Vikan


Vikan - 18.05.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 18.05.1961, Blaðsíða 14
Della Reese. söngvari á sviði negrasálma. Della varð smá saman einsöngvari eða öllu heldur ætti maður að segja lagði kórsönginn á hilluna. Hún hefur komizt i kynni við bæði Ellu Fitzgerald og Sarah Vaughan í sam- bandi við hljómlistina og hefur það sjálfsagt verið henni góð reynsla. Það er merkilegt til frásagnar að hún var ráðin á næturklúbb i Detroit lengi vel án þess að syngja svo mikið sem eitt lag. E’n þegar loksins kom að því, þá var því líka forkunnar vel tekið og úr því lá leiðin bæði í kvikmyndir og sjónvarp og sem má líka merkilegt teljast, seinast i plötu- iðnaðinn. — O — Það er furðulegt, svo ekki sé meira sagt, að ekki skuli heyrast meir í Bobby Darin hér á iandi, en verið hefur. Hann er einna líklegastur til að taka við af þeim Bing Crosby og Frank Sinatra, sem vinsælasti söngv- arinn. Nú er það svo, að þeir sem hallast að jass, tala ekki um söngv- ara, heldur neína þeir þá „vocalist”, sem gefur hálfgert til kynna, að þeir séu bara enn eitt hljóðfærið í hljóm- sveitinni. Og þetta er líka rökrétt. Það er nefnilega svoleiðis að í jass fellur röddin inn i hljómsveitina, sem hljóðfæri og upp úr því hefur hinn svonefndi „scat“ söngur komið, sem hefur náð einna mestri fullkomnun hjá Ellu Fitzgerald. Það er ekki sagt stakt orð, bara spilað á röddina. Þetta er verið að nefna, þar sem allir fræg- ustu jassvocalistar hafa lika stundað dægurlagasöng og þá ekki sízt Ella og Louis. Bing Crosby hefur kannski verið minnst í jassi og verður kannski alls ekki talinn með. Frank Sinatra Bobby Darin. er maðurinn, sem Bobby Darin líkist. Báðir geta sungið jass, en því miður leggja þeir of mikið i dægurlög, sem hefur þó aragrúa af þokkalegum söngvurum á að skipa, en sem ekki væri viðlit fyrir að nálgast jass. Bobby er nefnilega mjög góður í svokölluðum „Ballads“, þar sem tekin eru fyrir á skemmtilegan máta hin og þessi vandamál tilverunnar. Að vísu vilja ekki nema fæstir taka það sem jass, en það verður að segja hverja sögu eins og hún er. Jass er ekkert einkafyrirbæri þess, sem áhuga hef- ur á Dixeland, eða Swing að Be-Bob og Cool-Jass ógleymdum. Jass er allt þetta og meira til. En sem sagt hef- ur Bobby Darin lagt litla rækt við þessa hlið málsins og er hann búinn að hafa það mikið upp úr sér við dægurlagasöng að honum væri það alveg óhætt, án þess að óttast pen- ingaleysi. — O — Oít getur það átt sér stað, að þeir sem vinna í keppnum áhugahljómlist- armanna, séu þar með að leggja drög að frægðarferli sínum. En það er þó ekki oftar en það, að slíkt vekur nokkra eftirtekt. Og þegar The Checkmates unnu i slíkri keppni í Soho Fair í London, var umboðsmað- ur plötufélagsins PYE á staðnum til- búinn með samning, sem aðeins þurfti undirskriftir viðkomanda til að taka gildi. Söngvari og hljómsveitar- stjórinn heitir Emiie Ford frá Vestur- Indíum, 23 ára að aldri. Faðir hans vann að landmælingum á vegum Brezka heimsveidisins og þannig hef- ur Emile komið á flestar eyjar í brezkri eign i Vestur-Indium. Þegar Emile Ford. Emile var 17 ára, fluttist fjölskylda hans til E'nglands og hann var inn- ritaður við tæknilegan háskóla í Paddington. Þá var það ekki til um- ræðu að Emile Ford ætti að taka þátt í hljómlistalífi að einhverju marki. Að vísu var- það vitað að hann kunni ágætlega vel á píanó, en það var fyrst þegar hann fór að leika á gítar að tilboð frá smáveitingastöðum fóru að hafa nokkur áhrif á þennan væntan- lega verkfræðing. Brátt varð að stækka og fjölga og stofnað var til The Checkmates í janúar 1959. Nú fengu þeir ýmislegt að gera, íyrst að umboðsmaður PYE hafði gert við þá samning og loksiris kom að því að plötufélagið ákvað að gefa út plötu með þeim félögum. Ákveðið var að lagið „Dont Tell Me Your Troubles" ætti að vera aðallagið, en Emile íékk að ráða bakhliðinni. Og hann valdi þrjátíu ára gamalt lag, „What Do You Want To Make Those Eyes At Me For“. Þá varð það sem ekki mátti búast við. Lagið á bak- hliðinni varð til að selja plötuna. Eftir því lagi var spurt og það varð vinsælasta