Vikan


Vikan - 27.04.1961, Síða 28

Vikan - 27.04.1961, Síða 28
ÞEGAR ALLT MISTEKST. Framhald af bls. 5. ar hafi nú orðið mjög mikinn áhuga á jógum Austurlanda, en hvort þaS er nú meS þeim til- gangi aS þjálfa skyggnimeyjar eða skyggnimenn, fylgdi ekki sögunni. þessu sjá menn að hægðarleikur er að ferðast um öll lönd eins og hugurinn girnist og alveg sér að kostnaðarlausu, og skyggnast inn í leyndarmál ná- grannans. Hægt er einnig aS halda upp á æðri svið og stunda þar nám við ýmsar menntastofn- anir. Ekki er ósennilegt að margir þeir sem fá lausn á þeim vandamálum, sem þeir eru að glíma við fái þær einmitt i slíkum stofnunum. En allt fer það eftir þroskastigi mannsins sjálfs inn á hvaSa stig hann heldur. Það er eitthvaS þar fyrir alla, alveg eins og í hinu jarðneska lífi, allt frá verstu knæpum til hinna göfugustu trúar og heigiiðkana og allt frá smæstu saum- nálum upp i stærstu lierskip. Ég persónulega vildi ráðleggja öllum, sem hafa gott taugakerfi og góða samvizku að leita að fræðslu í draum- lífi sínu, efia minnið frá draumunum með því að rifja upp fyrir sér draumana um leið og maður vaknar. Einmitt á þeirri stund eru þeir skýrastir fyrir manni, og maður skilur bezt þýð- ingu þeirra. Talið er að hægt sc að ná algerri stjórn á draumum sínum og þá um leið að muna þá. Þannig verður tilvera mannsins fyllri, þvi við getum sótt mikinn andlegan innhlástur ein- mitt í svefninn. Mér skilst á dómum og úrskurðum Faraós að hann leitaðist við að kenna þegnum sinum með góðu og illu að skilja. Þetta virðist einnig vera lögmál náttúrunnar. Hún kennir olckur með góðu meðan við hegðum okkur vel, en strax og við bregðum út af því gerir náttúran eða öfl^, guðanna það saina. Þannig segir hún frá þvili. er allskyns illvirkjar tóku út hegningar sínar, en yfirleitt voru þær fólgnar 1 ímynduðum end- urtekningum illvirkjanna sjálfra á ódæðisverk- um, sem þeir höfðu sjálfir framið, en voru nú fórnarlömbin. Þannig segir frá einum af fórn- arprestum hins svarta, sem fórnaði fjölda manns með því að skera úr þeim hjartað og rífa það út með krumlu sinni. Eftir dauðann fannst honum hann vera fórnarlambið og rist var á brjósthol hans og stálklær rifu hjarta hans út með rótum. Ótalmörg dæmi eru um slíkt. í dag lifa hinir nazistisku liðsforingjar, sem unnu í aftökusveitum Hitlers í sama and- rúmslofti. Nú afplána þeir í gasklefunum, á bökkum fjöldagrafanna, þar sem þcir eru skotn- ir niður i sifellu aftur og aftur. GuSirnir munu gera þessum mönnum fyllilega ljóst hvað þeir gerðu, þegar þeir liflétu saklaust fólk, og þeir munu endurfæðast er því marki er náð, sem betri menn. Margir eru þeir nú á dögum, sem forðast hin verri verk í ljósi hinna austrænu trúarbragða og heimspeki. Hér eru áhrifin frá hinni karmisku kenningu, sem segir að upp- skeran sé eins og sáð sé. Þetta gildir um sér- hverja jarðvist og einnig milli jarðvista, þann- ig að eiginleikar, sem sálin hefur áunnið sér milli jarðvista varðveitast. Er hér bæði um kosti og lesti að ræða. Hér kemur skýringin á hinum misjöfnu hæfileikum manna, sem fólk skilur varla nema í ljósi þessarar kenningar. Menn geta einnig verið ungar og gamlar sálir og er vizkan nokkur mælikvarði um aldur sál- arinnar. ÉR kemur til hugar stutt saga í sam- bandi við þetta af litlum in'dverskum dreng, sem skyndilega féklc banvænan sóttliita. Svo vildi til að kunnáttumað- ur í dulfræðum hafði heimsótt lækni þorpsins dþetta sama kvöld og fór með honum til að vitja Édrengsins, en fyrr þennan sama dag höfðu for- 2B VIKAN eldrar drengsins komið til læknisins og færðu honum ævisjá drengsins, hoiroscope, sem þau sögðu, að benti til um dauðia á ungum aldri. Læknirinn hafði litla þekkingu á táknum ævi- sjárinnar, en í lesningunni, sem