Vikan


Vikan - 18.05.1961, Side 2

Vikan - 18.05.1961, Side 2
★ Yndisþokki næturinnar í carabella... Ginntur ofan í fen. Kæri póstur. Hvað á ég að gera. Ég seldi bílinn minn um daginn, nýlegan Fiat, og það var ungur bifvélavirki, sem keypti hann og ég þekkti hvorki á lionum haus né sporð, því miður. Hann borgaði mér næstum eingöngu með víxl- um og það var alveg sama fyrir mig, þvi að mér lá ekki á peningunum. Nú er fyrsti vix- illinn fallinn og hann hefur ekki greitt hann og það hefur komið í Ijós, að þessir menn, sem hann fékk til að skrifa uppá, eru ein- hverjir unglingar eins og hann sjálfur og mér er sagt, að þeir eigi ekki bót fyrir rassinn á sér og allir mínir víxlar séu einskis virði. Mér finnst alveg voðalegt, að það skuii vera hægt að komast í svona klípu, eða hvað get ég gert? Árni Pálsson. Það er víst ekki margt, sem þú getur gert úr því sem komið er, ef afsöl hafa farið fram. Þú ert ekki sá eini, sem farið hefur illa út úr svona viðskiptum. Auðvitað áttir þú að kynna þér efnalegar ástæður bifvélavirkjans og einnig ábyrgðarmannanna, áður en þú tókst við þessum ónýtu pappírum. Snúðu þér til lögfræðings, ef vera skyldi einhver smuga til að bjarga þér. „Fínt“ fyrirtæki. Kæra Vikal Ég veit, að maður á ekki að klaga undan kallinum sinum, en ég get varla stillt mig um það. Svoleiðis er, nefnilega, að hann notar svo mikið af peningum i föt handa sjálfum sér, að það er eiginlega ekkert eftir handa okkur, mér og börnunum, sem eru tvö. Sjálfur segir hann, að hann sé ekkert spenntur fyrir föt- um, en staða lians krefjist þess, að hann sé óaðfinnanlega klæddur, og það virðist þýða tvenn og þrenn ný föt á ári, fyrir utan frakka, skó, skyrtur og svo framvegis. Og ég get ekki sjálf unnið fyrir fötum á mig og börnin. Væri það ekki réttlátt, að fyrirtæki, sem krefst svona mikilsháttar klæðaburðar af starfsmönnum sín- um, borgaði lika eitthvað af fötunum? Með fyrirfram þökk. Konan velklædda mannsins. Þetta hlýtur að vera ógurlega fínt fyrirtæki, sem krefst „svona mikilsháttar klæðaburð- ar“ af starfsmönnum sínum, og satt að segja vissi ég ekki, að þau væru til hér á landi. Ég yrði því afskaplega upp með mér, ef þú vildir skrifa mér aftur og segja mér, hvaða fyrirtæki það er. Úr því að fyrirtækið er svona fínt, ætti það einnig að vera svo ffnt að styrkja menn sína til þess að ganga vel til fara, nema annað sé sérstaklega tekið fram í vinnusamningnum. En mér finnst lág- markið, að fyrirtækið borgi þér minnsta kosti fyrir að halda fötunum hans þokka'- legum og hreinum. H1 j óðkúta-vandamál. Kæri Póstur. Geturðu sagt mér, af hverju hljóðkútar á bíl- um eru alltaf úr svo lélegu efni, að þeir ryðga niður i ekkert á örskömmum tíma? Það er svekkjandi að vera alltaf að skipta um hljóð- kúta, og ekki hvað sízt, þegar maður reynir að halda bílnum sínum vel við. Einn hljóð- kútur endist skemur en eitt dekk — ég meina ekki járntjaldsdekk. Ætli Jjað sé ekki hægt að fá hljóðkút, sem endist svolítið? Þökk fyrir allt skemmtilega lestrarefnið. Gamli Ford. Fram að þessu hefur ekki verið hægt að gera neitt, til þess að hækka meðalaldur hljóðkútanna, enda erfitt um vik, því þeir verða fyrir ýmsum hrellingum bæði að utan og innan. Vegna þess, hve þeir hitna, þýðir ekkert að verja þá að utanverðu, og um leið ryðga þeir upp innanfrá, því hver benzfn- lítri, sem mótorinn eyðir, myndar um það bil jafnmikið magn af raka í hljóðkútnum. — Framleiðendur hafa velt þessu fyrir sér árum saman, en ekki fundið neitt efni eða aðferð, sem í senn væri nógu sterk og ódýr. Þeir hafa að vísu framleitt hljóðkúta, sem endast 8—10 sinnum lengur en venjulegar gerðir, en svo fór, að sú gerð var dýrari en að skipta 8—10 sinnum um venjulegan hljóðkút. — En láttu ekki hugfallast, því nú er útlit fyrir, að bandarískir bílafram- leiðendur séu að finna upp efni, sem hægt er að framleiða úr hljóðkúta, þannig að þeir endist hæfilega og séu ckki of dýrir. P. S. Sum „járntjaldsdekkin“ gefa hinum ekkert eftir, nema síður væri, t. d. Barum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.