Veðrið - 01.04.1969, Side 10
-40° C > —v-. " ^ ^ 'is 8000 m
-25° ■ VV' Vrf:- \ 6000
-10° f á vato oq ís C'"'- / i.‘ i' t 4000
2° V -/ i \ f \ oc r ■>1 ; 1 0C 2000
20° C vatn
I. mynd. Þversnið af þrumuskýi.
þeir minni, sem hægar falla, verða neikvæðir. Þannig berst jákvæð lileðsla niður
á við i skýinu. Að lokum getur jákvætt og neikvætt rafmagn verið dreift um
skýið eins og teiknarinn hugsar sér á mynd 1.
Þannig skapast spenna milli hinna ýmsu liluta skýsins, eins og áður segir,
milli skýsins og annarra skýja og loks milli skýsins og jarðar.
Andréimsloftið er slæmur leiðari, og er talið, að spennan milli skýs og jarðar
þurfi að fara yfir 3 milljón volt pr. metra, svo að eldingu slái á milli. En í
skýinu sjálfu, þar sem loftið er þynnra og mikill fjöldi vatnsdropa, er talið, að
fari spennan yfir 1 milljón volt pr. metra, slái eldingu á milli. En þegar elding
er búin að ryðja brautina, þurfi mun veikara svið eða 10 þúsund volt pr. metra.
Elding, sem teygir sig 2 km, þarf' því um 20 milljón volta spennu.
Ferill eldingarinnar hefur á síðari árum verið rannsakaður með sérstakri
kvikmyndatækni, Jtar sem frarn kemur hreyfing, sem á sér stað á milljónasta
hluta úr sekúndu.
Svo virðist sem fiestar eldingar eigi sér stað í neðsta hluta skýsins — cf til
vill J>ar sem hitinn er nálægt frostmarki — og er trédegt, að úrkoma í föstu
formi (snjór eða hagl) kveiki fyrsta neista eldingarinnar. Og einkennandi er
J)að, að eftir fyrsta leiftrið skellur oftast á hellidemba eða haglél.
Langflestum eldingum slær ntilli svæða i sama skýinu eða milli einstakra
skýja, og eru Jtær ekki nærri eins kröftugar og Jjær, sent leggja leið sína til
10
VEÐRIÐ