Veðrið - 01.04.1969, Qupperneq 16

Veðrið - 01.04.1969, Qupperneq 16
JÓNAS JAKOBSSON: Lofthiti yfir Reykjanesskaga AS þessu sinni eru hér sýnd hitaritin frá vetrinum 1968—1969. Hans mun verða minnst fyrir frosthörkur, en jafnframt fyrir það, hve snjólétt hefur verið, einkum á Suðurlandi. Ekki voru þó samfelldar frosthörkur, heldur skiptust á hlýindakaflar og mikil kuldaköst. Annað sérkennilegt við þennan vetur er, hve kólnun með hæð er óvenju lítil, aðeins 4.8 stig á kílómetra til jafnaðar, þar sem vetrarmeðaltal áranna 1954—1963 er 5.5 stig á krn. Enda er það svo, að í tveggja kílómetra liæð var 0.4 stigum hlýrra en vetrarmeðaltalið, þó að við jörð væri einu stigi kaldara en það. Orsökin fyrir þessu ástandi mun vera af tvennum toga. í fyrsta lagi hefur hafísinn, sem lá skammt undan norðurströndinni, valdið jjví, að loft úr þeirri átt hefur ekki náð að hlýna neðst. í öðru lagi hefur lítið verið um útsynning með skúra- og éljaveðri, sem er samfara lofti af mjög köldurn uppruna og hlýnar neðst á leið að landinu, heldur hafa suðlægu vind- arnir flutt að tiltölulega hlýtt loft, sem hefur kólnað fremur en liitt í neðsta laginu síðasta spölinn. í október var meðalhitinn 1.8 stigum undir meðallagi við jörð, en 0.6 stigum hærri en það í tveggja kílómetra liæð. Austan- og norðaustanvindar voru nærri einráðir í mánuðinum. Hinn lági liiti neðst er vegna jress, að loftið næst jiirðu er komið skemmstu leið frá svölu hafinu austur og norðaustur af landinu. Ofar kemst loftið ekki í snertingu við undirlagið, enda er vindstaðan jjar ekki eins norðlæg. Upp úr fyrstu vikunni er tveggja daga kuldakast og annað tvo síðustu daga mánaðarins. Þá berst að loft úr hánorðri. Að öðru leyti eru hitasveiflur fremur litlar. Hlýjasti kaflinn kom í seinni liluta Jrriðju vikunnar, en jjá var vindur suðaustanstæður. Nóvemberhitinn var um tveim stigum hærri en í meðallagi, bæði við jörð og ofar. Erostmarkið lá í 980 nietra hæð, eða svipað og er í október að jafnaði. Kuldakastinu, sem hófst fyrir mánaðamótin, slotaði þann 4. Þá tók við rúmlega hálfs mánaðar hlýindakafli. Allan þann tíma var mikið lægðarsvæði suðvestur í liafi og beindi liingað norður mjög hlýju lofti langt að sunnan og suðaustan. Mikil úrkoma fylgdi og leysing. Munu mönnum vera minnisstæð öll flóðin og aurskriðurnar á Austurlandi rétl fyrir og um miðjan mánuðinn. Hlýjustu dag- arnir komu |jó liinn 16. og 17. Þá var hér á ferðinni loft, sem komið var skemmstu leið lrá hafinu rnilli Spánar og Azoreyja. Hinn Tl. gekk vindur í suðv'estrið og sló á hlýindin. Upp úr því gekk í norðaustrið og kólnaði, þó að ekki gerði hörkur. Síðustu [jrjá daga mánaðarins var suðlæg átt og hlýnaði á ný, [jvi að liáþrýstisvæði myndaðist austur af landinu milli Noregs og íslands. Hitinn í desember var rétt ofan við meðallag næst j/irðu, en í tveggja kíló- metra hæð var hann tveim stigum hærri en meðallagið lrá árunum 1954-1963. Háþrýstisvæðið, sem myndaðist austur af landinu fyrir mánaðamótin, þokaðist 1 6 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.