lagið um viða veröld um nokkurt skeið, eins og við munum sjálfsagt vel hér á landi. Keppni i landsliðsflokki i skák lauk þannig að efstur varð Friðrik Ólafs- son stórmeistari og ber því nú í orðs- ins fyllstu merkingu sæmdarheitið Skákmeistari Islands. Hann hlaut 7 og hálfan vinning en í öðru sæti varð Gunnar Gunnarsson með 6 vinninga, þriðji varð Ingvar Ásmundsson og fjörði Björn Þorsteinsson. Þessir 4 öðlast rétt til keppni í Landsliðsflokki á næsta ári, sem verð- ur framvegis skipaður 12 mönnum samkvæmt nýjum lögum Skáksam- bands Islands. Til viðbótar þessum 4 mönnum bæt- ast 2 efstu menn úr meistaraflokki Islandsmótsins, þeir Sigurður Jónsson og Jón Kristinsson. Þá fá einnig sig- urvegarar úr Reykjavíkurmóti og Haustmóti Taflfélagsins rétt til þátt- töku svo og Norðurlandsmeistari og Suðurnesjameistari. Síðan hefur Skáksamband Islands heimild til að velja 2 menn. Eftirfarandi skák var tefld í Landsliðsflokki. Hvítt: Björn ÞorsteinsSon. Svart: Gunnar Gunnarsson. Sikileyjar-vörn. 1. elf c5 2. Rf3 e6 3. d!t cxd J,. Rxd Rf6 5. Rc3 BbJf 6. Rd—b5 Rc6! (Sv. leyfir R-skák á d6, því hann á góðan hagstætt svörtum, engu að síður voru drottningaruppskipti bezti möguleiki -hvíts.) 35. Da3 Kg8 36. Kh2 lla!t 37. De3 Dc2 38. HdS Hal 39. HaS Hbl JfO. Bc3 Ddl. Mát er óverjandi og hv. gafst upp. Ef 41. Kh3, þá Dhlf 42. Kg4 h5 mát. TÓmstundir I Kyrrahafi er lítil kóraleyja og heitir hún Nauru. Hún hefur verið undir stjórn ýmsra heimsvelda. Frá því um 1888 fram að fyrri heims- styrjöldinni var hún í nýlenduveldi Þjóðverja, en þá tóku Bretar við svarleik). 7. Rd6f Ke7/ (Miklu betra en BxRd6) 8. BxBc8f (Til greina kom einnig 8. Bf4. Sv. svarar því bezt með Da5) 8. — Hxc8 9. Bd3 Re5 10. 0—0 d6 (Sv. verður að tryggja 'betur kóngsstöðu sína áður en hann hyggur á peðaveiðar). 11. Bd2 Rclt 12. BxRc!f HxBcJf 13. Dc2 Dc7 lJf. fS Hc8 (Sv. fylkir liði á c-iínunni, sem er ein- i. 'imandi fyrir Sikileyjarvörnina.) 15. Ha—dl a6 16. Khl b5 17. a3 Ba5 18. Del! (Hótar 19. Rd5f og síðan BxB) 18. — Bb6 19. BfJ, BdJ, 20. Re2 Be5 21. c3 Kf8 (Loksins fer kóngur- inn í skjól) 22. Bg5 ? (Betra var 22. BxB. Biskupinn Iendir á hrakhólum). 22. — h6 23. Bcl Rd7 21,. fl, ? (Nú verður e-peðið veikt. Meiri möguleika gaf að staðsetja B á e3 og síðan á d4 t. d.). 2J,. — Bf6 25. Rg3 BhJ, 26. Hf3 Rc5 27. e5 d5 28. Be3 Rel, 29. De2 BxRg3 30. hxg3 (Svartur hefur nú fengið miklu betri stöðu: Ridd- arinn á e4 stendur mjög vel og hvitur á lítil færi. Næsta verkefni sem bíð- ur svarts er opnun c-línunnar). 30. — a5 31. Bdl, bl, 32. axb axb 33. cxb HxbJ, 31,. Da6 DcJ, (Endataflið væri verndinni ásamt Ástraliumönnum og Ný-Sjálendingum. Og Japanir her- námu eyjuna í síðari heimsstyrjöld- inni. Ástæðan fyrir áhuga þessara stórvelda á eynni, er því að þakka eða kenna, að þar er mikið fosforit i jörðu, sem notað er í fosfatáburð. Þessi eyja, sem er ekki nema 22 fer- kílómetrar, svona álíka og Vest- mannaeyjar og eru íbúar um 3500. Og það merkilega við það, er að þeir hafa gefið út eða öllu heldur hefur verið gefið út á Þeirra vegum um 50 mis- munandi frímerki á síðastliðnum 40 árum. Það skal látið ósagt, hversu stórt upplagið hefur verið, en það get- ur ekki verið nein ósköp, þar sem miðað er við póstsendingar frá þeim og svo kannski einhvern slatta vegna frímerkjasafnara. Vonandi fara Vest- mannaeyingar ekki að taka upp á því, að gefa út sín sérstöku frímerki, því þá fer nú að harðna í ári hjá þeim sem lifa við venjuleg íslenzk frí- merki. hljdmlist Della Reese er enn ein af nýju söngstjörnum Bandaríkjamanna. Hún sló alveg í gegn með „Don't you Know“ og komst i efstu þrep vin- sældalistans. Það er ekki einleikið með negrana í Bandaríkjunum. Þeir sem eitthvað komast áfram í hljóm- listarlífinu hafa yfirleitt byrjað á því að syngja í kirkjukórum. Hún er frá bílaborginni frægu Detroit og þar byrjaði hún að syngja í kór að- eins sex ára. En Það sem meira er um vert, er sú staðreynd að þrettán ára gömul var hún komin í kórinn hjá Mahalia Jackson og Mahalia hefur um langt skeið verið fremsti 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.