Vikan


Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 15
sem skaut út um gluggann sinn á múginn á göt- unni. Ég skil hann vel, og það eins þótt ég sé ekki blóðþyrstur í eðli mínu. Ég gœti ekki unnið flugu mein. Sennilega er það einmitt þessvegna, að ég hef ekki haft manndóm i mér til að skjóta mig. Ég get ekki einu sinni skert hár á mínu eigin höfði. Þú sérð því. . . .“ Hann hló, en hlátur hans var ósannfærandi. „Það getur verið að ég sé ó- sanngjarn og harðorður á stundum, en það er í rauninni aðeins undanbragð til að dylja samúð mína — meðaumkunn. Já, ég aumka allt þetta fólk. Og það sem lakast er — ég aumka sjálfan mig, þótt ég vilji það sizt af öllu!“ „Þú ert einkennilega gerður, Alain!" „Einkennilega? Og ég geri ráð fyrir að hreimur- inn, sem við lifum í, sé svo sem ekki einkenni- legur! Ég get sagt þér það, að þessi heimur er á heljarþröm — rambar á heljarþröm. Engist sundur og saman í dauðateygjunum. Hann er að deyja úr hungri----------ósköp hversdagslegu hungri. Einungis fimmti hver maður hefur nóg að bíta og brenna. Og svo þjáist hann af öðru hungri lika. Hungri, sem enginn minnist á.“ „Eftir hverju." „Eftir að koma orðum að því. Það er hungur eftir einhverri fullvissu. Ég veit ekki hvernig ég á að skýra það svo þú skiljir — — — Ég segi ekki trú----------trúin er annars eðlis---------- sannfæring nær Því ekki heldur — — — ein- hverjum tilgangi með lífinu — — —" „En að þínu áliti er lífið tilgangslaust?" „Algerlega, telpa mín, að minnsta kosti í Þess- um heimi. Og sé um annað lif að ræða, efast ég um að það hafi nokkurn tilgang heldur!" Hann reis á fætur. „Dauðinn," sagði hann, „er það eina, sem hef- ur sinn tilgang." Francoise reis á fætur — með nokkrum erfiðis- munum og hún var náföl í andliti. „Mér er illt," stundi ,hún. „Það stafar víst af því hvernig ég er á mig komin." „Dyrnar eru víst þarna til hægri," varð Alain að orði. Hann tók sér stöðu hjá sjálfspilaranum og hlust- aði á lagið. Þegar Francoise kom fram aftur, var hún ekki eins föl, en sveitt á enninu. Hún reyndi að brosa. „Eigum við að koma, Alain!" Þau héldu út. „Hvert ferðu?" „Ég varð að fá inni á gistihúsi, þegar ég yfirgaf Gerard. Systir mín vildi að ég kærði hann fyrir misþyrmingu — — — og víst munaði minnstu að honum tækist að kyrkja mig!" „Það væri heimskulegt! Hringdu heldur til hans undir miðnættið og segðu honum að skamm- ast sín. Og fáðu alla kunningja þína til að gera slíkt hið sama. Það hefði áreiðanlega meiri áhrif!" Hún smeygði hendinni undir arm honum; leit- aði stuðnings, og hann lét Það afskiptalaust. „Jæja. hefurðu tekið ákvörðun?" spurði hann. „Já. Ég held að þú hafir á réttu að standa, Alain. Lífið er andstyggilegt. Þú ættir að sjá móð- ur hans Gerards. Hún var eitt sinn fögur kona. Hún átti eiginmann og fjóra syni. Nú er hún öreigi og Gerard er henni slæmur á allan hátt. Hinir skipta sér ekkert af henni." „Kannski er hún líka þrautleiðinleg kerling." „Vitanlega er hún það. En að synir hennar skuli samt sem áður reynast henni þannig í elli