Veðrið - 01.04.1969, Qupperneq 21

Veðrið - 01.04.1969, Qupperneq 21
í heild var nóvember mjög Jilýr og alls staðar var afbragðs tíð fyrir bændur. Norðan lands voru og einmuna gæftir. Desember var hlýr fram undir miðjan mánuð. Þá var rlkjandi hæglát suðlæg átt. Nokkuð vætusamt var á sunnan- og vestanverðu landinu, en mjög úrkomu- lítið norðaustan til. Var ágætis tíð um allt land. Þann J3. frysti urn norðanvert landið, er lægð fór þar um á leið sinni norð- austur. Smám saman kólnaði einnig syðra og þann 17. var komið frost um allt land. Þessi kuldakafli stóð til 28., oft með 10—15 stiga frosti. Var éljagangur nyrðra í fyrstu, en bjart syðra, og yfirleitt 5—7 vindstig. Þá lægði og um hátíð- arnar var alls staðar stillt og gott veður, jafnvel sólskin. Síðustu dagana var áttin breytileg og jafnframt hlýnandi. Endaði árið með vel hlýjum suðvestan kalda. í heild var hagstætt tíðarfar í desember. Janúar. Þá skiptust á nokkuð jafnt mild austlæg átt og norðan átt með miklu frosti. Kuldakaflarnir voru þrír. Fyrst 3. til 8., síðan 12. til 17. og að lokum kólnaði rækilega síðustu dagana. Oft var hvasst, og hlutust af nokkrir skaðar. Þó að tals- vert snjóaði norðan lands, var í lieild snjólétt. Festi snjóinn lítt vegna vinda. Var því víðast allgóð beit og sömuleiðis færð. Sunnan og vestan lands fylgdi þurrviðri norðlægu áttinni, en á tímabilunum með þeirri austlægu var þar nokkuð úrkomusamt, einkum þó á Suðausturlandi og Austfjörðum. I heild var mánuðurinn snjóléttur, fremur svalur, en þó hagstæður til landsins. Gæftir voru ekki góðar. Þann 16. var norðan stórviðri og upp úr því sást lítilsháttar íshrafl frá annesjum nyrðra og á siglingaleiðinni út af Vestfjörðum. Þann 22. var veginn isbjörn í Grímsey. I norðan stormi, 10 stiga frosti og byl fórst mótor- báturinn Svanur 2. janúar norður af Deild. Áhöfnin komst í gúmbát og var síðan bjargað. I sama veðri tók út mann af öðrum Vestfjarðabáti, Sæfara, og drukknaði hann. Februar. Fyrstu 22 dagana var norðan átt og hörð frost einkenni mánaðar- ins. Voru þetta reyndar þrír frostakaflar, en 1—2 daga hlé á milli. Komu þeir í kjölfar krappra lægða, sem fóru yfir landið. Hverri lægð fylgdi 1—2 daga Iiviiss norðan átt með snjókomu nyrðra, þá hægari norðan átt með éljum í nokkra daga, og loks stillt og bjart veður, en liörkufrost álram. Fyrstii áhlaupið kom þ. 5. Næsta lægð lór yfir þ. 10., og var þann dag stór- rigning á Suður- og Vesturlandi. Flæddi þá vatn í hús í Keflavík og Þorláks- höfn. Þriðja lægðin fór yfir þ. 16. og varð þá norðan stórviðri um tillt land. Kólnaði mjög mikið og snögglega. A Hornbjargsvita var 6 stiga Iiiti kl. 12, en 20 mínút- um seinna var komið 4 stiga frost. Dagana 23. til 25. var hæg austlæg átt, hiti ofan við frostmark og rigning suð- austan land?, en fr s'J.ítið fyrir norðan. Síðustu 3 dagana var fremur hæg og mild suðlæg átt. Rigndi þá mikið á Suður- og Vesturlandi í nokkurn snjó, sem þar var á jörðu. Urðu aftur skemmdir at vatnsflaumi í Keflavík og víðar. VEÐRIÐ — 21

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.