Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 6
SALT A SNJOINN
&
Smnsngn eftir INQEBORQ H5NSEN
Snjór, ég skipa þér að bráðnal
kallaði Lena hátt eins og hún væri
á leiksviði, meðan hún stráði mörg-
um hnefafyllum af salti i kringum
sig. Síðan stóð hún kyrr og hlustaði
á snögga og illskulega smellina,
þegar harðar snjóskorpurnar bráðn-
uðu undan saltinu og henni fannst
hún vera galdranorn. Hún endur-
tók særingarnar þar til það var ekki
meira salt eftir í pokanum. Svo kast-
aði hún honum í gömlu oliutunn-
una, sem þau notuðu til að brenna í
ruslið. Hún hristi höfuðið hlæjandi
og sagði við sjálfa sig: — Ég verð
að venja mig af því að hugsa upp-
hátt, þegar ég er komin aftur innan
um fólk, ella verð ég álitin eitthvað
skrítin.
Þarna sem hún stóð í bláum bux-
um og rauðköflóttri skyrtu, með
ljóst taglhárið flaksandi við hverja
hreyfingu, líktist hún meira sextán
eða seytján ára telpu en ráðsettri
konu, sem hafði verið gift i bráðum
heilt ár.
Hún leit vonleysislega i kringum
sig. — Snjór og aftur snjór! and-
varpaði hún. Eini öruggi staðurinn
í allri þessari hvitu auðn var litli
bjálkakofinn, þar sem hún og Ken
höfðu búið í langan, en indælan vet-
ur. Það væri vist hægt að kalla
þennan veiðikofa, sem þau höfðu
verið svo heppin að fá lánaðan hjá
einum af vinum Ken, útvörð sið-
menningarinnar hér í Norður-Al-
berta. Um hundrað metrum norðar
var svæðið eintóm fen og mýrar,
sem aðeins var hægt að fara um
þegar jörð var beinfrosin. Þess
vegna voru þau nú á förum héðan,
því að vorið nálgaðist, og þá mundi
jörðin, sem nú sýndist svo örugg,
verða að hættulegu dýi. Ken var
verkstjóri fyrir hópi manna, sem
boruðu eftir olíu um fimm mílur
héðan frá úti í mýrinni, og í enda
næstu viku átti að flytja allar vél-
arnar burt og mennirnir mundu
færa sig úr stað. Hann var ekki
lieima núna, þvi hann hafði farið
inn til næstu borgar til að semja við
eitt af þeim fyrirtækjum, sem höfðu
sérhæft sig í flutningi slíkra stórra
véla, og hann var ekki væntanlegur
heim aftur fyrr en næsta dag.
Hún var áhyggjufull yfir að þurfa
að vera ein í kofanum i nótt. Ekki
vegna þess að þar væri neitt til að
vera hrædd við, því þarna var ekki
nokkur lifandi sála í margra milna
fjariægð, að undanteknum mönnun-
um sem unnu við boranirnar, en
þeir höfðu, eftir þvi sem hún bezt
vissi, allir farið inn í borgina til að
halda brottförina hátíðlega.
— Hræðsla við einveruna, eða
hvað sem var nú hægt að kalla það,
skilgreindi hún tilfinningu sína og
þegar hún þvoði upp eftir kvöld-
matinn, reyndi hún að gera eins
mikinn hávaða og hún gat, til að
rjúfa þögnina — þetta yfirgnæfandi
tóm, sem hvíldi á taugum hennar.
Strax klukkan níu um kvöldið á-
kvað hún að fara að hátta, þvi hún
var þreytt eftir vinnuna, en þá
heyrði hún í bíl fyrir utan. Það gat
ekki verið Ken, nema hann hefði
orðið fyrir óhappi með bílinn og
orðið að snúa við. Hún opnaði
hrædd hurðina I hálfa gátt til að
sjá hver þetta væri.
— Þetta er bara ég, sagði Rusty
glottandi og ýtti hurðinni upp og
ruddist inn.
— Hvað í ósköpunum vilt þú?
spurði Lena hvasst. Rusty var eini
maðurinn i vinnuflokknum, sem
henni líkaði ekki við, og þó slzt,
þegar hann var drukkinn, eins og
núna.
— Þetta er eru ekki sérlega vin-
gjarnlegar móttökur, sagði hann
móðgaður. — Ég kom til að þú hefð-
ir einhvern félagsskap. Þú hlýtur
að veTa einmana, fyrst Ken er ekki
heima.
— Það er auðvitað mjög vingjarn-
legt af þér, sagði Lena heldur alúð-
legri, því hún var hrædd um að
reita hann til reiði. — En ég er önn-
um kafin við að pakka niður, svo
það er betra að þú komir frekar á
morgun. Hvernig stendur annars á
því, að þú ert ekki með hinum mönn-
unum?
— Þeir eru allir farnir í rúmið,
dauðadrukknir. Þetta eru svoddan
ræflar. Nei, þá er annað að sjá
mig! Gæti nokkur séð, að ég'hefði
smakkað vín?
Hann slagaði að borðinu og kast-
aði sér niður á stól. Það brast i
stólnum, því hann var stór og þung-
ur. Það var eklti hægt að kalla hann
laglegan, vangar hans voru þaktir
rauðum skeggstubbum og illskan
skein út úr litlum augunum. Lena
andvarpaði vonleysislega, það yrði
ekki auðvelt að koma honpm út með
góðu. Kannski væri skynsamlegast
að búa til skerkt kaffi og sjá hvort
ekki rynni af honum. Þegar hún
ætlaði framhjá honum greip hann
i handlegg henni og togaði hana
niður á hné sér.