hennar----------" Alain hló. „Ágætt, telpa mín! Þú ert á hinni einu, réttu leið." Þau námu staðar við neðanjarðarstöðina. „Vertu dugleg, og láttu mig vita þegar þú læt- ur til skarar skriða. Ég skal færa þér appelsinur, þegar aðgerðinni er lokið — þú átt inni hjá mér fyrir viskýið." „Þakka þér fyrir!" Hún hélt niður þrepin. Alain stóð nokkra stund við handriðið og hristi höfuðið með fyririitningarsvip. „Ást — — — þvilík andskotans heimska tt ELLEFTI KAFLI. Veitingastaðurinn var einkum sóttur af ungu fólki úr efnamannahverfunum. Piltarnir og stúlk- urnar dönsuðu hægt og virðulega. Margir þessir unglingar voru vel vaxnir og glæsilegir, enda vel klæðum búnir, og þó var eitthvað þunglyndislegt í fari þeirra og fasi. „Viðurstyggilegt!" hvíslaði Mic. Bob lét sem hann heyrði það ekki. Hann kink- aði kolli til kunningja sinna, sem dönsuðu fram hjá, það var Bernard og ljóshærð stúlka, há og grannvaxin með sólbrúna handleggi og silfurarm- band um úlnlið. „Hver er þetta?" spurði Mic með vanþóknun og tortryggni í röddinni. „Hann heitir Bernard og er skólabróðir minn og lestrarfélagi — og Odetta-----------■“ „Hver er Odetta?" „Unnusta hans. Þau ætla að gifta sig þegar hann hefur lokið prófi." „En dásamlegt!" Hún svipaðist um með gagnrýnisvip; vlrti fyrir sér litla vínskenkinn, veggljósin og skreytinguna og fannst bersýnilega fátt um. Þarna var ekki nein hljómsveit, aðeins hátalari, falinn með skreytingu. „Fellur þér staðurinn ekki vel í geð?“ spurði Bob. „Hljómplöturnar eru ekki sem verstar. Maður gæti raunar helzt átt von á því að hér væri leik- inn skozkur ræll eða eitthvað þessháttar. Hef- urðu komið til Englands?" „Nei — hefur þú komið þangað?" „Ertu genginn af göflunum? Nei, ég hef ekki peninga til skemmtiferðalaga. Það var hérna einu sinni, að mamma vildi senda mig þangað í vist til að læra enskuna. Hana dreymdi um það að ég yrði prófessor. Geturðu ímyndað þér annað eins!" „En þig langar ekki til að fara þangað?" „Þó ekki væri. I vist! Að staga i sokka hús- bóndans og færa húsmóðurinni teið! Og fer;ðalög,“ hélt hún áfram og svipur hennar varð allt í einu hörkulegur, „það er ekki nema fyrir þá ríku. Iðjuleysingjana, sem ekki þurfa að drepa hendi sinni í kalt vatn! Það er einmitt það, sem mér finnst líka eftirsóknarverðast. Og fyrst ég get ekki fengið þá ósk uppfyllta með Því að vinna „Flestar stúlkur reyna að fá hana uppfyllta í hjónabandinu," svaraði Bob glettnislega. Hann náði líka þeim árangri, sem hann leitaði eftir. Hún sparaði ekki orðgnóttina, en brosti Þó. Bob hló dátt og Þrýsti henni fastara að sér i dans- inum. „Þú ert að minnsta kosti ekki eins og allar hinar!" sagði hann. „Vændi, hvort heldur það er blessað af prest- unum eða ekki, er ekki fyrir mig. Þú veizt hve mig langar til að eignast Jagúarinn — en ef ein- hver byði mér hann gegn því að hann fengi að sofa hjá mér, mundi ég hafna boðinu skilyrðis- laust!" „Það vissi ég líka!" „Ástin á að vera manni eins og hver önnur skemmtun, ekkert annað!" „Ég er á sama máli." „Ekki það, að ég sé neitt feimin