Vikan - 02.02.1961, Blaðsíða 26
5.
VERDIAUHAKROSSGÁTA
VIKUNNAR
Vikan veitir eins og kunnugt er verð-
laun fyrir rétta ráðningu á krnss-
gátunni. Alltaf berast margar laustiir.
Sá sem vinninginn hefur hlotið tær
verðlaunin, sem eru:
100 KRÓNUR.
Veittur er þriggja vikna frestut til
að skila lausnum. Skulu lausnir seridar
i pósthólf 149, merkt „Krossgáta".
Margar lausnir bárust á 52. kross-
gátu Vikunnar og var dregið úr rélt-
um ráðningum.
HRAFN GUNNLAU GSSON,
Dunhaga 19, Reykjavik,
hlaut verðlaunin, 100 krónur og má
vitja þeirra á ritstjórnarskrifstofu
Vikunnar, Skipholti 33.
Lausn á 52. krossgátu er hér að
neðan.
+ (5 V E R u 3 b tj G K C íl A H Ö
+ F + K C R A K G L Æ F U R (3 3
h R A R A T U G L A M + + + R P
R i M A K + R L (5 ti A + + + K A
I iJ I R D E G U R U + Ö s K Á R
A + 1) R I T + 1,1 R A + K 0 R +
+ S li i. G I i: + M M + K U L A
+ + 3 E L U R + 3 E F U R + A +
+ + T V E li i. I) + ö £ li Ð + S S
(5 R A A L A A R A S + R G L I T
M ■n J-i + D I b R I K A F + R A IJ E
A K K A + A + F A + Ö G A G Ii I
+ G 0 L í' S R I L A R 1 F I R N
+ I T + S T 0 L L A i\í ii A N 0 I
ekkert til að gefa henni i staðinn.
Ég átti aðeins einn hlut, lindarpenn-
ann minn, og þó var hann í raun og
veru eign klaustursins eins og allt
annað, sem mér fylgdi, síðan ég vann
heitið. Meira að segja þessar 160 krón-
ur, sem ég fékk í vikulaun fyrir
kennsluna, runnu til klaustursins.
Samt sem áður gaf ég henni pennann
og lagöi súkkulaðiplötuna á borðið í
klefanum mínum. Abbadísin var ekki
viðlátin, og ég ákvað að afhenda henni
súkkulaðið, þegar hún kæmi, því að
nunnur mega ekki taka við gjöfum
án þess að spyrja leyfis.
Daginn eftir sendi Carla mér bréf
og þakkaði mér fyrir pennann. Ég
fékk ekki að vita um það, fyrr en
abbadisin gerði boð eftir mér. Hún
las alltaf öll bréf, áður en þau voru
— Bara lítið — ég þarf á því að
halda að hann verði benzínlaus um
ellefuleytið í kvöld.
afhent. Ég kraup á gólfinu tímunum
saman, meðan hún ásakaði mig fyrir
að hafa gefið pennann og þannig
gengið á bak orða minna. Ég var send
til London og varð kennslukona í fá-
tækrahverfi. Allir vissu um yfirsjón
mína, og mér var refsað hvað eftir
annað.
klaustrinu. Abbadisin sagði nunnunum
frá öllum mikilsverðum atburðum.
Eins og að líkum lætur, varð ég
strax ástfangin. Hann var tuttugu og
sjö ára gamall, bóndasonur. Ég get
kallað hann Bob. Eftir þrjá mánuði
vorum við trúlofuð. En það varð
ekkert úr giftingu. Ég fór að hugsa
Éftir erfiðan dag í skólanum fór ég^málið og ákvað að láta ófarir mínar
í klaustrinu mér að kenningu verða
og rasa ekki um ráð fram. Ég ræddi
um þetta við Bob, og við slitum trú-
lofuninni.
Ég ákvað að fara til London og
gerast sýningarstúlka. Fyrst bjó ég í
KFUK og tók þátt í þriggja vikna
námskeiði fyrir sýningarstúlkur. Ég
fékk vinnu, strax og námskeiðinu var
Iokið. Tizkukóngnum féll vel við mig.
Meðan ég var nunna lá ég á hnjánum
og skúraði gólf tímunum saman, svo
að ég kippti mér ekki upp við það,
þótt ég yrði að standa fyrir framan
myndavélina í eina eða tvær klukku-
stundir. Peningana sem ég vann mér
inn, notaði ég aðallega til fatakaupa.
