Veðrið - 01.04.1969, Page 11

Veðrið - 01.04.1969, Page 11
jarðar. Lýsa eldingar oft upjj skýin að næturlagi án þess að þrumur lieyrist, rosaljós eða snæljós. En þegar eldingu slær til jarðar, ganga hlutirnir ekki eins hljóðlega fyrir sig. Húu byrjar með því, að straumur brýzt í átt til jarðar, en nær gjarnan ekki nema tiltölulega stutt í fyrstu lotu — þetta er eins konar brautryðjandi. Þegar svo brautin er rudd, brýzt fram sterkari straumur, sent einatt hefur örlítið breytta stefnu þannig, að brautin verður í krákustígum tii jarðar. Þessa tröppu- gangs verður ekki vart, þegar samband er komið á og rafmagn streymir fram og aftur milli skýs og jarðar nteð ofsahraða. Straumurinn, sem ruddi brautina, fór ekki „nema“ með um 150 km/sek. að meðaltali á leið sinni niður, en þegar allt er komið í gang, er hraðinn orðinn allt að 50.000 krn/sek. í rauninni er um margar eldingar að ræða, sem nota sömu „brautina", hver þeirra stendur í um það bil 1/1000 sek., en koma okkur fyrir sjónir eins og ein ekling, sem stendur í 1—2 sekúndur. Straumstyrkleikinn í eldingu er frá um 1000 til 20.000 amper og allt upp í 100.000 amper. En þó að þetta séu háar tölur, er hæpið að nýting raforku eld- ingarinnar verði arðbært íyrirtæki, — ln'm varir svo stutta stund, að kílówatt- stundirnar yrðu ekki svo margar. En hvað um Þórdunurnar, skröltið í vegni Þórs, þcgar hann þeysli um hintin- livolfið? Orðið skrugga heyrist æ sjaldnar nú orðið, nema þá í samsetningum á borð við skruggu-kena o. ]). u. 1. Eins og áður segir er eldingin neisti, sem brýzt gegnum andrúmsloftið. Hitinn, sent myndast þegar agnir andrúmsloftsins verða glóandi, er af stærðargráðunni 30.000 stig C. Þessi snögga og mikla upphitun loftsins veldur Jjví, að það þenst út eins og á sér stað við venjulega sprengingu og hljóðbylgjur myndast og berast í allar áttir. Slái eldingu niður í lítilli fjarlægð (50—100 m), er þruman líkust snöggum bresti, eins og þegar viðarplanki hrekkur í sundur, en því lengra sem eldingin er í burtu, því dimmari og ógreinilegri verður þrumugnýrinn. Ástæðan til þess, að okkur lieyrast „Þórdunur þjóta" um loftið, er sú, að liljóð- bylgjur — sem berast með liðlega 300 m hraða á sekúndu — frá mismunandi stöðum á braut eldingarinnar ná ekki eyrum okkar jafnsnemma, eins og sýnt er á mynd 2. Einnig er jafnan urn bergmál frá fjöllum og skýjum að ræða. í veðurfræðinni er gerður greinarmunur á þrumuveðrum eftir ]jví, við hvaða /2 sek ^ ^ sek \ 4 sek 2. mynd. Hljóðbylgjur frá mismunandi fjarlœgum stöðum berast eyranu (i B) eftir mislangán tíma og valda þvi að Þórdunur þjóta um loftið. — 1 1 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.