Veðrið - 01.04.1969, Síða 20
ekki alltaf í samræmi hvort við annað, því að frostkaflar skerða ekki þær hlákur,
sem komnar eru eða síðar kynnu að koma.
Hlákur árið 1968. Gráðudngar.
J F M A M .1 J A S O N D
Við jörð 46 40 60 102 177 267 354 321 295 121 162 89
500 m 15 15 31 59 84 160 247 213 204 73 104 57
1000 m 4 5 14 17 26 62 174 137 116 28 39 25
1500 m 0 1 3 2 6 16 121 89 48 11 9 4
2000 m - 0 1 1 1 4 63 53 20 6 2 0
KNÚrUH KNUDSEN:
Haustið og veturinn 1968—1969
Október. Austan og norðaustanátt var nær einráð í mánuðinum. Sést það
greinilega á liitanum. Hann var talsvert undir meðallagi syðra og norðan lands
líkastur því, sem gera má ráð fyrir í desember.
A Akureyri hefur ekki verið kaldara í okótber síðan 1926. Framan af var
nyrðra mikill snjór, ófærð og liaglaust. Um miðbik mánaðarins tók þar víða snjó
að mestu í byggð. A Norðausturlandi var þó talsverður snjór á jörðu og mjög
erfið tíð allan mánuðinn. Á Austfjörðum var einnig óhagstætt veðurlag. Þar
skiptust á rigning, snjókoma og frost, og oft fylgdi talsverður þræsingur. Á Suð-
austurlandi var vætusamt og einnig hvasst með köflum, en snjór sást þar varla.
Á svæðinu frá Suðvesturlandi var talið hagstætt tíðarfar, kalt að vísu, en þó
talsvert sólskin.
Nóvember. Fyrstu 4 dagana var norðan átt og frostið með Jíví mesta sem
gerist á Jressum árstíma. Komst Jjað víða yfir 15 stig um norðanvert landið.
I lok Jiessa kuldakasts setti niður óhemju snjó á Norður- og Norðausturlandi.
Mældist jafnfallinn snjór víða yfir 40 cm. Þá brá til sunnan áttar með miklum
lilýindum og hvarf nær öll Jressi fönn á 1—2 dögum.
Ekki gerðist Jrað Jjó alveg hávaðalaust austur á Héraði, Jrví að Jjar stórrigndi
jafnframt. Fór allt á flot og sums staðar féllu skriður á vegi og tún. Þann 5.
fórst Þráinn NK 70 með 10 mönnum í austan stormi skammt austur af Vest-
mannaeyjum.
Tók nú við suðlæg átt með miklum lilýindum og stóð í nærri Jjrjár vikur.
Nyrðra var úrkomulítið, hægviðrasamt og oft yfir 10 stiga hiti.
Á Austfjörðum og Suðurlandi var næðingssamt og vætutíð. Þann 12. og 13.
var aftur mikið úrfelli á Austfjörðum og Héraði. Urðu Jjar enn vegaskemmdir
af flóðum og skriðum, sem nú féllu einnig á íbúðarhús. Vestan lands var í
Jjessar Jrrjár hlýju vikur einhver væta flesta daga, en góð veður. Þann 23. hófst
4 daga norðan smáhret, en svo lilýnaði aftur.
20 — VEÐRIÐ