Vikan


Vikan - 18.05.1961, Side 7

Vikan - 18.05.1961, Side 7
Skömmu eftir að við Kamilla urðum ástfangin, átti Porkúlus að taka þátt I fyrsta kappakstri sínum. Þá var hann þriggja vetra. Eg gerði mér háar vonir um hann, enda brást hann þeim ekki. Hann vann hvert einasta hlaup, er hann þreytti. Ekki leið á löngu, áður en Kaligúla keisari fengi áhuga á klárnum. Hann var í sjöunda himni yfir hinum sífelldu sigrum Porkúlusar. Og Kamilla sagði mér, að vikum saman hefði hann verið helzta umræðuefnið yfir borðum í höllinni. Morgun einn, er ég veir að moka hólfið hans Porkúlusar, kom Kastor stallmeistari til min. — Heyrðu, þú þarna, sagði hann. — Já, herra. Hann benti á Porkúlus. — Þessi þarna er ekki lengur klárhestur, mælti Kastor. — Samkvæmt skipun keisarans er hann nú rómverskur borgari. Skilurðu? — Já, sagði ég. — Það, sem meira er, hélt Kastor áfram, — þá geturðu tekið nafn- spjaldið af jötustokknum þarna. Hann heitir ekki lengur Porkúlus. Nú heitir hann Insítatus. Það mtm láta nærri, að Insítatus þýði Hvatur, Léttir eða því um líkt. Það var líka sannnefni, sem Porkúlus var ekki. — Já, herra, sagöi ég bara. — Þetta er allt og sumt. Mundu að sýna honum skylduga viröingu fram- vegis. Talaöu ekki til hans nema vera spurður, og kallaðu hann „herra,“ — þú, sem ert ekki nema aumur þræll, Pallas minn! Kastor fór sína leið, en ég var hálfniðurdreginn eftir. Sá, sem er þræll, kann bezt við, að allt sé eins og það hefur verið. öll breyting er yfiríleitt til bölvunar. Og ég fann það á mér,.að nú stóðu breytingar fyrir dyrum. Næstu vikurnar gerðist ekkert sérstakt. Insitatus vann öll sín hlaup með óbreytilegri reglusemi. Þegar aðrir voru viðstaddir, gætti ég þess vel að ávarpa hann ekki nema þegar svo virtist sem hann vildi mér eitthvað. Ég þurfti ekki annað en kitla hann á kviðnum, til þess að hann hvíaöi af vonzku, og það var nægilegt ávarp. — Já, herra minn, flýtti ég mér þá að segja. — Undireins, herra! Samkomulagið okkar í milli hafði mikil áhrif á alla í hesthúsunum. AÖ þjóna háttsettum, rómverskum borgara skapaði mér álit, sem enginn hinna hestasveinanna hafði til að be: i. En þegar ég var með Insítatusi, fór ég að honum með gamla laginu, og virtist hann ekkert hafa við það að athuga. Það var áður en veðhlaupatiminn var úti, að tvennt gerðist, það er tið- indum sætti. Fyrra: Emilíus gaf mér loforð fyrir því, að ég mætti giftast Kamillu, dóttur hans. Annað: yfirmatreiðslumaður keisarans, Lúsíus Afer, varð bráðkvaddur. Ég leiddi ekki hugann að láti Lúsíusar Afers fyrsta kastið. Ég gat ekki um annaö hugsað en Kamillu og beið með óþreyju eftir að ná fundi hennar næst. Hún ætlaði að hitta mig um kvöldið á venjulegum tíma bak við hesthús keisarans. Hún stóð þar og beið mín, þegar ég kom. En er ég nálgaðist hana, gerð- ist nokkuö, sem fékk mér furðu. Hún snerist á hæli og hljóp sina leið. — Kamilla! hrópaði ég. En hún svaraði ekki. Hún var fljót á fæti, og ég náði henni ekki, fyrr en hún var komin upp á heyloftið. Ég klifraði upp stigann og sá, að hún lá á grúfu I heyinu og grét, eins og hjarta hennar ætlaði að springa. Ég dró stigann upp og gekk til hennar og strauk hár hennar án þess að segja neitt i fyrstu. En ósjálfráður ótti læsti sig um hjartarætur mér. Loks spurði ég: — Kamilla, hvað gengur að þér? — Ó, Pallas, svaraði hún grátandi, — nú fæ ég aldrei að sjá þig framar. Ég varð alveg forviða. — Já, en hvað ertu að segja, elskan mín? Faðir þinn, sem lofaöi . . . Hún hristi höfuðið. — Já, en það gagnar okkur ekkert. Hann á ekki sök á þvi. Við verðum bæði tekin af lífi, ef við sjáumst saman. — Tekin af llfi? Hún kinkaði kolli. — Það er allt saman þvi að kenna, að Lúsíus Afer er látinn, og þvl átti faðir minn að búa til matinn fyrir keisarann. Faðir minn var svo feginn að hafa fengið tækifæri ... Hún þagnaði og gat ekki nokkurt orð sagt. Ég þóttist skilja, hvernig I ðllu lægi. — Þú átt við, að . . . að föður þínum hafl teklzt illa með miðdegisverð keisarans? Kamilla neri hendur sínar. — Hamingjan gæfi, að það væri svo vel. En það var einmitt ógæfan, Pallas. Keisarinn sór og sárt við lagði, að hann hefði aldrei borðað jafngóðan mat. Hann gerði boð eftir föður minum og gaf honum frelsi samstundis, svo að nú er ég ekki lengur ambátt! Ég skildi hana. Fyrir þræl og ambátt, sem gefið hefur verið frelsi og finnast I nánum samskiptum, er ekki nema um elna hegningu að ræða: Þau verða bæði að láta lifið! Ég laut höfði. — Þú hefðir ekki átt að hætta lífi þinu með þvi að koma hingað, mælti ég. — Ég vildi fegin deyja fyrir þig, Pallas. En nú er ekki um neina leið að ræða. Ég reyndi að hugga hana sem bezt ég gat. Við vorum bæði sannfærð um, að allt væri á enda okkar á milli. Ég haíði álíka mikla möguleika til að verða leystur úr þrældómi og Emilíus til að verða keisari. — Ég skal aldrei giftast neinum öðrum, svo lengi sem ég lifi, hvislaði Kamilla. I næstu viku fékk ég nýtt áfall. Ég var að kemba Insítatusi, þegar ég heyrði, að stallmeistarinn kom inn. Ég herti mig upp. — Já, herra, sagði ég hárri röddu við klárinn, — eftir andartak skal ég nú kemba á yður taglið, herra minn. — Herra? æpti Kastor með ógnarröddu. — Við hvað átt þú eiginlega með því að segja herra? Veiztu ekki, við hvern þú ert að tala? — Ég var að tala við Insítatus borgara, svaraði ég. — Ég skal láta lemja þig fyrir ósvífnina! anzaði stallmeistarinn. — „Borgara“ leyfir hann sér að segja! Hans hátign keisaranum hefur allra- náðugast þóknazt að sæma hestinn konsúlstign! Ég gapti eins og hver annar aulabárður. Framhald á bls. 32. SflKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.