Vikan - 18.05.1961, Qupperneq 8
frnocoise dEouboooe
Clo yppti öxlum og mælti háðslega: „Mér finnst
Þetta ofur skiljanlegt. Við teljum okkur hafa
krufið öll mál til mergjar. Lýsum yfir andstöðu
okkar við allt þjóðskipulag, krefjumst fullkomins
frelsis og ógildingu allra lögmála. Samt sem áður
getum við ekki komið saman í veitingastofu
nokkrum sinnum án þess að við tökum í gildi ný
lögmál, að minnsta kosti eins heimskuleg og
þau gömlu. Ég ætla að segja ykkur eitt. Ég
kem stundum i vændiskvennakaffihús í Vercin.
Þegar ég hlusta á samtal þeirra, gæti ég hæglega
imyndað mér að þar væru gamlar, teprulegar og
hleypidómafullar piparjómfrúr að ræðast við í
kaffiboði á sunnudegi. Þið eruð engu betri,
krakkar! Mér drepleiðist að hlusta á þetta nöld-
ur ykar!“
Nú þótti Alain meir en nóg komið. Mic hafði
einangrað sig; lá fram á borðið með kreppta
hnúa. Hann sló flötum lófa á marmaraplötuna.
„Látið okkur Mic ein um stund,“ mælti hann og
rödd hans var skipandi. „Ég þarf að ræða við
hana."
Án þess að hreyfa mótmælum reis klíkan á
fætur og færði sig að borðum fjær í salnum.
Mic varð litið upp. Enn einu sinni sannaði Alain
það svo ekki varð um villst, að það var hann,
sem hafði töglin og hagldirnar í klíkunni.
Það var illkvittni i svip hans, þegar hann virti
hana fyrir sér; athugaði vigstöðuna áður en
hann gekk til atlögu. „Þú hefur á réttu að standa,"
sagði hann. „Ég verð að játa, að mér hefur skjátl-
ast hrapalega. Mér gat ekki til hugar komið,
að þessi Bob þinn væri siíkt úrþvætti!"
„Bob minn?“ Mic yppti öxlum.
Falskur eins og Júdas mælti hann enn: „Tek-
urðu þér þetta mjög nærri?“
Hún svaraði ekki.
„Gerirðu það?“ endurtók hann.
Mic herti sig upp. „Ég!“ andmælti hún. „Að
ég taki mér þetta nærri? Ertu genginn af göfl-
unum eða hvað? Ég er bara reið, vegna þess að
nú fæ ég ekki bílinn. Það er allt og sumt!“
Alain færði sig enn nær henni og mælti lágt.
„Sumar stúlkur eru þannig gerðar, að þær verða
ástfangnar. Geta ekki að þvi gert. Enginn þarf
því að blygðast sín fyrir það.“
„Ég er að minnsta kosti ekki ein af þeim,“ full-
yrti Mic. „Hvað heldurSu að ég sé eiginlega? Ég
hef keypt frelsi mitt Það dýru verði, að ég ætla
mér ekki að glata þvi.“
„Heyrðu mig, Mic!“ kallaði Nadina allt I einu
yfir til þeirra.
Mic brá. „Já!“ svaraði hún.
Nadina hló við, eins og hún ætlaði að fara að
segja þeim skemmtilega skrýtlu. Hin horfðu á
hana og brostu.
„Veiztu það, að Alain langar til að fá að sofa
hjá þér? Hann bað mig um að hafa milligöngu,
ef svo færi að hann sjálfan brysti kjark ....
Ég tala því í umboði hans.“
Mic gretti sig. „Þakka þér fyrir!“ sagði hún.
Svo sneri hún sér að Alain. „Hvað gengur eigin-
lega að þér?“ spurði hún.
Hann varð kindarlegur á svipinn. „Það hlýtur
að vera vorið, sem hefur þessi áhrif á mig."
