Vikan


Vikan - 18.05.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 18.05.1961, Blaðsíða 35
I heimobohsturinn Þær falla ekki kökurnar, ef þér notið ILMA lyftiduftið. Biðjið alltaf um ILMA bökunar- vörur, þær fást í flestum verzlunum. DRAUMAR. Framhald af bls. 13. Draumráðandi Vikunnar. Mig dreymdi a8 ég og frægur franskur leikari vorum að keyra i bíl og vinkona mín og ein- hver strákur með henni. Við keyrðum um marg- ar götur er voru i ótal fjallshliðum. Allt í einu sáum við mann upp á einum mjög háum hól. Við fórum úr bilnum, en allt i einu varð vin- kona mín hrædd og strákurinn, sem með henni var. Þau stukku niður af hólnum og niður i dal, sem var fyrir neðan. Þessi franski leikari, sem með mér var, hrópaði: Hann er ineð vængi og stökk á eftir hinum. Ég varð ofsalega hrædd og ætlaði að stökkva á eftir hinum, en ég gat mig hvergi hreyft fyrir hræðslu. Þá nálgaðist þessi maður mig og ég sá að vængirnir á hon- um voru festir innan undir axlaböndunum á buxum hans. Það var eins og hann ætlaði að fara að gera mér eitthvað og ég vaknaði við það að ég hentist upp úr rúminu og veinaði. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Rósa. Svar til Rósu. Höfuðeinkenni draumsins er hinn vængj- aði maður á hæðinni, einnig er tillit takandi til ökuferðarinnar eftir hlykkjóttri götunni, sem liggur upp eftir fjallshlíðinni. Að aka í bfl eftir slíkum leiðum mundi vera tákn um að þú værir flækt í eitthvað vafasamt fyrirtæki. Hinn óttalegi vængjaði maður mundi hins vegar vera tákn nm afleiðingar verksins, sem verða í þínum augum og hinna þriggja óttalegar eins og ásýnd hins vængj- aða manns. Afleiðingar þessa verks gætu til dæmis orðið að þú eignaðist barn í lausaleik eða eitthvað annað sem þér félli illa og þá einnig hinum líka. Kæri Draumaráðandi. Mig dreymdi i nótt að ég væri að tala við stúiku, sem Kolbrún heitir. Eg þekki hana ekk- ert, veit bara að hún heíur verið gift og fráskil- in og gií't aflur. Eg var að segja henni í draumn- uin að fyrst ELOYD hefði unnið Ingó svona i þrjú skiíti í röð hefði forsetinn sagt að hann yrði heimsmeistari i þungavigt næstu ellefu ár. ijvo datt okkur i hug að bezt væri að fara á baif. Eg hafði ekki farið á baff svo lengi. Hún var í köffóttri dragt, sem fór henni aiis ekki vel en einhvern veginn fannst mér hún ekki geta skift um föt. Aítur á móti fórum við heim tii mín og þar fór ég inn í skáp til min og tók út úr honum gráa munstraða dragt, sem var ný og fór ég í hana. Draumurinn náði ekki lengra. iSú langar xnig að biðja yður um ráðn- iugu á þessum drauin, þvi inig dreymir ekki oit. Með fyriríram þökk. Maria Óskai'sdóttir. lieykjavik. Svar til Maríu Óskarsdóítur, Draumur þessi er samsettur úr tveim höf- uðtáknum og gefur hið síðara hinu fyrra ákveðið gildi. Fyrra táknið er umræður ykk- ar kunningjakvennanna um hnefaleikakemp- urnar Floyd Patterson og Ingó. Þetta bendir til þess að þú beinir athygiinni að marki, sem margir aðrir gera, síðara tákn draums- ins er hins vegar bending um hvað um er að ræða. Þegar stúlku dreymir að hún er að fara í ný falleg föt er það talið óbrigðult merki þess að hún eigi mörg stefnumót og samkvæmi í vændum. Og er það skýringin á hvað það er, sem þú og margir fleiri stefna að á þessum aldrii. En það ejc auðvitað skemmtilegur og fjörugur félagskapur jafn- aldranna. Brauðostur 45% Brauðostur 30% Schweizerostur 45% Goudaostur 45% Kúmenostur 45% Tilsiterostur