Ég bjó í leiguíbúð í Kensington og
haut frelsisins í ríkum mæli. Ég fór
til Berlínar, Zúrich, Amsterdam og
Rómar til að sýna ensk föt. Fram á
þennan dag hefur engum verið kunn-
ugt um klausturveru mína nema fjöl-
skyldu minni og nánustu vinum. En
ég er hreykin af fortið minni. Því
þrátt fyrir það að mig skorti þrek
bæði andlega og líkamlega til að lifa
í sjálfsafneitun, öðlaðist ég þar jafn-
vægi og hugarró, sem ekki hverfur,
þó að ég hafi nú sagt skilið við klaust-
urlífið fyrir fullt og alllt.
til abbadísarinnar og kraup
framan hana. — „Móðir,“ sagði ég. —
„Ég hef ákveðið að yfirgefa klaustr-
ið.“ — Hún leit á mig óttaslegin. —
„Systir Mary Aquin, þetta líður hjá.
Þú skalt biðja til guðs, og hann mun
hjálpa þér.“ — Ég baðst fyrir og
reyndi að standast freistinguna í
margar vikur. Síðan fór ég aftur til
abbadísarinnar og endurtók bæn mína.
— „Hefur þú gert þér grein fyrir því,
hversu erfitt þetta verður?" spurði
hún.
Það var aðfangadagskvöld. Ég var
inni í klefanum mínum og beið þess,
að hringt yrði til aftansöngs. Þá
heyrði ég, að einhver var að syngja
írska lagið Galway Bay fyrir utan
gluggann. Þetta minnti mig á heimili
mitt, og ég fann, að ég yrði að yfir-
gefa klaustrið, hvað sem það kostaði.
Ég var tuttugu ára gömul, þegar
ég kvaddi klausturlífið. Systir min
kom að sækja mig, og færði mér
falleg, nýtízkuleg föt, sem voru mjög
ólík þeim, sem ég hafði notað í
klaustrinu. Ehginn sá, þegar ég fór,
og þar með var þessu tímabili ævi
minnar lokið. Þegar ég kom til Gal-
way, hélt móðir mín veizlu í tilefni
heimkomu minnar.
Allir vissu, að ég hafði verið nunna,
en enginn hafði orð á því. Ég hugsa,
að fólk hafi furðað sig á, hversu eðll-
leg ég var. Bróðir minn blístraði og
sagði: — „Lítið á Marilyn Monroe.“
— Allir fóru að hlæja, — ég líka.
Seinna tók ég hann á eintal og spurði
hver Marilyn Monroe væri. Ég hafði
aldrei séð dagblöð, meðan ég var I
SKEMMDA TÖNNIN.
Framhald af bls. 11.
að fara með slðasta Faðirvorið þitt
undireins, sagði hann, — ef þú end-
ist þá til að ljúka þvi, bætti hann
við og leit á vopnið með svip, er
sagði meira en orð.
— Þú finnur ekki vitund til, þegar
ég dreg út tennur, orðin komu eins
og leiftur út úr skegginu á litla
vagnasmiðnum. — En þetta eru
hreinustu helvítis kvalir, þegar Yilli
Sjadokk smiður ætlar að draga út
tönn. Á ég að sýna þér hvernig mað-
ur finnur til í fjósakofanum, þegar
hann Villi tekur til höndunum?
Áður en Bill entist til að svara,
hafði vagnsmiðurinn skelit tönginni
um jaxlinn og losað hann ögn með
öflugum rykk. Bill stökk metra i
loft upp af stólnum og öskraði hroða-
lega.
— Svona er það óskaplega and-
skoti vont, þegar Villi Sjadokk dreg-
ur úr manni, hraðaði vagnsmiður-
inn sér að útskýra. — í öllum guð-
anna bænum máttu aldrei nokkurn
tíma iáta það fyrir koma að fá hann
Villa til að draga úr þér tönn.
Bill þreif viskýflöskuua, fékk sér
sopa og áttaði sig allvel. — Það skal
aldrei fyrir koma, varð honum loks
að orði, og ekki annað að sjá en
hugur fylgdi máli.
— Og svo er það karlinn á póst-
bílnum, gamli Allisopp, hélt vagn-
smiðurinn áfram. — Hann er soldið
að fúska við að taka úr tennur. Á
ég kannske að sýna þér, hvað það er
djöfuls ári kveljandi, þegar hann
Kobbi kippir í hana.
Aftur setti vagnasmiðurinn töng-
ina eins og leiftur á jaxlinn og hafði
næstum rifið hann lausan með
snöggu átaki. Enn rauk Bill heilan
mera á leið til himins og öskrið var
átakanlegt.
— Ég gæti ekki af þvi vitað, að þú
fyndir nokkru sinni upp á þvi, að
26 VI<AN