Vikan


Vikan - 02.02.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 02.02.1961, Blaðsíða 5
f 3' 't - >•• «.U,ph S>;ÍU i»>*i «h w *»=* i*> ww ."'"ILæ '-4-^03í« L 'l|</i- •.<■• ^vnuíi^sí !••>’■■ -. •, •*( Þýzkar flugvélar .réðust á spænska þorpið Guernica og gereyddu því. Fullur hryllings og viðbjóðs á grimmdaræðinu málaði Picasso hina frægu Guernica- mynd, sem líklega er frægasta málverk hans. Það er að mestu í svörtu og hvítu. HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON skrifar um Pablo Picasso hinn mikla brautryðianda í nútímalist, sem fór ótrauður sínar eig- in leiðir enda þótt efnaleg velgengni væri í veði og vinir hans sneru við honum baki. sumar þeirra voru þó haldnar í næsta alvarlegum tilgangi eins og veizlan, sem Picasso hafði til heiðurs Henri Rousseau, barnalega málaranum heimsþekkta. Hún var vandlega und- irbúin og maturinn pantaður í beztu verzlun borgarinnar. Konurnar önn- uðust framreiðslu en karlarnir héldu ræður og lásu upp. Rousseau sjálfur var svo hrærður, að hann táraðist. Þetta var fyrsta viðurkenningin, sem honum hafði hlotnazt, og hún átti hreint ekki svo lítinn þátt i því að opna samtiðarfólki hans dyrnar að hlýjunni og föllskvalausri lífsham- ingjunni i málverkum hans. Sannleik- urinn er ,sá, að Picasso og félagar hans voru að breytast úr áhyggju- lausum unglingum i alvarlega þenkj- andi menn, sem fórnuðu borgara- legum þægindum á altari listar sinn- ar. Þegar þau Picasso og Fernande hittust fyrst var hann blásnauður. Nafntogað skáld hafði hirt hann upp af götunni, gefið honum að borða og leyft honum að mála i litlu kompunni sinni á nóttunni. Þarna vann Picasso eins og ljón þegar galsinn hafði guf- að upp. Öllum, sem heimsóttu hann á vinnustofuna uppi á Montmartre- hæðinni kemur saman um, að þar hafi verið staflar af myndum bæði stórum og litlum. Skáldkonan Ger- trude Stein hefur lýst vinnubrögðum málarans þegar hann var að mála af henni portrettið, sem flestir kann- ast við. Um það bil áttatíu sinnum labbaði hún yfir Signu, fram hjá Óperuhöllinni, upp Chlichy-götu, upp á Monmartre-hæðina til að sitja fyrir. Stundum gekk allt að óskum og listamaðurinn virtist harla ánægð- ur með verk sitt. Stundum dróst ekki upp úr honum orð. Þegar myndin var til sýnis stöku sinnum virtist mönnum hún vera fullgerð og ein- hver sárbændi málarann um að láta hana standa óbreytta. Loksins, þegar komið var fram á vor, fannst honum nóg komið og ákvað að Ijúka verkinu. Picasso er hamhleypa og vinnan er I> hans lífs-elexír. Nú vinnur hann jöfnum höndum að keramik og mál- verki, og hér sjáum við vinnustofu hans, þar sem mörgu ægir saman. Þegar Picasso hafði loks hlotnazt viðurkenning, kúventi hann árið 1907 og byrjaði á kúbisma. Þetta er fyrsta myndin í þeim stíl og heitir „Ungu stúlkurnar frá Avignon“. I fyrstu þótti mönnum, að nú væri Picasso genginn af vitinu, en hann sannfærði þá áður en langt um leið. VIKAN. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.