Veðrið - 01.04.1969, Síða 12

Veðrið - 01.04.1969, Síða 12
aðstæður þau verða til. Algengust eru svokölluð loftmassa-þrumuveður og svo kuldaskila-þrumuveður. Loftmassa-þrumuveðri er lítillega lýst hér að framan, þ. e. rakt loft lilýnar við jörð og stígur upp á við í Iofti, senr er í óstöðugu jafnvægi. Petta er ein helzta orsök fyrir þrumuveðrum á sumrin sunnan lands a. m. k. Annars konar loft- massa-þrumuveður á sér stað hér á landi, einkum að vetrarlagi. Er þar um að ræða kalt loft, sem mótazt hefur yfir snæbreiðum Norður-Kanada, en berst síðan suðaustur yfir hlýjan sjó Atlantshafsins, þar sem himinháir skúraflókar myndast. Klakkar þessir koma síðan hingað í kjölfar lægða, sem leið eiga norðaustur Grænlandshaf. Meira en helmingur allra janúar-þrumuveðra síðustu tíu árin áttu sér stað í útsynningsklökkum af þessum toga, svo og í kuldaskilum þeim, sem ryðja þeim braut hingað norður á bóginn. Ein er sú orsök þrumuveðra, sem hér gætir umfram aðra staði, í næsta ná- grenni a. m. k., en það eru eldgosin. 1 þeim tíu árgöngum Veðráttunnar, sem ég fletti í gegnum, er getið um tvö eldgos. Er ekki ólíklegt, að Surtur eigi drjúga aðild að þeim fjölda þrumuveðra, sem Stórhöfði getur um (sjá 4. mynd). Hins vegar er Askja svo langt frá veðurathugunarstöðvum, að skruggur þær, sem hún olli, náðu ekki að komast í bækur veðurathugunarmanna. Fjöldi daga, þegar þrumur heyrðusl d einni eða jleirurn veðurathugunarslöðvum á öllu landinu á árunum 1959—1968. Ár. / Mán. Jan. Febr. Marz Apr. Maí Júní Júlí Ág- Sept. Okt. Nóv. Des. Ár 1959 .... 1 7 3 1 3 1 2 2 20 1960 .... 3 1 I 2 4 7 1 2 5 26 1961 .... 5 1 5 (M 1 2 3 2 1 24 1962 .... 11 6 6 1 3 1 3 31 1963 .... 3 1 l 3 2 1 3 3 4 21 1964 .... 12 4 2 1 3 1 2 1 2 28 1965 .... 4 1 2 2 1 1 3 1 15 1966 .... 2 2 1 1 6 3 2 6 23 1967 .... 5 9 4 2 1 2 3 26 1968 .... 5 1 3 1 1 1 3 3 1 19 Samtals . . 51 31 18 8 5 20 23 13 10 10 19 25 Þrumudagur er sá dagur talinn, ef þrumur — ein eða fleiri— heyrast einhvern tíma á tímabilinu 00.00—24.00 GMT. El þrumuveður byrjar fyrir miðnætti og endar eftir miðnætti, eru það taldir tveir þrumudagar. Hins vegar er það ekki talinn Jjrumudagur, Jrótt leiftur sjáist, en engar þrumur heyrast. Þessi skilgrein- ing á þrumudegi segir ekkert um Jiað, hversu kröftugt eða langvarandi þrumu- veðrið er. Þess ber og að geta í sambandi við Jjessa lauslegu athugun á Jrrumu- 1 2 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.