Veðrið - 01.04.1969, Síða 29
;ið nákuðungur (Nucella lapillus), sem mikið er ;ií neðst í kræklings- (Midulis
edulis) laginu, sem er við lægstu fjörumörk í urðinni austan við Reynisfjall að
sunnan, hvarf gersamlega frá miðjum maí og líklega fram í miðjan júlí, en slíkt
lref ég ekki orðið var við síðustu ár. Hef venjulega koinið nokkrum sinnum á
hverju vori á þær slóðir og þá ætíð séð kuðunginn, ef svo hefur staðið á sjó,
sem ég hef og stundum sett niðttr að væri. lireytingu á öðru sædýralíli við
ströndina er ntér ókunnugt um.
Einar H. Einarsson.
Greinin, sem birtist liér að framan, er hin athyglisverðasta. Athuganirnar, sem
lýst er, sýna glögglega, hve liitamunur getur verið ntikill milli nálægra staða, af
ýmsum orsökum. Að þessu sinni er varla öðrum kuldavaldi til að dreifa en áhrif-
um irá sjó, eins og greinarhöfundur stingur upp á. Athuganir á sjávarhita eru
að vísu fáar og strjálar um þetta leyti, en ýmislegt bendir þó til, að kaldur
straumur liafi legið vestur með suðurströndinni um það bil, sent ísinn var þar
á ferð. í því sambandi má benda á hraða útbreiðslu íssins vestur með strönd-
inni. Þann 14. ntaí komst ísinn fyrir Hornafjörð, en 20. maí náði mjó ísræma
vestur undir Núpsvötn. Hitt atriðið er sjávarhitamæling, er rannsóknaskip gerði
nálægt Skaftárósi 8. júní 1968. Unt sjö sjómílur frá landi var hitinn í sjávaryfir-
borði 8.3°, en tvær mílur undan landi aðeins 3.3°. Seltan var þar að vísu lítil,
3.16%, svo blöndun við árvatn er greinileg, en skýrir ekki allan kuldann.
Til fróðleiks er hér sett tafla, sem greinir frá sjávarhita á Teigarhorni og í
Vestmannaeyjum, annars vegar meðaltal nokkurra mánaða á árunum 1931 — 1950,
liins vegar meðaltöl sömu mánaða árið 1968. Hital'allið á Teigarhorni er óhugn-
anlegt.
Nákuðungurinn mun vera talsvert næmur fyrir hita. Jarðlögin á Tjörnesi
sýna, að á löngu liðnum hlýviðrisskeiðum var hann algengur við Norðurland.
Síðar hvarf hann þaðan aftur. Fyrir rúmum áratug var liann þó kominn í Húna-
flóann á ný. Fróðlegt væri að vita, hvernig honum hefur vegnað þar síðustu
fjögur árin. H. S.
T eigarlwrn Vestmannaeyjar
1931-1950 1968 1931-1950 1968
Marz 2.0 -0.1 6.5 6.2
Apríl 3.2 -0.5 7.2 6.2
Maí 5.4 1.7 8.5 7.9
Júní 7.3 1.4 9.9 9.0
Júlí 9.1 7.3 11.0 9.81)
1) Fyrstu þrjár vikur mánaðarins.
VEÐRIÐ — 29