Vikan - 02.02.1961, Blaðsíða 16
GuJktJkíSétMK
Hverjar sem viö erum og hvað sem við erum, verðum við \úst að við-
urkenna, að það, sem af er vetrar, liafa setzt á okkur nokkur aukapund
og það á skökkum stöðum. Þetta er mjög eðlilegt og stafar af hreyfing-
arleysi og ríkulegum máltíðum. Þessu ríður á að koma í lag og það sér-
staklega áður en við tökum fram sumarfötin, þvi að þau vilja sérstak-
lega ndirstrika þessa missmiði. Baráttan gegn þessum pundum er létt-
ari en þið haldið, og þar grípum við aðallega til tveggja vopna: leik-
fimisæfinga og létts megrunarkúrs. 1 siðasta blaði töluðum við ýtarlega
um megrunarmeðul og kúra, og þar gáfum við upp sérstaklega Iient-
ugan megrunarkúr, sem var aðallega fólginn í að eta áfir og magurt
kjöt, grænmeti og ávexti. Þessi kúr getur gert undraverk, en ásamt
leikfimisæfingum kraftaverk. Eftir einn mánuð ættuð þið, sem eruð
mjög illa farnar að vera komnar i samt lag, og þá ættuð þið að taka
sérslakt tillit lil þeirra staða, sem viðkvæmastir eru, og leggja hart
að þeim. Hver þckkir sína veiku punkta. Stundum eru það mjaðmirnar,
stundum ökklarnir og stundum mittið. Hér á eftir koma æfingar og liver
fyrir sinn líkamsliluta. Talcið ykkur ekki harkalegan megrunarkúr
ásamt æfingum, það mun koma mest fram á andliti ykkar, heldur
aðeins eins og við höfðum ráðið ykkur.
AÐ BERA SIG A RÉTTAN HÁTT. Ef við viljum fá yfirlit yfir líkams-
burð okkar, er bezt að taka sér stöðu fyrir framan spegil i líkamsstærð og
hengja band eftir honum miðjum með einhverju þungu i á endanum.
Þá standið þið þannig, að eyra, öxl, mjaðmarliður og ökkli fylgi línunni.
Fæturnir mega vera örlítið bognir, en magann eigið þið að draga inn.
Þlð standið í þessari stellingu eitt andartak. Slappið síðan af, og endur-
takið æíinguna sex sinnum.
Auðvitað er ekkert ákveðið unnt að segja um fullkominn vöxt. Við erum
allar skapaðar á mismunandi hátt með mismunandi möguleika til full-
komins vaxtarlags. En ef við ætlum okkur að taka tillit til þess, sem nú
er í tízku, þá verðum við að hafa grannt mitti, grannvaxna fætur og hand-
leggi og léttilega bústin brjóst og mjaðmir. Þetta eru hlutir, sem flestar
konur ættu að geta náð með mátulegri hreyfingu og skynsamlegum megr-
unarkúr.
L :
* 3 fli,
AXLIR OG BRJÖSi. Þið sitjið á stól og beygið ykkur laus-
lega fram og látið hendurnar hvíla 1 kross á hnjánum. Með
kraftmlkilli hrayíingu fwriS þið *vo handurnar upp og út.
16 VUCAU
YFIRMAGINN. Við liggjum á hnjánum á gólf-
inu og réttum hendurnar beint upp í loftið. Svo
beygjum við okkur aðeins fram og snúum eins
iangt til hægri og við getum. Að sfðustu hvíla
handleggir upp að olnbogum á gólfinu. Síðan fær-
um við okkur aítur í upprunalega stöðuna og
endurtökum æfinguna til hinnar hliðarinnar.