Vikan


Vikan - 02.02.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 02.02.1961, Blaðsíða 3
frseðingum í sinni grein erlendis. Hún er eitt hið síðasta, sem við setjum í blaðið hverju sinni, til þess að tryggja það, að hun sé alltaf ný. Stjörnuspá er að sjálfsögðu ekki óbrigðul, en segir fyrir um, hvað líklegast sé, að hvern hendi á ákveðnu tímabili. Hins ber að gæta, að persónuleiki hvers einstaks ræður miklu um, að hve miklu leyti hún ræt- ist. Spurt um rauðmagann. Vika rpin góð. Það er eitt, sem ég gíeymi alltaf frá ári til árs. Það er, á hvaða tima maður má eiga von á hfognkeisunum, rauðmaga og grásleppu. Mér og mánninum mínum þykir rauðmaginn svo góður, en við munum aldréi, hve snemma er byrjað að veiða hann. Gætirðu frætt okkur um það? Björk. Að því er ég kemst næst, er byrjað að veiða hrognkelsin kringum 20. marz. Þið verðið því að hafa biðlund nokkra stund enn. Innlendar sögur. Vika mín. Ég þakka þér fyrir alla þá skemmtun, sem þú hefur veitt mér, og veit, að þú átt eftir að færa mér marga ánægjustundina enn þá. En það er eitt, sem mig langar að hiðja þig að auka á. Geturðu ekki birt fleiri. nýjar islenzk- ar smásögur bg skáldsögur? Það er einhvern veginn meira gaman að þéim en þýddu sögún- um, þó að þær geti verið ágætar líká. Með fyrir fram þökk. Lóa. P. S. Hvernig er skriftin? menn gefa út bækur eftir sig en annars staðar í heimi — miðað við fólksfjölda. En vandað blað eins og Vikan verður að vera vandlát í söguvalinu, og svo er að sjá sem góðar íslenzkar sögur liggi ekki á lausu. — Skriftin er reglulega áferðarfalleg, en ber með sér, að þú skrifar ekki mikið. Amazt við nafngiftum. Til Vikunnar, Reykjavik. Eru Islendingar ékki eitthvað skrýtnir í koll- inum, þegar skemmtanir eru annars vegár. Það er svo sem ailt í lagi, þótt maður skemmti sér oft og mikið, en er nokkur ástæða til þess að vera alltaf að fóðra skemmtanirnir með ein- hverjum fínum nöfnum? Það byrjar um ára- mót með áramótafagnaði. Þegar lionum lýkur, taká þorrablótin við, þá góugieði, páskadans- leikir, sumarhátiðir, uppskeruhátíðir, árshátíð- ir og jólatrésfágnaðir. Er ekki alll of mikið gert með þessar nafngiftir? Jón E, Frómt frá sagt finnst mér nafngiftirnar ekkert skaða. Fyrir mitt leyti fer ég frekar á skemmtun, sem er auglýst sem árshátíð en sem dansleikir og skemmti mér betur á göugleði í félaginu mínu en á almennum tlansleik. Kæra Vika. Er ]jað rétt, að Sambandið stancli á bak við annað islenzka flugfélagið? Lilja. Nei, ég hef aldrei heyrt á það minnzt. Bakkabræður. Vika mín. Þakka þér fyrir forsíðumyndirnar með Bakkabræðrum. Þær voru alveg stórkostlegá góðar, og ég hefði rannnað þær inn, ef nafnið Vikan hefði ekki verið prentað ofan í þær. Var það nauðsynlegt? Aðalheiður. Nauðsynlegt og nauðsynlegt ekki. Þú sást, Aðalheiður, að myr.dirnar náðu yfir alla for- síðuna, en „hausinn" á blaðinu verður ein- hvers staðar að vera. Hins vegar hefði mátt hafa myndirnar minni. Þá hefði „hausinn“ komizt fyrir ofan við myndina. En okkur fannst það betra svona. '— ÞaÖ er nú bara venjulegt kvef, sem aö yöur er. og við þyí geta lœknavisindm ekkert. gert, en ciuövitaö getur þaö snúizt upp í lungnabólgu og þá getum viö ýmislegt gert. — Þér veröiö aö afsaku, en þaö er búið aö loka. Kært væri okkur, Lóa mín, að verða við bón þinni, en það er erfiðara en margur hyggur. Svo kynni ókunnugur að ætla, að ekki væri vandi að fá góðar íslenzkar smá- sögur í þessu rithöfundalandi, þar sem fleiri t|Il|t IItIIII:l:I:IlIIIlI \s i HHÍ tiiíí.ij IIIIII ' ' Aí- I filÉ s ^ N ■* ' *■ v iitn mm tl i mp VIKAbf 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.