Mic virti hann fyrir sér, svo furðu lostin að
henni var runnin öll reiði. Athugaði svip hans
gaumgæfilega eins og hún vildi komast að raun
um hvort honum gæti verið alvara. „Ertu að
gera gys að mér, eða hvað?“ spurði hún.
Hin hlóu öll. Jafnvel Clo brosti og virtist nú
hafa gleymt símanum algerlega.
„Ef þú hefur ekkert á móti þvi sjálf, þá hefur
Bob lýst yfir því, að hann hafi ekkert við það
að athuga-----------þú heyrðir það, Nadina?"
„Hárrétt!" sagði Nadina. „Ég er til vitnis um
það.“
„Þú ættir því ekki að hafa neitt samvizkubit
af því,“ sagði Guy.
„Sizt af öllu, eins og nú er komið,“ bætti Muriel
við.
Mic fölnaði. Fyrir hugskotssjónum sinum sá
hún hvar Bob stóð undir auglýsingaspjaldinu með
mynd Valentinos og heyrði hann hrópa: „Farðu
til hans! Farðu og legstu með honurn!"
„Jæja, hvað segirðu við þessu?“ spurði Alain.
„En ég ann þér ekki hið minnsta!'1 sagði hún
lágt og roðnaði af blygðun.
Alain spennti upp brúnirnar. „Segðu þetta aft-
ur!“ mælti hann.
„Æ, sleppum þvi!“
„Þú hefur látið þér hin einkennilegustu orð um
munn fara. Hvað hefur eiginlega komið yfir þig,
telpa! Þú talar eins og þú værir ein af eldri
kynslóðinni. Eins og þú trúir því í rauninni að
eitthvað það sé til, sem kallast ást og samvizka!"
Mic reyndi að hlæja, en það mistókzt algerlega.
Hún kveikti sér i sígarettu til þess að fá nokkurn
umhugsunarfrest.
„Ég meina aðeins það, að þú hefur ekki nein
slík áhrif á mig!“
„Það fellur mér betur að heyra," svaraði Alain
rólega. Hann greip um úlnlið henni sinni stóru,
hnúamiklu hendi, og hún lét sér það lynda.
„Hefurðu ekki sofið hjá mörgum, sem Þér voru
ekki svo sérstaklega geðfelldir?"
„Jú, vitanlega. Mörgum!" svaraði hún og sogaði
reykinn að sér. „Eh þá hef ég alltaf verið drukk-
in.“ ______
„Hún hefur ekki neina girnd til þín, það er flís-
in, sem við rís!“ æpti Lou, og öll klíkan veinaði
af hlátri.
„Það er ekki það!" sagði Alain og sneri sér að
Þeim. „Hún vill ekki bregðast minningunni--------
Hann sneri sér enn að Mic, sem yppti öxlum
í sýndarkæruleysi.
„Drukkin, sagðirðu!" mælti hann. „Pétur skyldi
vínbirgðirnar eftir í herberginu sínu, skilurðu?"
„Þú kannt svör við öllu," mælti Mic og rödd
in titraði lítið eitt.
Hún kramdi hálfreykta sigarettuna í ösku-
skálinni. „Það gerbreytir öllu."
Skyndilega virti hún klíkusystkinin fyrir sér,
sem biðu átekta, sum glottandi, önnur með al-
vörusvip. Hún var föl, en ákveðin. Svo greip hún
handtösku sína og reis á fætur.
„Alain starði á hana. lllkvittnislegt sigurbros
lék um varir hans.
„Ertu að fara strax?" spurði hann.
Hún brosti, en bros hennar var hörkulegt og
storkandi.
Og hún svaraði svo háum rómi, að allir við-
staddir gætu heyrt: „Já — með þér!" Og svo
bætti hún við, háðslega: „Er það kannski eitthvað
meira, sem þú krefst?"
Alain, sem enn þorði varla að trúa sínum eigin
eyrum, reis seinlega á fætur og án þess að brosa.
Hann varð hörkulegur á svipinn, eins og Mic.
