Vikan


Vikan - 02.02.1961, Blaðsíða 8

Vikan - 02.02.1961, Blaðsíða 8
Viggó Maak, skipaverkfræðingur Eimskips, fylg- ist með smíði skipsins og þekkir það eins og fingurna á sér. Hér útskýrir hann leyndardóma vélanna í skipinu fyrir blaðamönnum. Stefán Jónsson, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, sér fyrir sér fréttaauka kvöldsins og hugsar mál- ið með alvöruþunga. Vilhjálmur Jónsson, framkvæmdastjóri Olíufé- lagsins h.f., ræðir við Hannibal Valdimarsson. Forstjóri Eimskipafélags íslands, Guðmundur Vilhjálms- son, lyftir glasi og fagnar þeim áfanga, sem félagið hefur náð með nýju og glæsilegu skipi. Eimskipafélagi íslands hefur bætzt nýtt skip í kaupskipaflota sinn. Það er tíunda skipið, sem Eimskipafélagið fær eftir stríð og nítjánda skipið, sem fé- lagið eignast frá uppliafi. Með þessu skipi hefur allur floti Eimskipafélags- ins verið endurnýjaður frá þvi sem var fyrir strið. Brúarfoss hinn nýi er glæsilegur far- kostur, systurskip Selfoss, sem Eim- skipafélagið hefur átt um nokkurra ára skeið, en smávægilegar breytingar hafa þó verið gerðar. Brúarfoss er 2339 brúttólestir og smiðaður í skipasmíða- stöðinni Aalborg Værft í Alaborg í Dan- mörku. Skipið gengur rúmlega 15 míl- ur á klst. Það er að öllu leyti smíðað samkvæmt ströngustu kröfum Lloyds Register of Shipping. Við komu Brúarfoss, efndi Eimskipa- félagið til mannfagnaðar um borð og gafst blaðamönnum þar kostur á því að skoða skipið undir leiðsögn Viggós E. Maack, skipaverkjfræðings. Um borð voru saman komnir allmargir forystu- menn fyrirtækja, sem að einhverju leyti hafa samstarf við Eimskipafé- lagið. Vikan birtir hér nokkrar svip- myndir úr þessu samkvæmi. < Mikið er nú gaman, nýtt skip bætist í flot- ann. Torfi Hjartarson tollstjóri gleðst með Hafsteini Bergþórssyni forstjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur. > Jónas Böðvarsson, skipstjóri á Brúar- fossi, ræðir við for- mann félagsstjórnar Eimskipafélagsins, Einar Baldvin Guð- mundsson hæstarétt- armann. B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.