Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 18.05.1961, Qupperneq 23

Vikan - 18.05.1961, Qupperneq 23
GLEYMD TÁKN. Framhald af bls. 13. bitinn, ])ó að hann haldi á honum með bióðugum höndum og nagi liann. En siðmenntuðum manni býður við slíku borðhaldi og bragð- ast fæðan illa. Siðfágun í mataræði er ekki gömul hér á landi. En þegar hún tók að breiðast út meðal almenn- ings um og eftir aldamótin, var börnum fyrst og fremst kennt, að sóðalegar aðfarir við mat hneyksl- uðu og særðu aðra menn. Jafnaldr- ar mínir minnast þess, hve mikil áherzla var lögð á, að við tyggðum með lokuðum vörum. Okkur var sagt, að það væri móðgun við aðra að vera sjálfur dóni. Og sannarlega vekur framkoma annarra ólíkar tilfinningar hjá okkur. Hlæjandi munnur, skreyttur hreinum, hvítum tönnum, vekur okkur þægindakennd. En opinn munnur, fullur af hálftuggnum mat, vekur viðbjóð, jafnvel þó að engir óhreinir fingur grufli i honum. Þetta þykir kannske ekki mikil sið- fágun i máli, en er samt raunsönn lýsing á því, sem við höfum daglega fyrir augum hjá fjölda barna og unglinga, sem jórtra tuggigúm. Þeir, sem nota strætisvagna, sjá nóg af þessu. Börn gubba fram úr sér tuggunni í stórri l)löðru, sem minnir á, hvernig maginn spýtist upp úr djúpfiski, sem er dreginn hratt. Önnur draga út úr sér tugg- una, teygja hana í langa þræði, tæta hana í agnir, smyrja henni um tanngarðana. Fólk, sem þolir illa sóðaskap, fær stillingu sina full- reynda, ef það situr andspænis þessari sérkennilegu íþrótt. Þessi sóðaskapur þarf alls ekki að fylgja tyggigúmi. Með það má fara hreinlega, eins og aðrar nautnavörur. Hann sprettur miklu fremur af virðingarskorti fyrir öðrum, af mannfyrirlitningu. Hún er löstur á hverjum manni, en verður menningarháski, ef hún breiðist út meðal uppvaxandi kyn- slóðar. Hún einkennir framkomu þess fólks, sem elst upp við að heimta allt fyrir sig, án þess að gefa gaum réttmætum óskum ann- arra. Því ber heldur -ekki að leyna, að ])essi sóðaskapur elur á fleiri óhollum hvötum. Margir krakkar hafa kynnautn af þessu grufli i munni sér, enda þótt þau að aldri til séu komin yfir þróunarstig brjóstmylkingsins. VUCAM 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.