fylgdi henni var þetta gefið til kynna. Svo merkilega vildi til að jietta sama kvöld rakst reglubróðir lækn- isins inn og sagðist vera komi.nn sakir vandræða hans með drenginn. Leit reglubróðirinn á ævi- sjá drengsins og sagði svo að nokkurri stund liðinni að þetta væri afleiðing illvirkis frá’sið- ustu jarðvist hins sjúka hér á jörðinni. f þeirri jarðvist hafði hinn sjúki gengið að eiga konu og bar i brjósti ríka þrá til að eignast svein- barn með henni. Þar kom loks að kona hans varð léttari en þá var það dóttir. Hinum sjúka hafði fallið þetta afar þungt og gerði barninu allt til miska. Að lokum bar hann stúlkubarnið út i skóg og skildi það þar eftir, sem bráð þess villidýrs, sem næst ætli leið fram hjá. Svo varð þó ekki, þvi mikill jógi átti heima skammt frá og vissi, hvað á seyði var, og tók barnið i fóstur og var það síðan mikUl jógi. Elcki er sagt frá þvi, að maðurinn hafi iðrazt verka sinna. En nú var sagan komin að sjúkrabeði hans í þessari jarðvist og þetta var hefnd guðanna, sem þó var mjög milduð, því að jógynjan, dóttir hans hafði beðið mjög fyrir honum til að mýkja hina karmisku hefnd. Læknirinn spurði nú vitringinn, reglubróður sinn, hvaða lyf mundi duga. Svaraði hann að engin lyf mundu duga en hann sagðist hafa ráð við þessu. Þeir héldu nú til húss Sunlcar Das, en svo hét faðir drengsins, þar sem fjöl- skyldan beið i örvæntingu sinni. Vitringurinn gekk rakleitt að sjúkrabeðinum og ávarpaði drenginn, sem lá í óráði, beint: „Rabu, sonur minn, þér er ljós ástæðan fyrir veikindum þín um, að þetta er karmisk skuld frá fyrri jarð- vist.“ —- Til mikillar undrunar fyrir alla hvlsl- aði litli drengurinn: „Já, faðir, ég veit að ég hefi syndgað.“ fc|/»TTRINGURINN hélt áfram: „Iðrastu ill- virkisins sem þú hefur framið?“ — Aftur hvislaði drengurinn: „Já, faðir, því ég veit að ég yfirgaf dóttur mina i skóginum, svo að hún mundi deyja.“ Hinn heilagi maður mælti mildilega: „Fyrir blessun hins mikla skapara, var hinni litlu stúlku bjargað og hún gerði margt gott og varð mjög mikill dýrlingur, og i bænum sinum minntist hún þin og bað þess að þér yrði fyrir- gefið.“ Hið sjúka barn brosti dauflega og svaraði lágri röddu: „Blessaði faðir, þú færir mér mikla liamingju með þvi að segja mér að dóttir min skyldi ekki bíða bana í skóginum. Vitringurinn mælti: „Ég er hér til að láta bæn hinnar miklu jógynju, dóttur þinnar, rætast. Ég færi þér hér með bæn í lófum mínum og ég afhendi innri manni þfnum hana, að þú megir verða sterkur og helga lif þitt góðum vcrknm. Dulvitringurinn lagði hendur sinar saman eins og hann vildi mynda með þeim bolla og breiddi síðan úr þeim yfir hjartastað barnsins. Siðan sneri hann sér til foreldranna og-mælti: „Gefið honum mat að eta. Hann mun lifa, og þegar hann verður fullorðinn mun hann verða faðir meybarns og hann mun elska það heitt og þannig bæta fyrir það, sem hann braut af sér í hinni fyrri jarðvist.“ *ÉR er aðeins ein lítil falleg saga af mörgum, sem til eru um endurholdgun- ina. Margur er sá, sem skijur alls ekki i erfiðleikum Hfs sins. Hvað sem hann gerir mistekst honum, allt verða vonbrigði og sorg í höndum hans og það er kallað óheppni. Þetta heldur áfram jafnlengi og hlutaðeigandi lætur sér ekki skiljast að þó lög manna nái ekki að refsa fyrir misgjörðir, þá sjá augu guð- anna allt og launa í samræmi við það. Við byggjum okkur góðar karmaafleiðingar með góðum verkum og þannig byggjum við okkur innistæður fyrir framtíðina. Hin gullna meta- skál guðanna vegur allt og mælir. Það kemst enginn undan henni. Siðan Adam og Eva neyttu af eplum skiln- ingstrés góðs og ills, sem er táknmál þess, að mannkynið komst á það stig að geta skilið milli

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.