Vikan - 18.05.1961, Qupperneq 32
CHAMPION
B.f. Igíll Vílhjálmtiaa
AMBÁTT KEISARANS.
Framhald af bls. 7.
E'f þú annars dirfist að ávarpa hann, hélt Kats-
or áfram, — segir þú „yðar tign.“ En það skiptir
alls engu máli. Hinn göfugi konsúll hefur ekki
lengur þörf fyrir þjónustu þína. Hann starði á
mig brúnu augunum galopnum, og ég átti fullt í
fangi með að skilja, við hvað hann átti.
— Þér, — þér ætlið þó ekki að taka hann frá
mér? stamaði ég.
— Þér er sagt upp. Það er allt og sumt. Keisar-
inn hefur gefið konsúlnum höll í nánd við keisara-
höllina. Þegar er búið að ráða þjónustulið. Og
hvað þig snertir, þá nota konsúlar ekki hestastráka
sér til persónulegrar þjónustu. Þeir hafa herbergis-
þjóna.
Sama daginn leiddu þeir Insítatus á brott, og
ég var aftur settur i venjulega hrossahirðingpi. En
morguninn eftir var ég kallaður inn á skrifstofu
Kastors. Hann benti á klæðnað, er hékk á snaga
á veggnum. Það var fullkominn einkenninsbúning-
ur hallarþjóna. — Farðu i þetta, skipaði hann.
Ég hlýddi. Þegar ég hafði skipt um föt, skoðaði
Kastor mig í krók og kring og virtist hinn ánægð-
asti. Það brá fyrir brosi á vörum hans.
— Þetta var betra! sagði hann. — Hlustaðu nú
vel á, Pallas. Þú átt að flytjast í höll konsúlsins.
Ástandið er afleitt þar. Hann er búinn að fótbrjóta
skenkjarann og bíta eina stofuþernuna. Þú verður
að annast konsúlinn úr þessu.
Ég hélt til konsúlshússins. Þetta var höll í feg-
ursta stíl rómverskrar byggingarlistar. Þarna
var miðstöðvarhitun og gólfin tiglalögð.
Fyrst hélt ég helzt, að enginn væri viðstaddur.
En svo fann ég leifar þjónustuliðsins húkandi úti
í eldhúsi við að binda um minni háttar skeinur.
Allir heilsuðu mér sem endurlausnara. Þetta voru
yfirleitt góðar og vingjarnlegar manneskjur, —
þær kunnu bara ekki að hirða hesta.
Insítatus hafði stórmóðgaður dregiö sig inn í
sveínhús sitt. Og skárra var það nú svefnhúsið!
Frægustu listamenn Rómaborgar höfðu skreytt
veggina hestamyndum. Jatan var úr fílabeini og
vatnsfatan úr gulli. Á gólíinu var þykk, fléttuð
hálmdýna handa konsúlnum að sofa á. Hann heils-
aði mér eins og gömlum vini og hneggjaði glað-
lega. Ég strauk um fætur hans og andaði léttar,
þegar ég fann, að ekkert var að honum.
Ég var fljótur að færa það allt í lag, er Insítatus
snerti, og brátt hafði ég komið mér vel fyrir í
hinum nýju heimkynnum.
Á hverjum degi voru hinar rikmannlegustu mál-
tiðir tilreiddar handa Insítatusi og lagðar á silfur-
föt hjá mottu hans. Naumast þarf að geta þess,
að hann gretti sig við því öllu saman. Hann leit
ekki við öðru en höfrum og klíðblöndu, er ég
hrærði saman handa honum. E'ftir hæfilegan tima
voru þrælarnir látnir sækja silfurfötin aftur og
Insítatus skilinn einn eftir. Því næst fór þjónustu-
liðið allt fram í eldhús, og þar belgfylltum við
okkur af steiktum grísum og villidýrakjöti.
Breytingin hafði góð áhrif á mig. Það kom ró á
hugann. Hins vegar voru framtíðarhorfurnar jafn-
daprar. Ég hafði enga kveðju fengið frá Kamiilu
síðan kvöldið, er við skildum. Það var veik von
til þess, að við ættum nokkurn tíma eftir að sjást..
Þá var það eitt sinn, að Insítatus vann sérlega
mikilvægt veðhlaup. Sendimaður kom og bar þau
boð, að keisarinn heimtaði nærveru hans við át-
veizlu í höllinni.
Ég stóð tímum saman við að búa hann undir
heimsóknina. Ég kembdi hann, þar til hár hans
gljáði eins og silkiþræðir. Ábreiðu bar hann úr
rauðu flaueli, en höfuðbúnað bláan. Þegar tími
var til þess kominn að leggja af stað, gerði eitt
vandamál vart við sig. Enginn hafði verið til þess
kvaddur að fylgja honum.
— Látum hann fara einan og íinna keisarann,
mælti einn þjónanna.
En ljóst var, að því var ekki að treysta að
Insítatus rataði einn til hallarinnar. Ég klæddist
einkennisbúningi minum og fór sjálfur.
Lífvörðurinn heilsaði, þegar við gengum inn i
hallargarðinn. Á þrepunum við marmarahlið það,
er lá inn I höllina, beið stallari keisarans komu
okkar. Hann hneigði sig djúpt fyrir Insítatusi.
