Vikan


Vikan - 02.02.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 02.02.1961, Blaðsíða 31
Framhald af bls. 21. DRAUMAR eHJci- Fannst mér ])á foreldrar lians vera komnir líka og kalla til hans, og virtist mér faðir hans vcra lagður af stað til lians. Vaknaði ég þá. Draumur þessi er augljóst tákn um, að drengurinn er kontinn út á einhverjar vara- i samar brautir í lífinu. Hinn veiki og götótti ís er rnerki um eitthvað, sem er ótryggt og - varasamt. IVLundi ég því ráðleggja þér að hafa gætur á honunt í framtíðinni. 9 9 9 ■ ■ ■ HVERSVEGNA nota reyndar húsmæður. LUDVIG DAVID í KÖNNUNA Síðari draumur. Annan draum dreymdi ntig sömu nótt, er var á þá leið, að n*.ér fannst hestur föður míns mó- á(lóttur vera á hlaupunt um túnið, þar sent liann er hafður. Hljóp hann í hring umliverfis mig og vildi ekki láta mig ná sér og er þó spakur og hændur að ntér, sem bezt verður óskað. Tók óg þá eftir, að hann stakk við á öðrurn frant- fæti. Varð sá draumur ekki lengri. Svar við öðrum draumi. Eitthvað, sem þú hefur talið alveg öruggt, að gengi þér ekki úr greipuin, mun bregðast þér. Hegðun hestsins er hér glögg sönnun um þetta. Vildi ég því biðja þig að hafa gætur á öllum málefnum, er varða tekjur þínar og afkontu á næstunni, ef vel á að fara. Iværi draumráðandi. Mig dreymdi svolitinn skrítinn draurn í nótt. Fannst mér að strákur, sem ég hef verið með fyrir löngu kæmi að mér í Austurstræti og stæli af mér tveimur gullhringum, sem ég er alltaf með, og einhverju öðru á óskiljanlegan liátt. Ég hljóp náttúrlega á eftir honum inn i Lækjar- götu og var hann þá að tala við strák og tvær stelpur. Fannst mér, að ég gengi að honum með útrétta hendina og segði honum að þetta þýddi ekkert fyrir liann en liann fór bara aftur á bak og horfði svo skrítilega á mig og hinir krakk- arnir líka. En mestan áhuga hafði ég á að ná í annan gullhringinn minn. Hann var með einum rúbinsteini og demanti hvorum megin, og mér fannst þeir vera svo stórir. En hann hljóp burtu og lét mig fá margar tómar fötur, sem ég fleygði frá mér og ellti hann en vaknaði, svo við, að ég sagði við sjálfa mig, að ég skyldi fara heim til lians og tala við foreldra hans. Hvað merkir draumurinn? Með fyrir fram þökk, Systa. Svar til Systu. Bersýnilegt er að þú munt komast í kynni við pilt á næstunni og eiga í góðu vinfengi við pilt um stundarsakir, en síðar mun þetta snú- ast við, hann gerist fráhverfur þér og snýr burtu. Hins vegar er bersýnilegt að þú ert lítt hrifinn af því, vegna þess að þú hefur upp eltingarlcik mikinn við hann. Minnstu þess góða mín, að mörg eru skipin, sem á hafinu fljóta, og nóg úrval, þó að eitthvað hverfi og tækifæri glatist. Venjulega bjóðast þau aftur á sínum tíma. PALLI PRINS. Framhald af bls. 28. Hann harði varlega á litlu, rauðmáluðu dyrn- ar á húsinu. En því miður svaraði enginn. Hann harði aftur varlega, og ekkert syar þá lieldur. Þá tök hann í hurðarliúninn, en hurðin var læst. Nú voru góð ráð dýr. Átti harin að brjóta hurðina upp? Það var áreiðanlega eriginn lieima. Nei, ætli það, hugsaði Palli prins með sér og leit upp á húsþakið. Kannski gat hann klifrað niður um reykháfinn? Það kom enginn reykur upp um hann. Bezt að reyna. Þakið var bratt og sleipt, og snjórinn hrundi niður, þegar Palli klifraði upp, en til allrar hamingju gekk allt vel, og brátt var hann á leið niður um reyk- liáfinn. Sótugur og svartur, en ánægður, kom hann niður í vistlegt, lítið herbergi og leit for- vitnislega í kringum sig. Það var greinilegt, að þetta var stofan í húsinu, og það hlaut að vera annað herbergi í viðbót þarna, því að fyrir litlu dyrunum á endanum liékk digur hengi- lás. IÞarna inni hlaut eitthvað dularfullt að vera. Nú reið bara á að sofa dálítið fyrst í stað svo mundi morgundagurinn leiða þetta allt sam- an i ljós. (Framhald í næsta blaði.) Kaffibætisverksmiðja 1) Kaffið verður bragðsterkara og betra 2) Liturinn verður ákveðnari og fallegri 3) Rekstrarkostnaður heimilisins lækkar Þess vegna... ... Þekkja allir . JOHNSON &KAABER hA

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.