Gráðaostur Mysingur Góðostur Smurostur Rækjuostur Tómatostur Hangikjötsostur Sterkur 45% ostur Snorrabraut 54 - Reykjavík - ísland Ostur er hollur Ostor cr Ijíffogir Ostur 9 er 4dfr fsðt HÚSMÆÐUR, ÚR OSTUM GERIÐ ÞÉR YINSÆLUSTU ÁBÆTIS OG SMÁRÉTTINA ÞEGAR ÞÉR HAFIÐ GESTI 34 VIKAN MARRÆÐI —- Eg er satt að segja dólítið oró- leg, sagði Sigga. — Þú veizt að Ella liggur illa haldin á spítala með brotinn ökla ... Og svo er það Eiríkur, það er nú meiri ræfillinn. — En hann hefur nú varla átt sök á þessu, sagði ég. — Nei, auðvitað elcki, en það buil, sagði hún hneyksluð. Nú liggur hún á spítalanum og getur sig ekki hreyft, og hann notar sér það á- reiðanlega. — Annars ætlaði ég að leita ráða hjá þér — ætti ég ekki að segja henni frá þessu? — Að hún sé öklabrotin? sagði ég rugluð. — Vertu nú ekki svona utan við þig og reyndu að taka eftir þvi, sem ég segi? sagði ég. — En góða min, Ella liggur á spítalanum, og liinn umhyggjusami eiginmaður hennar kemur i heim- sókn á hverjum degi milli þrjú og fjögur, og á kvöldin býður hann stúlku með sér á Röðul. — Álítur þú að þetta sé allt i lagi? — Það má vel vera, sagði ég. Það er ástæðulaust að búast alltaf við hinu versta. — Þetta gæti til dæmis verið móðursystir hans frá Akur- eyri. — Móðursystir hans, einmitt það, sagði Sigga og hló hátt og skerandi. — Að vísu sá ég aðeins baksvip- inn, en þú mátt reiða þig á að hún líktist ekki neinni gamalli frænku. Þú ert nú stundum dálitið barna- leg ... Nei, en spurningin er í stuttu máli þessi: — Finnst þér það ekki vera skylda mín að segja Ellu frá þessu? — Hvaða kvöld var það, sem þú sóst Eirík með stúlku á Röðli? spurði ég og flýtti mér að taka á- kvörðun. — Á föstudagskvöldið, sagði hún. — Auðvitað lét hann eins og hann sæi mig ekki. — Jæja, sagði ég (það er bezt að láta það flakka). — Þetta er nú það fyndnasta, sem ég hcf nokkurn tíma heyrt. Þú verður að segja Ellu frá þessu. Ég er viss um að henni verður skemmt. — Eiríkur var með mér á Röðli. Hún bað mig sjálf að fara með honum. Sigga horfði tortryggnislega á mig. — Átt þú svartan kjól með rauðri rós? sagði hún og kipraði saman augun. — Auðvitað, sagði ég. Þú hlýtur að liafa séð hann. Annars get ég sýnt þér hann næst þegar þú kemur í heimsókn . . . En gleymdu nú ekki að segja Ellu að maðurinn hennar sé úti að skemmta sér með ungum stúlkum, meðan hún liggur sórþjóð í rúminu. — Og ég sem er búin að hafa svo miklar áhyggjur af þessu, sagði hún gröm og reyndi að leyna vonbrigð- unum. — Mér þótti vissara að se-gja þér frá þessu, sagði ég við Eirík. — Við hittumst af tilviljun á Röðli og fengum okkur einn gráan. — Ja, þetta var nú eiginlega frænka mín ... — Góði, láttu ekki svona, sagði ég gremjulega og skellti símtólinu á. Og nú neyðist ég víst til þess að kaupa mér svartan kjól með rauðri rós. N.N. Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona mikið í einu! Sjáðu bara hvernig manima fer að: Lítið í einu en oftar. En þú hefir rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þín hefir líka frá æsku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er Nieva! Nivea innitieldur Euce- rit — efni skylt húðfit- unni — frá þvi stafa hin góðu áhrif þess. rnnm heimilistækin hafa staðist dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin ■ 1 H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI jatiraHi.nmilHiiK'IHUtuí

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.