— Þessa leið, yðar tign, sagði hann.
Borðsalurinn var stór og allur uppljómaður. Á
veggjum héngu dýrindis ábreiður. Keisarinn og
fjölskylda hans lágu á legubekkjum, er raðað var í
hálfhring með litlum borðum fyrir framan. Þau
risu öll á fætur, þegar við komum inn. Stallarinn
gaf mér merki, og ég gekk með Insítatus beint til
Kaligúlu.
Og sá var nú boðinn velkominn! Kaligúla vafði
örmum um háls hestinum af miklum innileik og
kyssti hann fyrst á aðra kinn, síðan á hina. Og
það má keisarinn eiga, að hann hefur vit á hest-
um ekki síður en ég. Insitatus fann það líka sjálf-
ur, því að hann hegðaði sér bara sæmilega.
Ég heilsa þér, elsku Insítatus, mælti Kaligúla.
Skömmu siðar hófst borðhaldið. Á hægri hlið
keisara var enginn legubekkur, heldur aðeins
hálmdýna, og þar stóð ég með konsúlinn. Ég nötr-
aði frá hvirfli til ilja, en það var ekki af lotningu
fyrir þessum háu herskörum. Vinstra megin við
keisarann lá eftirlætissystir hans, hin tigna Drús-
illa, og að baki hennar stóð Kamilla með páíugls-
blævæng í höndum, klædd gegnsærri slæðu.
Þótt hún væri nú frjáls orðin, hafði henni þótt
ráðlegast að gegna sinni fyrri stöðu til þess að
eiga sér visa náð hennar tignar.
Insítatusi voru boðnir allir réttir, jafnóðum og
þeir komu fram. Það var súpa, fiskur, villibráð og
steik. Hann snerti ekki við neinu af því. En annar
hver réttur var bygg eða kurl. Var öllum við-
stöddum borið það líka þar á meðal keisara. Hirðin
lét sem hún neytti þess líka, af kurteisi við hinn
tigna gest, en þá var það Insítatus einn, sem át.
Borðhaldið fór prýðilega fram, og hvert sinn, er
Insítatus vann veðhlaup eftir þetta, var honum
boðið til borðs i höllinni.
Ég var í sjöunda himni fyrst í stað af því að fá
svona oft að sjá Kamillu. En þegar frá leið, varð
mér það kvalræði. Að standa þarna tímunum sam-
an, svo nærri henni, að við snertingu lá, — það var
meira en ég gæti þolað. Þó var hugsunin um að
fá ekki að sjá hana enn þungbærari. Hingað til
hafði Insitatus aldrei beðið ósigur í hlaupi. En ef
liann tapaði nú einhvern tíma?
Hugarró mín var horfin, svo að ég greip til ó-
yndisúrræðis. Næst þegar Insítatusi var boðið til
hallarinnar, stakk ég bréfmiða til Kamillu í vasa
minn.
Nokkru eftir að máltíðin hófst, gerði ég afar
klaufalega tilraun til að rétta henni miðann, en
var svo óheppinn, að Kaligúla tók eftir þvi þegar
í stað. Hann brá við og hrifsaði seðilinn úr hendi
mér. Það varð dauðaþögn í salnum, meðan hann
braut blaðið í sundur.
Háttvirta, frjálsa Kamilla, hóf keisari lesturinn
í tilgerðarlegum tón, sem átti að gera það, sem
ég hafði skrifað, eins hlægilegt og unnt var. Hann
þagnaði, meðan þá óskapa-hlátursöldu, sem þessi
einföldu orð vöktu, var að lægja. En þegar hann
hélt áfram að lesa, hvarf tilgerðin úr rödd hans
og jafníramt brosið á vörum keisarafjölskyld-
unnar.
Hinn göfugi konsúll Insítalus hefur gefiö mér
til kynna, aö sem viöurlcenningu fyrir trúa og
dygga þjónustu mína liafi hann í huga aö fara
þess á leit viö keisarann aö gefa mér frelsi. Spáir
þetta mikilli hamingju, svo aö ég vona viröingar-
fyllst, aö oklcur veröi bráölega unnt aö talca upp
aftur hinar ánægjulegu samræöur okkar.
Þinn auömjúkur þræll, — Pallas.
Það hefð mátt heyra saumnál detta. Þótt ör-
væntingin hefði rekið mig til þessarar ákvörð-
unar, var það ekki eins mikil fífldirfska og virðast
kann. Ég efaðist ekki um, að Kaligúla mundi taka
þetta bréf sem kærkomna sönnun þeirrar óvenju-
legu eiginleika, sem hann eignaði hestinum. Gerði
ég ráð fyrir, að hugsanlegt væri, að hann tæki
það, sem ég hafði skrifað, bókstaflega og yrði
þegar við tilmælunum.
Ég þóttist viss um, að honum mundi aldrei til
hugar koma, að þræll i þjónustu hans reyndi að
gera honum slíkan grikk. Hins vegar hafði ég
orðað bréfið þannig, að Kamilla slyppi við refs-
ingu, þótt hitt kynni að bregðast af ófyrirsjáan-
legum ástæðum.
Þegar nú þögnin hélzt, lét keisari seðilinn síga
og starði á mig eins og hann hefði aldrei séð mig
32 VIJCAN