við að hafa mök við stráka," bætti hún við og veitti því ekki athygli að honum brá. „En bróðir minn, úrþvættið það, getur aldrei séð nema eina hlið á nokkru máli —■ ef ég get keypt bílinn, heldur hann að ég hafi unnið fyrir honum með því að sofa hjá einhverjum! Sá asni — það má merkilegt heita að hann skuli ekki þekkja mig betur en þetta! Ást — ég á við líkamlega ást — er eitt, Jagúar- inn annað---------“ „Jagúarinn!" varð Bob að orði. „Þú getur ekki um annað talað en Jagúarinn! Það hlýtur að vera eitthvað einkennilegt við innyflin í honum fyrst hann er fáanlegur fyrir þetta verð! Hlustaðu nú á mig — — —" „Já?“ „Það er bara dálítið, sem mér kom í hug. Get- urðu ímyndað þér sjálfa Þig aka á fullri ferð eftir þjóðveginum, svo bila hemlarnir allt í einu og tjaldið fellur!" „Já,“ svaraði Mic seinlega eftir nokkra þögn. „Ég held að það væri ekki það versta. Alain segir alltaf að maður eigi að fremja sjálfsmorð til að binda endi á þetta allt saman." „En þú ert á móti sjálfsmorði, að þú segir." „Vitanlega er ég það. Mér liður alltof notalega til þess. En fyrst maður kemst nú ekki hjá því að deyja, fyrr eða siðar, er eins gott að það verði á meðan maður er ungur — og á fullum hraða. Það gæti að minnsta kosti verið lakara." „Haltu áfram — Francoise Sagan!" Hinir dansendurnir voru farnir að veita þeim athygli, vegna þess að þau ein töluðu saman úti á gólfinu. Bernard og Odetta svifu framhjá þeim. Odetta bar sítt hár, gagnstætt tízkunni; það var mjúkt sem silki og sló á það gullinni slikju. Ilm- vatnið, sem hún notaði vakti athygli Mic. „Hún er ekki sem lökust," sagði Mic. „Að minnsta kosti of góð til að sofa hjá svona upp- stríluðum gepli." „Ég geri ekki ráð fyrir að hún sé farin að sofa hjá honum enn," svaraði Bob. „Hvað ertu að segja?" Mic sperrti upp brún- irnar. „Ætlar hún þá að giftast honum að ó- reyndu? Jú, Alain hefur rétt fyrir sér. Heimska broddborgaranna tekur út yfir allan þjófabálk!" Alain — alltaf er það Alain, hugsaði Bob, án þess hann þyrði þó að segja það. „Jagúarinn, Jagúarinn!" sagði hann þess i stað. „Alltaf að hugsa um Jagúarinn!" „Hvað annað," sagði hún. „Ung stúlka--------- og hrein mey í þokkabót!" Hún skellihló. „Og ég þori að veðja um að hún er komin yfir tví- tugt! Ó, þessir broddborgarar!" Þau dönsuðu þegjandi nokkra hríð. Mic starði enn á þau Bernard og Odettu, sem dönsuðu vanga við vanga með hálflukt augu, og svipur þeirra var þrunginn svo takmarkalausri sælu, að nálgaðist þjáningu. „Svona!" sagði hún. „Nú skal ég lofa þér að heyra hvernig þetta gengur fyrir sig. Beittu nú ímyndunarafli þinu — Bob, ég elska þig! Ástin min; elska þig af öllu mínu unga og óspillta hjarta. Frá því ég sá þig fyrsta sinni var mér það ljóst, að þú varst sá eini! Enginn getur staðið gegn slíku — — —“ Hún hallaði vanganum að Bob; strauk háls hans mjúklega með þeirri hendinni, sem laus var. Ilmurinn úr hári hennar lék um vit honum. Framhald í næsta blaði. Bob hló dátt og þrýsti henni fastara að sér. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.