Vikan


Vikan - 18.05.1961, Page 6

Vikan - 18.05.1961, Page 6
Jafnvel keisatví getur orðíð od iátn \ minni pobnn fifrir ungum þrmli/ meö frjnCsborinn bug 09 góðor gnfur. ,%■■■■„ ■ V.. '■ Kallgúla var tuttugu og fimm ára, er hann varð keisari. Allir i Róm vlssu, að hann var geðbilaður, en þeir, sem hugsuðu um líf sitt, gættu þess að hafa ekki hátt um slíkt. Ég var þræll í hesthúsum keisarans og var ánægður með hlutskipti mitt, þvi að mér þótti vænt um hesta. Aðaluppspretta lífsgleði minnar var þó Kamilla. Við höfðum orðið ástfangin. Hún var ófrjáls eins og ég og átti góða daga, því að hún var stofuþerna hjá einni af systrum keisarans. Við Kamilla höfðum þekkzt frá blautu barnsbeini, þvi að Emilíus, faðir hennar, var vinur föður míns. Emilíus var ekkjumaður og þræll í eldhúsum keisarans. Hann var þar hátt settur. Þegar veðhlaupatíminn stóð sem hæst, gat ég stundum ekki losnað um matmálstíma fyrir anna sakir. Þá kom það fyrir, að hann sendi Kamillu til mín með indælar matarleifar í munndúki. Einn daginn kom hún með böggul sem oftar. Ég leysti frá honum, og þar lá dásamleg sneið af soðnum laxi, gúrka, nýbakað brauð, sex ferskjur og svolitil flaska af víni. — Kamilla, hrópaði ég. — Þetta er kóngamáltið. — Eg er lika svöng, sagði hún feimnislega. — Það eru ráð við því, svaraði ég, greip upp dúkinn, tók hönd hennar og leiddi hana út i skúr einn bak við hesthúsin. Þar var heyloft. — Upp með þig, sagði ég. Hún klifraði upp stigann og ég á eftir. Það var skuggsýnt uppi á loftinu og angandi heylykt. Þegar við höfðum matazt, skiptum við vininu á milli okkar og lögðumst svo út af I heyið. Hún lá fast upp við mig, og ég fann, hvernig blóðið sauð í æðum mér. — Kamilla, stundi ég upp. — Ég þarf að segja þér nokkuð. — Hvað er þaö, Pallas? — Kamilla, ég elska þig! — Ég elska þig líka, svaraði hún með hægð. Upp frá því færði Kamilla mér mat úr eldhúsinu svo oft sem hún gat. Við fórum alltaf upp á heyloftið og skiptum matnum á milli okkar. Enginn vissi um leyndarmál okkar. Stundum kom fyrir, að hún sagði: — Ég vildi gjarna gifttist þér og eign- ast með þér sex börn. Annað veifið gerði hún gys að mér. — Ég held þér þyki vænna um þennan ólukkans hest en mig. Það var satt, að þessi hestur var hið eina, sem mér þótti vænt um fyrir utan Kamillu. Hann hét Porkúlus, sem þýðir Grís. Ekki hafði hann fengið nafn sitt af útlitinu, því að hann var einn hinn glæsilegasti hestur, sem ég hef nokkurn tíma séð, heldur fyrir þá sök, að hann var matlystugur eins og ég. Ég held hann hafi ekki þurft annað en hugsa um mat til þess að komast í æsingu. Ég þurfti ekki annað en stinga hendinni i kyrtil minn, eins og ég væri að ná í hafralúku. Þá spark- aði hann og frýsaði og kastaöi hnakka í ánægjulegri eftirvæntingu. Þetta var stór og fagurvaxinn klárhestur, og ég hafði gætt hans, siðan hann var folald. Ég var eini hestasveinninn, sem gat ráðið við hann, og því skipaði Kastor stallmeistari svo fyrir, að ég einn skyldi hirða um hann. Mér var Porkúlus ævinlega eftirlátur. Fátt var það, sem ég gat ekki komið honum til að gera. Það var nærri sama, hvað var, hann vildi allt gera fyrir mig. 6 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.