Hann leit í kringum sig, og nú óttaðist hann það
allt í einu, að hann mundi sitja ofan yið það, þeg-
ar hún tók hann þannig á orðinu. Hann bjóst
við því, að þau rækju allt í einu upp hlátur. Mic
horfði enn á hann og hörkulegt bros lék enn um
varir henni.
„Hvað?" tuldraði hann. „Svona, formálalaust?"
„Hefurðu einhverja aðra uppástungu? Kannski
við förum hringferð með strætisvagninum áður?“
Hún gerði sér upp kæruleysi. „Taugar mínar
eru yfirspenntar; kannski hef ég bara gott af
þessu." Og enn bætti hún við. „Eða kannski þú
sért ekki vel upplagður? Þú hefur kannski höfuð-
verk? Þú hugsar sennilega helzt til mikið?"
„Ég er til,“ mælti Alain.
„Bravo, Mic!“ hrópaði öll klíkan einum rómi.
„Þú ert ekki feimin við það!"
„Það eru töggur i henni!"
„Nema hvað?" sagði sú margreynda Muriel. „Ef
verst lætur, þá er þó aldrei um annað en stundar-
óþægindi að ræða!"
Clo sat og kyssti Pierre og tók engan þátt í
samtalinu. Alain hafði nú náð sér fyllilega á
strik aftur; hann opnaði hurðina hæversklega
fyrir Mic og þau gengu út.
Um leið hringdi síminn. Þjónninn svaraði, kall-
aði síðan: „Clothilde de Vaudrémont!"
Clo var þegar risin á fætur og gekk hratt að
símanum. „Er það Nicole?" spurði hún.
Þau hin ræddust við í hálfum hljóðum á meðan
hún talaði í símann.
„Hvað skyldi Bob nú segja, þegar-------skyldi
hann hafa skap til að verða ærlega reiður, þetta
úrþvætti?"
Clo hengdi talnemann á. Hún var náföl.
„Þá er því lokið, krakkar! Vesalings Francoise!"
Hún lét hallast fram á skenkiborðið. 1 sömu
svifum gekk Bob inn í veitingasalinn.
FIMMTÁNDI KAFLI.
Hann yppti öxlum. Brosti glaðlega.
„Halló!"
Klíkan svaraði ekki kveðju hans. Pierre gekk
að skenkiborðinu til Clo. Bað um romm.
„Það hressir þig, telpa mín!“ sagði hann við
Clo, sem tiraði eins og lauf í vindi.
Bob varð undrandi. Andrúsloftið var annarlegt,
viðtökurnar allar aðrar, en hann átti að venjast.
Hann gekk til Nadinu. „Hefurðu séð Mic?“
Nadina leit í aðra átt án þess að svara. Muriel
lét sem hún sæi hann ekki. Bob sneri sér að Guy.
„Hefur þú séð hana?"
Guy sneri sér að Lou. „Við skulum koma!"
sagði hann þannig að ekki varð misskilið. „Ég
er orðinn leiður á þessum stað!"
Lou leit um öxl á Bob, um leið og hurðin lok-
aðist á eftir þeim. „Já! Maður fær aldrei að vera
í friði fyrir úrþvættum!"
„Hvað gengur eiginlega að ykkur?" spurði Bob
og sneri sér að Clo.
„Hafðu engar áhyggjur af þvi!“ svaraði Clo.
„Þetta er þeirra félagsandi!"
Bob veitti þvi nú allt í einu athygli hvernig
hún leit út. „Hvað amar að þér sjálfri?" spurði
hann og gleymdi Mic eitt andartak.
„Leiðindamál," svaraði Pierre. „Þú manst eftir
stúlkunni, sem var með Gérard. Jæja; hún var
að enda við að gleypa fæðingarvottorð, og það
stóð í henni. Nicole var að tilkynna Clo þetta i
símanum, og Það fær talsvert á hana,^ þó við
getum vitanlega ekki neitt að því gert."
„Francoise — hefur hún orðið fyrir einhverju
slysi?" spurði Bob.
B VIKAN