Vikan


Vikan - 27.04.1961, Page 20

Vikan - 27.04.1961, Page 20
,R Ú S S L A N D. ÞAÐ er frekar sjaldgæft, að birtar séu fjölskyidumyndir og frásögur af fjölskyldum æðstu manna austan tjalds. En Waletr nokkur Carone fékk að taka þessa mynd af Krústjoff og fjölskyldu, og birtist hún í Paris-iMatch. Og þeir, sem eru á myndinni, eru þessir: Fremst Krúsi og Nína, kona hans, ásamt barnabörnum sinum, Aleksei og Nikíta. í aftari röð frá vinstri: tengdasonur Krúsa, faðir drengjanna, næst honum Júlia, dóttir þeirra, dóttur- dóttir þeirra, sem líka heitir Júlía, dóttir þeirra, Lena, og sonur þeirra, Sergei, og fyrir framan hann dóttir hjóna, Rada. PARÍS. 1 París er til húsa stofnun, sem mörg lönd eru aðilar að. Það er svokallað fnterpoi, sem er skammstöfun úr international og police, polis eða öðrum evrópskum lögregluheitum. Margir halda að þessi lögregla sé sífellt á ferðinni með rjúkandi skammbyssur, en sann- leikurinn er sá, að hlutverk þeirra er í því fólgið að samræma upp- lýsingar, sem lögregla þátttökulandana gefur þeim upp um ýmsa alþjóðlega glæpamenn. Síðan framkvæma hlutaðeigandi lönd þær handtökur og svo framvegis, sem með þarf. f MOSKVA FRAM OG TIL BAKA. Ungfrú Veronika Green heitir yngismey á Bretlandi. Hún varð sigurvegari í einhverri fegurðarsamkepninni og átti að fá ferð til Parísar að launum. En þar sem hún gerði ráð fyrir að það væri nóg af fallegum stúlkum fyrir, þá tók hún það ráð að fara til Moskvu. Þar var hún hérumbil lent í keppninni —Ungfrú Traktor —, en þótti það ekki mjög eftirsóknarvert, enda virðist hún vera frekar illa löguð til slíks starfa. AMERICANA. Mikið er rætt og margt skrafað um nauðsyn þess, að hér á landi risi upp þau gistihús, sem verði erlendum ferðalöngum samboðin. Og kannski verður eitthvað úr þvi. Þessi gistihús eiga að laða ferðamenn til landsins. Þetta hefur verið gert í Evrópu að tslandi undanskildu. Þeir ferðamenn — auk hins venjulega ferðamannahóps Evrópulandanna í milli, — sem mest er sótzt eftir, koma frá Bandaríkjunum og Kanada. En þeim, sem eiga afkomu sina undir ferðamönnum þar vestra, líkar vitaskuld illa þessi stóraukni straumur austur um haf. Því hafa þeir á seinustu árum hafið mikla herferð til þess að halda sínum löndum í heimahögum. Og þar er ekki verið að horfa I peninginn. Glæsilegustu gistihús I heimi er vafalaust að finna á vesturhveli jarðar, og við birtum þeirri skoðun til stuðnings imyndir af tveimur gistihúsum, sem bandaríski verkfræðingurinn Bill Tabler er höfundur að. Annað er á Puerto Rico, sem er orðið mikið ferðamannaland, siðan Kúba skrúfaði fyrir hjá sér. Hitt er Hilton-gistihúsið í San Francisco. 20 ViXAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.