðtengdur.
I þeim darraðardansi, sem á sér stað í þrumuskýi, verða auðveldlega mismun-
andi svæði í skýinu hlaðin andstæðu rafmagni. Menn eru að vísu ekki á eitt
sáttir með það, hvernig þessi rafsvið myndast, en í meginatriðum ber hinum
ýmsu kenningum saman.
Þegar ískrystallar í cfri hluta skýsins rekast á, leiðir það til þess að loftið
verður lilaðið jákvæðu rafmagni, en ísinn neikvæðu. ískrystallarnir falla sfðan
niður á við, og verður þannig efri hluti skýsins hlaðinn jákvæðu rafmagni, en
neðri hlutinn neikvæðu.
í neðsta hluta skýsins, þar sem stórir regndropar eru á niðurleið, tætast þeir
í sundur vegna loftmótstöðunnar og fá stærstu droparnir jákvæða hleðslu, en
VEÐRIÐ — 9