Vikan - 27.04.1961, Síða 30
Blöndunartæki
Kranar
Fittings
morgum
gerðum
fyrir
Éttn
Baðkör
Handlaugar
Sturtur
og
Eldhús
Sighvatur
Einarsson & Co
Skipholti 15
Símar: 24133 - 24137
... 0€fk
h&Avrtí ía &£
unMfötíySuutriÍbi
£ jRBEFA.'&fwtu
r
hægri er tákn ljóssins eða þess, sem gefur, en
tákn hinnar vinstri er myrkrið eða þess sem
tekur.
Við lestur bókarinnar verðum við þess vör
hve mjög tákn eru notuð hjá prestunum og
táknmál, „rósamál“. Eitt tákn er það sem mikið
ber á en það er hin hringlaga slanga sem bítur
í sporð sinn. Þetta er tákn eilífðarinnar, andans
og viljans. í þessu tákni skynja ég lausnina á
þróuninni. Með öðrum orðum sífelldar endur-
tekningar, sem taka milljónir ára hver ferð. í
kenningum Martinusar kemur fram sú kenning
að þessi þróun sé gormlaga hringir, sem mynda
aftur enn stærri hringi o. s. frv. o. s. frv. Þegar
ákveðnu hámarki sé náð fari þetta allt til baka
og sveiflist niður á við í smæðina, sem sagt
alda eftir öldu. Það er mannlegum heila ógn-
þrungið að hugsa um þessar ómælisvíddir.
Hugsum okkur t. d. að okkar hnöttur væri hluti
öreindar eða mólekuls, sem myndaði ásamt fjöl-
mörgum öðrum álika líffæri í risastórum
manni, sem stæði við vinnu sína niðri í skurði
eða einhvers staðar i einhverri ómælisstærð.
Svona gætum við lengi talið bæði i stærðum
fyrir ofan okkur og stærðum fyrir neðan okkur.
Er nokkur furða, þótt vér dauðlegir menn
þurfum leiðarljós gegnum þessa stórkostlegu
tilverú? Ef til vill er bezta leiðarljósið tákn
metaskálarinnar: breyttu við náungann eins og
þú óskar að hann breyti við þig. ★
Draumspaknr maður ræður drauma
fyrir lesendur Vikunnar.
Halló draumráðandi.
Mig dreymdi að ég og kunningi minn stæðum
á mikilli hæð og fannst mér að skyldfólk hans
væri á leiðinni til okkar. Ég fór að svipast
eftir hvort ég sæi nokkuð til þess, fannst mér
þá það koma í kerrum með hestum fyrir, fyrst
móðir hans og svo systkini. Mér fannst vegur-
inn liggja i mörgum krókum og snarbrattur.
Ég varð að horfa langt niður á hann. Mér fannst
ég verða mjög undrandi yfir því hvað við stóðum
hátt og hvernig við hefðum komist þarna upp.
Svo var draumurinn ekki lengri. Fyrir hverju
er hann? Gríma.
Svar til Grímu.
Að dreyma sig standandi efst á hæð er
tákn um áunninn sigur. í þessu tilfelli mun
þetta vera tákn þess að þú sért búinn að ná
í piltinn, sem lífsförunaut. Þú nefnir að þú
hafir verið undrandi í draumnum yfir þv£ hve
þið stóðuð hátt, en það á sér nú svo margt
undarlegt stað í henni veröld, sem oss
skammsýnum mennskum mönnum gengur
furðu erfiðlega að sjá í gegn um.
Draumráðandi Vikunnar.
Mig langar til að biðja þig að ráða draum fyrir
mig, en hann er svona: Mér fannst ég vera
háttuð og var alveg að sofna, þá fannst mér að
mús kæmi tritlandí eftir sænginni minni, mér
er fremur illa við mýs, en ekki þessa hún var
svo spök og mikið stærri, en venjulegar mýs Ég
man ekki alveg hvernig draumurinn var. En
músin var gráblá að lit, og vildi endilega fá að
sofa hjá mér. Ég var að reyna að drepa hana.
Ein áhyggjufull.
Svar til Einnar áhyggjufullrar.
Það er greinilegt að einhver hvimleiður
óþverri verður þér til sárra leiðinda á næst-
unni, án þess að þú fáir þig auðveldlega
lausa við hann. Mýs eru ávallt fyrir ein-
hverjum leiðindum, en það er bara verra
þegar maður losnar ekki við þær, því það
bendir til einhvera varanlega.
HEIÐARLEGUR FINNANDI.
Framhald af bls. 21.
Við fórum heim. Ég stakk lyklinum í skrána,
og þarna lá þá seðlaveskið á teppinu rétt við
dyrnar. Ég flýtti mér að taka það upp, svo að
lítið bar á.
— Hvað fannstu? spurði Mariane.
— Það var nú bara fimmeyringur, en það
eru lika peningar. Það var engin ástæða til að
útskýra þetta nánar fyrir henni. Það yrði ekki
til annars en að hún færi að tauta yfir þvi,
hvað ég væri kærulaus.
Daginn eftir var ég enn að brjóta heilann um
þetta. Spurningin var þessi: Hafði ég týnt vesk-
inu í forstofunni, um leið og ég fór út? Eða
hafði ég týnt því á Ieiðinni til veitinga-
hússins og hinn heiðarlegi finnandi þá
fleygt því inn um bréfrifuna? Hann hefði
getað séð heimilisfangið á ökuskírteininu. Væri
þessu þannig farið, bæri manninum að fá sin
fundarlaun. Ég taldi það skyldu mína að launa
slíka ráðvendni. Peningarnir voru þarna allir
með tölu. Ég ákvað að setja svohljóðandi aug-
lýsingu í dagblaðið:
„Hinn heiðarlegi finnandi, sem fann brúnt
svinsleðurveski með upphafsstöfunum WB, með
460 krónum i ásamt 20 krónum í sænskum gjald-
eyri, er beðinn að birta nafn sitt og heimilis-
fang í þessum auglýsingadálki, svo að eigandinn
geti veitt honum verðug fundarlaun."
Daginn eftir leitaði ég með eftirvæntingu i
auglýsingadálkinum „Tapað, fundið." — Mér
brá, þegar ég sá nafn og heimilisfang Mariane.
— Hvað á þetta að þýða? spurði ég og sýndi
henni auglýsinguna.
Ekki annað en það, að það var ég, sem fann
veskið þitt. Þú misstir það, þegar þú beygðir
þig niður til að draga upp bílskúrshurðina.
— Já, en því i ósköpunum fékkstu mér það
ekki strax i stað þess að fleygja þvl inn um
bréfrifuna?
— Það er ofur einfalt mál, sagði hún og
horfði beint framan i mig.
— Mig vantaði einmitt hundrað krónur til að
kaupa mér nýjan hatt.
ÞRIF h.f.
LÁTIÐ OKKUR
LÉTTA STÖRFIN
VIÐ HREINGERUM
LOFTOGVEGGI
FLJÓTTOGVEL.
Sími 35357.
30 VUCAM