Veðrið - 01.04.1969, Page 26

Veðrið - 01.04.1969, Page 26
lögun skýjanna, sem stafa af staðháttum, eru breytileg eftir vindhraða, vindátt og jafnvægi lofthjúpsins. Með því að rannsaka einstök atriði skýjakerfanna á þessum myndum er hægt að draga vissar ályktanir. Þau veita upplýsingar um vindátt og vindhraða, svo og, hvort lofthjúpurinn er í stöðugu jafnvægi, þ. e. ltvort búast má við skúrum eða súld, þoku eða sólskini. Skýjamyndirnar gera veðurfræðingum kleift að tilgreina nákvæmlega útlínur fjallaskýja, sem myndast aðallega fyrir tilverkan uppstreymis eða mishitnunar meðfrnm fjallgörðum. Rann- sóknir hafa til dæmis sýnt, að eftirfarandi fjórum skilyrðum verður að vera full- nægt til þess að fjallabylgjur myndist: a) Vindáttin verður að vera nokkurn veginn hornrétt við fjallgarðinn. b) Vindhraðinn við fjallatoppana verður að vera a. m. k. 10 metrar á sekúmlu (5 vindstig). c) Vindhraðinn verður að aukast nokkuð ört með hæð. d) Lofthjúpurinn verður að vera í stöðugu jafnvægi. Rannsóknirnar hafa einnig sýnt, að bylgjulengdin stendur i réttu hlutfalli við meðalvindhraðann. Bylgjuskýin liggja jrverbeint á vindstrauminn. Annað dæmi um túlkun skýjamynda er, þegar sólin speglast í haffletinum, en það sést á myndunum sem bjartur blettur, ef yfirborð sjávarins er slétt. Þetta gefur vísbendingu um, að þarna sé miðja háþrýstisvæðis og vindhraði sé minni en tvö vindstig. Sólin speglast alls ekki í haffletinum, ef vindhraðinn er meiri en 4 vindstig. Þetta eru örfá dæmi um það, livernig myndirnar geta auðveldað starf veður- fræðingsins. Margvíslegar gerðir skýjanna birtast nú í annarri lögun, þar sem nú er horft á þau frá allt öðrum sjónarhól en áður. Rússar og Bandaríkjamenn láta tölvur vinna úr sendingum veðurtungla, m. a. reikna út hnattstöðu og setja á myndirnar lengdar- og breiddarbauga. Miðað við það, sem síðustu 8 árin hafa borið i skauti sér, má vænta mikils af framtíðinni á þessu sviði, svo sem annaðhvort, að mannaðar geimveðurstofur verði starfræktar eða þá að geimför með tölvum innanborðs muni taka við veður- athugunum frá sjálívirkum stöðvum á yfirborði jarðar. Úr sjónvarpsmyndum, innrauðum myndum og yfirborðsathugunum gætu tölvurnar unnið veðurkort og jafnvel spákort, sem síðan yrðu send til jarðar. Það er ekki innan ramma þess- arar greinar að vera með spár um framfarir á Jressu sviði, en ég get ekki látið hjá líða að vekja athygli á Jjví, að nú eru uppi ráðagerðir um það að senda vísindalega athugunarhnetti á loft, og munu Jjeir fara heimsskautanna á milli. Hlutverk þessara hnatta á að vera að athuga og uppgötva nýjar auðlindir jarð- arinnar, einnig á að rannsaka og kortleggja jarðhita og fylgjast með útgeislun frá eldfjöllum í sambandi við væntanleg eldgos, mæla hreyfingu skriðjökla og titring jarðskorpunnar, svo að hægt sé að segja fyrir um jarðskjálfta. Fylgjast á með yfirborðshækkunum eða lækkunum stöðuvatna og fljóta og mæla mengun ferskvatns og andrúmsloftsins. Með núverandi nákvæmni í myndatöku er Iiægt að kortleggja gróðurlendi jarðarinnar. Önnur tæki munu bráðlega geta mælt hitastig lofthjúpsins niður við yfirborð jarðar og rakastigið. Nákvæmnin verður 26 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.