— Þú ert svo falleg stúlka, Lena,
kysstu mig.
— Dauðhrædd sló Lena hann ut-
an undir og reif sig lausa.
— Nú, þú ert svona óhemja, urr-
aði hann. — En ég skal temja þig.
Nóttin er nógu löng.
Skjálfandi setti Lena kaffikönn-
una á gaseldavélina, sem lika var
notuð sem ofn.
— í gamla daga notuðu konurnar
alltaf skörungana til verjast Indián-
unum, sem ásóttu þær, þegar þær
voru einar heima, hugsaði hún. —
En hvað er hægt að gera við svona
gaseldavél? Ég gæti kannski sprengt
hana í loft upp og Rusty og kofann
með. En því miður mundi ég fylgja
með og þá sæi ég Ken aldrei framar,
I bili er ekki um annað að gera en
reyna að teygja timann og hafa of-
an af fyrir honum með þvi að tala
við hann, þá sér hann kannski að
sér. Sá möguleiki er líka fyrir hendi,
að þeir sakni hans í vinnubúðunum
og gruni hvað hann ætli sér. Þá
mundu þeir áreiðanlega koma mér
til hjálpar, því þeir eru allir mjög
vinveittir Ken og vita, að hann er
ekki heima.
— Hveð heldurðu að Ken muni
gera, þegar hann kemur aftur?
Hefurðu hugsað um það? spurði
Lena með kaldri fyrirlitningu.
— Áður en hann er kominn heim,
er ég kominn hálfa leið til Texas.
Þú heldur þó ekki, að ég sé svo
heimskur að fara aftur í vinnubúð-
irnar? Ég get vel misst þessi viku-
laun, ég hef næga peninga. Það er
eins gott fyrir þig að taka þessu ró-
lega og við skulum reyna að hafa það
svolítið skemmtilegt. Það er óþarfi
fyrir þig að vera að setja þig á háan
hest. Margar afgreiðslustúlkur inni }
borginni vildu fegnar vera i þínum
sporum núna og mundu ekki vera
með neinn jarðarfararsvip. En það
ert þú, sem ég hef haft augastað á
allan tímann og nú næ ég þérl
Allar mögulegar ráðagerðir brut-
ust um í heilanum á Lenu, en innst
inni vissi hún, að hún átti sér enga
útkomuleið.
— Kenl Ken! Finnurðu ekki hve
ég þarfnast þin? Hjálpaðu mér!
liugsaði hún i örvæntingu.
Rusty stóð óstyrkur upp og hall-
aði sér fram á borðið. Lena þaut á
bak við sinn stól. Hún ætlaði að
nota hann til að verja sig með, með-
an nokkur spýta væri eftir af hon-
um. Hún leit á hann þar sem hann
stóð með höfuðið undir sér með
blóðhlaupin augu, allur loðinn af
hrokknu rauðu hári, sem náði alla
leið fram á handarbökiu og henni
fannst hún standa andspænis gor-
illuapa.
— Mölétin gorilla, hugsaði hún
með fyrirlitningu þegar henni varð
litið á götuga peysuna.
Taugar hennar voru þandar til
hins ýtrasta.
— Nú slæ ég stólnum i andstyggi-
legt höfuðið á honum, áður en hann
hreyfir sig, hugsaði hún ákveðin.
En sér til skelfingar fann liún,
að hún gat ekki yfirunnið með-
fædda óbeit sína á því að gera öðr-
um mein. Það var annað að slá í
varnarskyni, en að ráðast vitandi
á aðra manneskju og slá hana í
höfuðið. Vesalings blíðlynda Lena,
sem ekki gat gert flugu mein, átti
í harðri baráttu við sjálfa sig. Þar
börðust samvizkan og heilbrigð
skynsemi. Ef hún notaði ekki tæki-
færið strax, var það of seint. Ef
Rusty næði i hana, var vonlaust
fyrir hana að verja sig.
— Ég verð að gera það, hugsaði
Lena og ógnaði við tilhugsunina.
Hún tók fast í stólbakið og stóð fast
í fæturna og bjó sig undir að slá
svo snöggt, að Rusty væri óviðbúinn
— en í því leit hún upp og hlustaði!
Undarlegur hávaði, eins og af mörg-
um þungstígum fótum, kom nær og
nær og stanzaði bak við húsið.
Rusty heyrði þetta líka og varð ná-
fölur undir skeggbroddunum.
— Hverjir eru þetta? Þetta geta
ekki verið strákarnir, eða geta þeir
Framhald á bls. 35.
Hún reyndi að vera hughraust og
halda áfram að tala við Rusty, með-
an hún gaf honum stóran bolla af
lútsterku kaffi, sem hún vonaði að
mundi gera hann allsgáðan. Hann
hafði kastað af sér leðurjakkanum
og sat nú þarna i þykkri peysu, með
mörgum brunagötum. Ken hafði sagt
henni, að mennirnir kveiktu eld í
stóru benzinfati, þegar kalt var,
og settu blikkskerm í kringum það
til hlífðar, og skiptust svo á að
standa við hann til að verma sig.
Stundum freistuðust þeir til að
koma of nærri heitum eldinum og
þá kom oft fyrir að það kviknaði í
fötum þeirra.
Rusty gaut á hana augunum. —
Allan veturinn hef ég beðið eftir
tækifæri og nú sleppi ég þér sannar-
lega ekki. Skilurðu það? Þú getur
öskrað og gargað eins og þú vilt,
það heyrir enginn til þin.