Vikan


Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 27.04.1961, Blaðsíða 16
mikið að sjá dagsins ljós, tvískipt eins og buxur. Yið efumst um að þau hljóti góðar undirtektir hjá ykkur, en þrátt fyrir það eru þau í tízku. Þessir peysukragar eru mjög vinsælir. Þessi er úr tweed- efni með hanastéli og spæl. Takið eftir perlufestinni, þær sjást nú ekki Öðru- vísi en einfaldar og mjög stórgerðar. Þessi er með víðu felldu pilsi, en þau tíðkast mikið núna, og örlitlum kraga. Hatturinn er það sérkennileg- asta við hana, minnir á amerísku skólahúfurnar, en til- fellið er að þetta eru skemmtilegir og fallegir hattar O og alveg það nýjasta. Rauðköflótt dragt, brydduð með svörtu. Einn vasi á sérkennilegum stað. Hanzkarnir eru „bagelitaðir" og perlufestin hvít. r Skemmtileg nýjúng 2. * Hér sjáið þið aðferð við að breyta (jamla beltinu og gefa því nýjan og skemmtilegan svip. Efnið, sem til þarf, eru kósar, sama tegund og látnir eru á belti fyrir þornið i spennu. Þessir kósar fást oft í mörgum litum. Það kemur margt til greina, til þess að draga í kósagötin. Ef kraginn á kjólnum er t. d. með kögri eða skreyttur með prjóni, er ágætt að hekla lengjur með keðju- lykkju og draga þær síðan í götin með stoppunál. Nauðsynlegt er að velja liti, sem fara vel við kjólinn, t. d. sama lit og skreytíngin á kraganum. Eins koma til greina niðurklipptar leð- tirræmur. Byrjið á að punkta fyrir kósun- um um ca lVi cm frá ytri brúnum og 2 cm á milli punkta. Látið punkt- ana standast á. Þessi staðsetning getur verið breytileg og fer það eft- ir breidd beltisins. Þegar kósarnir eru komnir á belt- ið og efni hefur verið valið i lengj- urnar, er byrjað eins og mynd I sýnir. Takið annan litinn og byrjið að stinga upp í 1. gat og myndið kross- saum, sem saumast í tveimur um- ferðum. Takið siðan hinn litinn og vefið hann inn á milli fyrri um- ferða eins og sést greinilega á mynd I. Ef um stuttar skinnlengjur er að ræða, er ágætt að sauma þær sam- an jafnóðum og þær eru dregnar í, lil þess að samskeytin komi á röngu. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.